Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Síða 45
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS44 fermetrar samkvæmt mælingu á lengd og breidd, (mælt „rétt ofan við gólfið“). En sjálfsagt er gólff löturinn nokkru minni vegna þess að horn hússins eru talsvert afslepp eins og venjulega í jarðhýsum.30 Hið stærsta var hús sem var kallað A4 á Hofstöðum í Mývatnssveit sem telst rúmir 32 fermetrar að innanmáli í töf lu 1. En þess verður að gæta að málin á húsunum eru ónákvæm af því að lögun þeirra margra er of óregluleg til þess að nákvæm niðurstaða fáist með því að margfalda einfaldlega mælda lengd og breidd.31 Í sumum rústunum sjást merki um hlaðna veggi umhverfis gröfnu holurnar sem komu í staðinn fyrir neðri hluta húsveggjanna. Annars staðar verður ekki vart við þá, en ekki virðist auðvelt að útiloka að þeir hafi verið þar meðan húsin stóðu uppi. Í f lestum húsanna sáust stoðarholur, oftast í hornum og nálægt útveggjum. Á Granastöðum, Breiðuvík og í Sveigakoti fundust glögg merki um innganga í húsin, í Grelutóttum I, Hofstöðum, Hjálmstöðum og Hrísheimum hugsanlega, en í hinum húsunum alls engin, og er giskað á að þá hafi fólk gengið inn í þau ofan frá og niður tréstiga.32 Um algengustu afstöðu jarðhýsa til annarra bæjarhúsa nægir að taka sem dæmi húsin fimm sem Þór Magnússon gróf upp í Hvítárholti. Þrjú þeirra stóðu stök, um 15-25 metra frá næstu húsum samkvæmt f latarteikningu (hús I, V og VII). Eitt (IV) var örfáum metrum frá skálabyggingu og eitt (X) undir hluta af bakhúsi við annan skála. Ógerlegt virðist að gera sér grein fyrir hlutverkaskiptingu þessara húsa eða hvort þau voru öll í notkun nákvæmlega samtímis. Það f lækir málið líka að grafnir voru upp þrír skálar í Hvítárholti og óvíst hversu mörg heimili voru á staðnum.33 Staðsetning hússins í Hólmi í Hornafirði er óvenjuleg, fjarri öllum þekktum bæjum, svo að nokkur ástæða er til að halda að það hafi gegnt einhverju óvenjulegu hlutverki. Bjarni F. Einarsson, sem kannaði húsið og skrifaði um það, taldi að það væri heiðið blóthús.34 Ég hef áður sett fram þá skoðun að ekkert bendi eindregið til þess og megi til dæmis ímynda sér að þar hafi búið sérvitur einfari.35 Við nánari umhugsun finnst mér stærð eldstæðisins gera þá kenningu ósennilega og liggja nær að halda að húsið hafi verið baðstofa, hvernig sem stendur á því að það var svo afskekkt. Svo getur verið að það 30 Bjarni F. Einarsson 2015, bls. 355-357 (ljósmynd, texti og flatarteikning). 31 Lögun gólfflatar hússins P1 í Sveigakoti má sjá á teikningum: Guðrún Alda Gísladóttir og Orri Vésteinsson ritstj. 2008, bls. 26-27. 32 Aftasti dálkur í töflu 1 vísar á heimildir um þetta, sjá bls. 62-63. 33 Þór Magnússon 1973, bls. 11, 14-52. 34 Bjarni F. Einarsson 2015, bls. 307 og áfram. 35 Gunnar Karlsson 2016a, bls. 178-179.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.