Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 58
57UM JARÐHÝSI, DYNGJUR OG BAÐSTOFUR
hennar, ok lyptisk hon ekki. Þrisvar fór svá. … Eptir þat snaraði hann hárit
um hǫnd sér ok vildi kippa henni af pallinum, en hon sat ok veiksk ekki.
Eptir þat brá hann sverði ok hjó af henni hǫfuðit, gekk þá út ok reið í brutt.75
Eins og nærri má geta galt Hallbjörn fyrir þetta með lífinu, og kom þá í ljós
að Snæbirni fannst málið sér skylt.76
Eins og titillinn segir nær Ordbog over det norrøne prosasprog aðeins yfir
óbundið mál. En í orðabók Sveinbjarnar Egilssonar og Finns Jónssonar,
Lexicon poeticum antiquæ linguæ septentrionalis, mun vera allt að því tæmandi
safn tilvísana til orðaforða bundins máls á vestnorrænu. Þar er vísað til
tveggja dyngna í merkingunni „kvindestue, husfruens og hendes tærners
arbejdsstue(-hus), ofte særskilt hus“.77
(14) Í Haraldskvæði, sem sagt er að norska hirðskáldið Þorbjörn
hornklofi hafi ort um Harald hárfagra, er æsku konungs meðal annars lýst
svona í síðari hluta 6. erindis:
Ungr leiddisk eldvelli
ok inni at sitja,
varma dyngju
eða vǫttu dúns fulla.
Útgefendur skýra eldvelli sem matreiðslu við eld svo að hér virðist sagt að
drengnum hafi leiðst að halda sig á hlýjum stöðum innanhúss.78
(15) Hitt dæmið í kveðskap stendur í Friðþjófssögu hins frækna, ungri
fornaldarsögu. Söguhetjan er á siglingu á skipinu Elliða í gerningaveðri
með mönnum af lágum ættum, meðal annarra Ásmundi, sem kveður vísu.
Í síðari hluta hennar yrkir hann:
Dælla er til dyngju
dagverð konum at færa
en sjó Elliða at ausa
á úrigri báru.
Friðþjófur svarar vísunni með því að segja: „Nú brá þér í þrælaættina.“79
Á hann þá sjálfsagt við að það sé ekki hlutverk annarra en þræla að færa
konum mat.
75 Landnámabók 1968, bls. 190, 192, 194 (Sturlubók, 152. kap.), sbr. 191, 193 (Hauksbók, 122. kap.).
76 Landnámabók 1968, bls. 191, 194, 388 (Hauksbók, 122., 343. kap., Sturlubók, 152., 389. kap.).
77 Sveinbjörn Egilsson 1913-16, bls. 91.
78 Poetry from the Kings’ Sagas I 2012, bls. 99-100.
79 Friðþjófs saga ins frækna 1954, bls. 85 (3. kap.).