Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 48
47UM JARÐHÝSI, DYNGJUR OG BAÐSTOFUR
grafin meira en tvö fet í
jörð. Hús af Hjálm staða gerð
höfðu sýnilega innganga
og miklar gólf skánir og
voru fremur stór. Loks
var Hofstaðagerð fremur
grunnra og stórra húsa
með sýnilegum inn-
göngum.42 Þessi f lokkun
er fróðleg, en ekki leiðir
hún beint inn í greiningu
á hlutverki húsanna
sem hlýtur þó að teljast
aðalatriði hér. Karen
Milek gerði nákvæma
efnagreiningu á innihaldi gólfskánar í húsi G á Hofstöðum. Hún skipti
gólfinu í fimm svæði: 1) miðgang með harðri gólfskán með jurtaleifum
og ösku; 2) vefnaðarsvæði þar sem vefstaður hafði staðið við útvegg; 3)
ofnsvæði þar sem fiskur og kjöt var étið og steinar hitaðir; 4) „blautt“ svæði
þar sem hafði staðið þvottaker; 5) pall þar sem var setið og kannski sofið,
einn eða tveir menn, og keitukör voru til að þvo, þæfa og kannski lita
ull.43 Hér bíður fræðimanna mikið verkefni að gera hliðstæða greiningu á
gólfskánum f leiri húsa.
Er þá komið að kenningum manna um hlutverk jarðhýsanna. Þegar
Kristján Eldjárn lýsti rústunum í Gjáskógum í Þjórsárdal virðist hann
ekki hafa þekkt til jarðhýsa í Evrópu og giskaði á að húsið undir stofu-
rústinni hefði annað hvort verið kofi rauðablástursmanna sem hefðu
unnið þar járn áður en bær var byggður á staðnum eða „fyrsta húsið sem
nýbýlingurinn reisti og bjó í, meðan hann var að koma sér fyrir með að
byggja sómasamlegan bæ.“44 Við fyrstu sýn kann að vera freistandi að fallast
á tilgátuna um að jarðhýsin hafi verið fyrstu bústaðir landnámsmanna sem
þurftu umfram allt að koma sér upp athvarfi fyrir fyrsta veturinn á Ís-landi.
En hafi þau verið byggð sem slík voru þau að minnsta kosti f lest miklu
lengur í notkun en á frumbýlings árunum. Það sannast best á gólfskánunum
sem finnast í þeim f lestum og mörg lög í sumum eins og kemur fram í töf lu
42 Guðrún Alda Gísladóttir og Orri Vésteinsson ritstj. 2008, bls. 68-69.
43 Milek 2012, bls. 107-119.
44 Kristján Eldjárn 1961, bls. 41.
Tilgáta um gerð trégrindar í jarðhýsi A5 á Hofstöðum í Mývatnssveit.
Heimild: Lucas 2009, bls. 107. Um fjölda og staðsetningu stoða er
ályktað af stoðarholum og/eða undirstöðusteinum undan stoðum í gólfi.