Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 56
55UM JARÐHÝSI, DYNGJUR OG BAÐSTOFUR
í kné sér úti hjá dyngjuvegginum ok talaði svá við hana, at allir sá, þeir
er út gengu. Hann sveigir hana at sér, ok verða þá einstaka kossar. Nú
koma þeir Gríss út. Hann mælti: „Hverir eru þessir menn, er hér sitja á
dyngjuvegginum ok látask svá kunnliga við?“ Gríss var heldr óskyggn ok
súreygr.“66
(7) Í Kormáks sögu segir frá því að söguhetja hennar gisti í Gnúpsdal í
Miðfirði í smalaferð. Þar var í fóstri Steingerður Þorkelsdóttir.
Um kveldit gekk Steingerðr frá dyngju sinni ok ambátt með henni. Þær
heyrðu inn í skálann til ókunnra manna. Ambáttin mælti: „Steingerðr
mín, sjám vit gestina.“ Hon kvað þess enga þǫrf ok gekk þó at hurðunni
ok sté upp á þreskjǫldinn ok sá fyrir ofan hlaðann;67 rúm var milli hleðans
[þ.e. hurðarinnar] ok þreskjaldarins; þar kómu fram fœtr hennar. Kormákr
sá þat ok kvað vísu:
…
Nú finnr Steingerðr, at hon er sén; snýr nú í skotit ok sér undir skegg
Hagbarði [líklega tréskurðarmynd]. Nú berr ljós í andlit henni. Þá
mælti Tósti [samferðamaður Kormáks]: „Kormákr, sér þú augun útar hjá
Hagbarðs-hǫfðinu? Kormákr kvað vísu:
…
Fyrri vísan er torskilin en útgefandi sögunnar í Íslenskum fornritum snýr
henni svona í óbundið mál á nútímaíslensku: „Nú varð ég gripinn rammri
ást; kona rétti fyrir skömmu rist sína fyrir mig. Þeir fætur munu oftar en nú
verða mér að meini. Ég þekki annars ekkert til meyjarinnar.“ Önnur vísan,
og sú þriðja sem hann yrkir líka, eru auðveldari og augljósari lofgerðir um
stúlkuna.68
(8) Síðar í Kormáks sögu er sagt frá því að Þórarinn Álfsson í Þambardal
á Ströndum nam á brott Steinvöru Oddsdóttur frá Tungu í Bitru og hafði
heim með sér. Hólmgöngu-Bersi Véleifsson tók að sér að endurheimta
hana og „kemr í Þambardal mjǫk at áliðnum degi, þá er konur gengu ór
dyngju.“69
(9) Við Valla-Ljóts sögu kemur Halli nokkur sem bjó einhvers staðar
í Eyjafirði með móður sinni. Frá þeim segir: „Nú líða stundir, ok þess
er getit einn dag, at konur váru í dyngju sinni ok Halli var þar kominn.
Móðir hans mælti: „Ek á at greiða málagjǫld í dag griðkonum várum.“
66 Hallfreðar saga 1939, bls. 144-145 (3.-4. kap.). Súreygr skýrir útgefandi sem „voteygður, augndapur“.
67 Óljóst er hvaða hlaði þetta er, en neðanmáls giskar útgefandi á að það sé misritun fyrir hleði (hurð),
og hafi hann ekki náð hærra en svo að Steingerður hafi getað horft yfir hann.
68 Kormáks saga 1939, bls. 206-208 (3. kap.).
69 Sama heimild, bls. 257-258 (15. kap.).