Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 99
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS98
halda aðferðum og kortum einföldum til að draga úr kostnaði við verkið.
Af þessum sökum var lagt til að ekki yrðu gerðar hæðarmælingar eða
greiningar á gróðurfari.8
Þingsályktunartillaga um túnamælingar var lögð fram á Alþingi strax
sama haust. Helstu rökin sem lögð voru fram fyrir því að ráðast í þetta stóra
verkefni sneru að upplýsingaþörf hinnar nýstofnuðu Hagfræðistofu Íslands.
Stærðir túna og kálgarða höfðu reyndar verið skráðar allt frá lokum 18.
aldar (1787) þegar Rentukammerið skipaði fyrir um gerð búnaðarskýrslna.
Skýrslurnar voru teknar saman af hreppstjórum en upplýsingar um stærð
túna og kálgarða byggðu oftast aðeins á mati ábúenda/hreppstjóra en ekki
á eiginlegum mælingum. Túnamælingin var því talin nauðsynleg svo
að hægt væri að bæta hagfræði landsins og búnaðarskýrslur. Lagt var til
að samhliða f latarmálsmælingu af túnum og matjurtagörðum yrði gerð
ummálsteikning af öllum túnum og greint yrði á milli þess hluta túnsins
sem væri sléttur og þýfður.
Rúmu ári seinna, þann 14. mars 1914, sendi Stjórnarráðið Búnaðarfélagi
Íslands bréf þar sem það fór þess á leit að félagið setti fram tillögur um
mælingu túna og matjurtagarða og gerði rannsókn á því hvað slíkt kynni
að kosta. Stjórnarráðið fór þess einnig á leit að stjórn félagsins léti gera
drög að lagafrumvarpi kæmi í ljós að nauðsynlegt væri að semja lög um
framkvæmd mælinganna.
Sama sumar skrifaði Búnaðarfélagið fjórum af stærri búnaðar sam-
böndum sínum (Ræktunar félagi Norðurlands og Búnaðar sam böndum
Austur lands, Suður lands og Vest fjarða) og fól þeim að kanna hver kostnaður
við túnamælingar á þeirra svæði yrði. Í þessu skyni fengu samböndin
fjögur mælingamenn til að mæla tún í vikutíma þá um sumarið, eftir
þeim tilmælum sem komið höfðu fram í þingsályktunartillögunni.
Niðurstaða þessarar tilraunar var sú að ætla mætti að mæling meðaltúns
og matjurtagarða ásamt kortagerð tæki að meðaltali um 8,9 klukkustundir
og væri eitt dagsverk. Búnaðarfélagið ályktaði því að raunhæfast væri að
áætla að kostnaður við mælingar og kortagerð á einu býli væri dagslaun
mælingamanns, auk ferðakostnaðar og launa aðstoðarmanns eða samtals
um 8 krónur á býli. Þetta þýddi að ef mæld væru upp þau 6500 býli sem
þá voru í landinu yrði kostnaður við mælinguna um 52.000 kr. Til að setja
8 Þetta kemur fram í bréfi Búnaðarfélags Íslands en Jón Þorláksson landsverkfræðingur hafði m.a.
spurt um hæðarmælingar og gróðurfarsgreiningu. Bréf Búnaðarfélags Íslands til Stjórnarráðs.
Undirritað af Guðmundi Helgasyni, dagsett 13. ágúst 1915; bréf Stjórnarráðs Íslands til Jóns
Þorlákssonar landsverkfræðings, dagsett 4. maí 1916, 77 og bréf Jóns Þorlákssonar landsverkfræðings
til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 30. maí 1916.