Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 55
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS54 en þarmar ór mǫnnum fyrir viptu ok garn, sverð var fyrir skeið, en ǫr fyrir hræl.62 (3) Í Bjarnar sögu Hítdælakappa segir frá því þegar konu Bjarnar var sagt víg hans. Þar gengur einn vegendanna „í dyngju, er Þórdís var fyrir, kona Bjarnar, ok segir henni víg Bjarnar …“ og fær henni men sem Björn hafði haft á sér. Hún spyr eftir Þórði, foringja vegendanna, „gengr ór dyngjunni, þangat sem Þórðr var, ok kastar til hans meninu ok bað hann fœra Oddnýju, konu sinni, til minja.“63 En Björn hafði verið veginn fyrir gagnkvæma ást þeirra Oddnýjar. (4) Eyrbyggja saga segir frá því að Styr Þorgrímsson, sá sem gerði berserkjunum baðið, var veginn suður á sunnanverðu Snæfellsnesi og tengdasonur hans, Snorri goði, fór að sækja líkið. Hann virðist hafa gist með það í Hrossholti því að Snorri „gekk í dyngjuna at Styr í Hrossholti, þá er hann hafði upp sezk ok helt um miðja dóttur bónda.“64 Segir svo ekki meira af því, en varla er hægt að lesa þetta öðruvísi en svo að líkinu hafi verið komið fyrir til næturgeymslu í dyngju, þar sem heimasætan svaf, en Styr hafi ekki reynst eins dauður úr öllum æðum og menn höfðu átt von á. (5) Í Gísla sögu Súrssonar segir frá því að Þorkell, bróðir Gísla, var einn karlmanna heima, því að hann nennti yfirleitt ekki að vinna, „ok hafði lagizk niðr í eldhúsi eptir dǫgurð sinn. Eldhúsit var tírœtt at lengð, en tíu faðma breitt, en útan ok sunnan undir eldhúsinu stóð dyngja þeira Auðar ok Ásgerðar [húsfreyjanna á bænum, eiginkvenna Gísla og Þorkels], ok sátu þær þar ok saumuðu. En er Þorkell vaknar, gengr hann til dyngjunnar, því at hann heyrði þangat mannamál, ok leggsk þar niðr hjá dyngjunni.“ Þá heyrir Þorkell samtal þeirra sem kemur upp um ást Ásgerðar á Vésteini, bróður Auðar. „En Þorkell heyrir hvert orð, þat er þær mæltu … ok gengr inn eptir þat.“65 (6) Í Hallfreðar sögu vandræðaskálds segir að söguhetjan lagði hug á Kolfinnu Ávaldadóttur á Knjúki í Vatnsdal en vildi þó ekki kvænast henni. Svo koma sjö menn í bónorðsför að Knjúki, þeirra á meðal biðillinn Grís Sæmingsson. „Nú sátu þeir at málunum“ þegar Hallfreð bar að garði og hann sá spjót þeirra utanhúss. Hallfreður sagði þá við förunaut sinn: „Komnir munu hér menn nǫkkurir um langan veg, ok gættu hesta okkarra, en ek mun fara til dyngju Kolfinnu;“ – ok svá gerir hann.“ Kolfinna hefur farið með honum út úr dyngjunni því að sagan segir: „Hallfreðr setti hana 62 Brennu-Njáls saga 1954, bls. 454 (157. kap.). 63 Bjarnar saga Hítdœlakappa 1938, bls. 204-205 (33. kap.). 64 Eyrbyggja saga 1935, bls. 153 (56. kap.). 65 Gísla saga Súrssonar 1943, bls. 30-31 (9. kap.).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.