Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 51
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS50
að Milek hugsar sér að þessir timburveggir þilji gryfjuna að innan.49 En þá
er því ósvarað hvernig rigningarvatn sem rann niður af þakinu eða skall á
timburveggjunum átti að renna eitthvað annað en niður í jarðhýsið og gera
það óþolandi íverustað. Hér er óleyst vandamál; kannski hafa jarðhýsin haft
meiri útveggi en rannsakendur hafa ályktað, enda óhjákvæmilegt að gera
ráð fyrir því um hús sem voru ekki grafin nema 30-60 cm niður. Samt
hljótum við að gera ráð fyrir að jarðhýsi hafi verið miklu lágreistari en
skálar og þurft að því skapi minni kyndingu til að þar næðist sama hitastig.
Sama stærð eldstæðis í hlutfalli við gólff löt hefur því leitt til meira en
tvöfaldrar upphitunar, ef jafnmikið var kynt, kannski nær fjórfaldrar má
ímynda sér.
Til samanburðar má nefna að Gísli Gestsson tók eitt sinn saman fróðleik
um fjögur hús sem hann taldi með góðum rökum vera baðstofur og voru að
minnsta kosti í notkun fram á síðmiðaldir, hvenær sem þær kunna að hafa
verið byggðar.50 Ein var í Umiviarsuk í Vestri byggð á Grænlandi en hinar á
Íslandi, í Gröf í Öræfum, í Kúabót í Álfta veri og Reyðar felli í Borgarfirði.
Þetta voru ekki jarðhýsi og teljast því ekki beinlínis viðfangsefni þessarar
greinar. Engu að síður er fróðlegt að líta á þau til saman burðar við jarð-
hýsin. Græn lenska húsið hefur staðið sér, en þau íslensku voru hluti af
því kraðaki bakhúsa sem þróaðist á síð mið öldum og innangengt í þau úr
öðrum bæjarhúsum. Gísli bar stærð eld stæðanna í þeim saman við f latarmál
húsanna:
Flatarmál húss Flatarmál eldstæðis Hlutfall eldstæðis
Umiviarsuk [Um 2,40 m²] 0,60 m² 25%
Gröf í Öræfum 5,00 m² 0,24 m² 4,8%
Kúabót í Álftaveri 21 m² 0,69 m² 3,3%
Reyðarfell í Borgarfirði 7,80 m² 0,32 m² 4,1%
Grænlenska baðstofan hefur nokkra sérstöðu fyrir stórt eldstæði, og kann
það að standa í sambandi við að útveggir hússins voru aðeins 60-90 cm
þykkir, og hefur því þurft meiri upphitun til að ná sama hitastigi og í
íslenskum húsum með jafnvel helmingi þykkari veggi og stórum hærri
vetrarhita. Eldstæði íslensku baðstofanna eru öll í stærra lagi miðað við
íslensku jarðhýsin. Ef báðar gerðir húsa hafa einkum verið baðstofur er
þetta gagnstætt því sem mætti búast við á síðmiðöldum vegna þverrandi
49 Milek 2012, bls. 94, 118.
50 Gísli Gestsson 1976, bls. 190-205.