Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 31
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS30
hvort slíkum hugsunum hætti ekki til að rata inn á afstæðar brautir þar sem
náttúran er rituð með stórum staf, er ósnertanleg og fjarlæg, sjálfstæð heild?
Þá má jafnframt spyrja hvort hughrif sjórekins plastpoka sé á einhvern hátt
önnur eða síðri en Öskju? Eða, hvort jafnmikilvægar hugsanir um heildir
og samhengi geti einmitt kviknað við það að ganga á litríkan reka, eða
standa á barmi landfyllingar?
Sem fornleifafræðingar skynjum við kannski nándina milli jarðar, lífs og
arf leifðar ekki síst þegar við bogrum í moldinni, loppin og forug. Sú nánd
er hins vegar alls ekki táknræn. Að renna múrskeiðinni í gegnum svörðinn
og fylgja útlínum torfhruns eða veggjar táknar ekki samspil manns og
náttúru, heldur er það beinlínis að þreifa á hriplekum f lekamótum náttúru
og menningar. Hið sama á við um að ganga á reka og virða fyrir sér landnám
og liti sjórekinna hluta. Og, með fullri virðingu fyrir mikilfengleika Öskju,
er það kannski einmitt vitundarvolk sem slíkt útsýni getur hrundið af stað
í hugum okkar, sem er svo tímabært á mannöld.
Þakkir
Ég vil koma á framfæri þökkum til Norges Forskningsråd, sem styrkt hefur
rannsóknir mínar á rekafjörum í Noregi og á Íslandi. Einnig vil ég þakka
CAS Centre for Advanced Study, í Osló, sem veitti mér frábæra starfsaðstöðu
árið 2016-2017. Þá eiga kollegar mínir við CAS, og sérstaklega þeir
Bjørnar Olsen og Chris Witmore, þakkir skildar fyrir fjölmargar göngur
á reka og ómetanleg samtöl um hafrek og volk. Að lokum vil ég færa
Mjöll Snæsdóttur og Birnu Lárusdóttur kærar þakkir fyrir yfirlestur og
gagnrýnar athugasemdir.