Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 54

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 54
53UM JARÐHÝSI, DYNGJUR OG BAÐSTOFUR koma fyrir í ritum tveggja rómverskra höfunda á 1.-2. öld eftir Krist. Plinius eldri segir að germanskar konur sitji við vefnað í neðanjarðarhúsum, og Tacitus segir að Germanir geri sér jarðhella og beri þar að mykju og búi í þeim á veturna. Þegar mönnum finnst líklegt að nafnið dyngja bendi til mykjuþakinna húsa er nafn hússins talið sama orðið og dyngja í merkingunni „haugur“ sem á sér hliðstæðu í mörgum öðrum germönskum málum, svo sem dynga (haugur) í sænsku og dung (mykja) í ensku.59 Hér er um það að ræða að tengja saman vitnisburði fornleifa og ritheimilda sem ekki tengjast af sjálfum sér. Hvergi í miðaldatextum er ritað um tiltekið, þekkjanlegt jarðhýsi að það sé dyngja eða neitt annað tegundargreint hús. Á hinn veginn verður ótvírætt þekkjanlegur fróðleikur um dyngjur varla sóttur í neitt annað en ritheimildir. Til að girða fyrir misskilning skal tekið fram að ég er ekki svo bjartsýnn eða sagnfestutrúaður að ég leiti að áreiðanlegum fróðleik um tilteknar hlutstæðar dyngjur sem er lýst í sögunum; ég leita að því hvernig höfundar sagnanna hugsuðu sér að dyngjur væru staðsettar og hvernig nýttar. Í Íslendingasögum eru nefndar tólf dyngjur, tvær erlendis og tíu á Íslandi.60 Í Landnámabók er ein dyngja nefnd og í fornum kveðskap tvær. (1) Í Egils sögu Skalla-Grímssonar er nefnd dyngja í Noregi. Þar segir frá því að Björn Brynjólfsson vildi ganga að eiga stúlku sem var nefnd Þóra hlaðhönd Hróaldsdóttir, en bróðir hennar synjaði. Þá rændi Björn Þóru og f lutti heim til föður síns. Þaðan nam hann Þóru síðan á brott á laun, og segir þannig frá því að Björn og félagar hans bjuggu skip til brottfarar „ok gengu upp til bœjar ok til dyngju þeirar, er móðir hans átti; sat hon þar inni ok konur mjǫk margar; þar var Þóra. Bjǫrn sagði, at Þóra skyldi með honum fara; leiddu þeir hana í brott, en móðir hans bað konurnar vera eigi svá djarfar, at þær gerði vart við inn í skálann …“ 61 (2) Í Njálu er nefnd dyngja á Skotlandi, ekki alls kostar raunsæisleg. Þar segir frá því að maður nokkur á Katanesi, Dörruður að nafni, gekk út að morgni dags: Hann sá, at menn riðu tólf saman til dyngju nǫkkurrar ok hurfu þar allir. Hann gekk til dyngjunnar ok sá inn í glugg einn, er á var, ok sá, at þar váru konur inni ok hǫfðu vef upp fœrðan. Mannahǫfuð váru fyrir kljána, 59 Magerøy 1958, d. 396; Tacitus 2001, bls. 75; Ásgeir Blöndal Magnússon 1989, bls. 140-141. 60 Dæmin í Íslendingasögum fundust með hjálp atriðisorðaskrár í Íslendinga sögum Skuggsjár IX 1976, bls. 167, en til staðfestingar var höfð Ordbog over det norrøne prosasprog III 2004, d. 382-383. Orðabókin var líka notuð til að finna önnur dæmi um dyngjur í fornritum. 61 Egils saga 1933, bls. 83-85 (32. kap.).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.