Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 43
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS42
sé að finna á Landsbókasafni eða í skráningarkerfi bókasafna. En ekki hef
ég leitað af mér allan grun um upplýsingar um jarðhýsi í gögnum sem hafa
ekki verið birt opinberlega. Meðal annars hef ég látið ógert að kanna eða
ræða hvort rétt sé að telja til jarðhýsa svokallaðar búðir sem hafa fundist á
fornum verslunarstöðum, á Gásum við Eyjafjörð og Kolkuósi í Skagafirði.20
Við leit af þessu tagi kemur óhjákvæmilega upp afmörkunarvandi;
hvaða skilyrði þarf hús að uppfylla til að teljast jarðhýsi? Karen Milek segir
að þau hús sem skipti okkur mestu máli séu algengasta gerð jarðhýsa, lítil
ferköntuð eða næstum ferningslaga byggingar með eldstæði eða ofn úr
steinum við vegg eða í horni, hús sem hafi verið kölluð pit houses á ensku.21
Þetta er sýnilega ekki ætlað til að skera úr um hvort beri að telja ákveðin
hús til jarðhýsa, enda tekur Trbojević með í rannsókn sína á jarðhýsum í
Evrópu til dæmis kringlótt hús sem hann segir sjaldgæf á víkingaöld, nema
í Löddeköpinge í Svíþjóð þar sem þau séu ríkjandi form.22
Að húsin þurfi að vera niðurgrafin til að teljast jarðhýsi tekur Milek
ekki fram, hefur væntanlega talið það sjálfsagt, en það einkenni kemur líka
að takmörkuðu gagni. Þegar hús var byggt með veggjum úr torfi og/eða
grjóti hlaut oft að vera einboðið að láta það ganga eitthvað niður í jörðina,
einkum í annan endann ef byggt var á mishárri jörð, eins og oft hlaut að
vera, en húsið átti að vera með láréttu gólfi. Til dæmis hafa bæjarhúsin
á Stöng í Þjórsárdal, hús sem voru grafin upp og síðan endurreist sem
tilgátuhús, staðið sem nokkurs konar erkitýpur þjóðveldisaldarhúsa um
áratugi, f lest verið grafin verulega í jörð,23 en engum dettur í hug að
kalla þau jarðhýsi. Ekki sé ég að samanburður við útlend hús komi hér að
gagni. Í samanburðarrannsókn sinni telur Trbojević með jarðhýsi frá Ribe
í Danmörku sem voru aðeins 12-15 cm djúp,24 svo að niðurgröftur getur
kannski varla talist úrslitaatriði við afmörkun jarðhýsanna.
Á Íslandi telst væntanlega einkum sá munur á niðurgröfnum ofan jarðar-
húsum og jarðhýsum að í hinum fyrrnefndu voru hlaðnir veggir úr torfi og/
eða grjóti upp frá gólfhæð en á jarðhýsum var sjálf jarðvegsþekjan utan við
niður gröftinn nýtt sem útveggir. Þetta á þó ekki við öll hús sem hér eru tekin
með, og þar er Reyk holt undan tekning því þar eru veggir úr grjóti og streng.
Hins vegar eru ekki taldir með niður grafnir kjallarar húsa sem Trbojević
20 Roberts o.fl. 2006, bls. 9-14; „Sex búðir frá 12. öld“ 10. ágúst 2010.
21 Milek 2012, bls. 85.
22 Trbojević 2008, bls. 31-32.
23 Roussell 1943, bls. 77.
24 Trbojević 2008, bls. 38.