Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 103
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS102
nauðsynlegt að allir lokauppdrættir væru dregnir með teiknibleki þótt ekki
hafi fundist tilskipun um það til mælingamanna.
Í reglugerðinni og skrifum í kjölfar hennar kemur ekkert fram um
mælingabækur, frumgögnin sem urðu til á vettvangi og virðist einfaldlega
ekki hafa verið hugað að því. Það var því ekki fyrr en í ágúst sama ár að
Stjórnarráðið sendi bréf til allra sýslumanna landsins þar sem þeim er tjáð
að mælingamönnum sé skylt að skila inn mælingabókum sínum um leið og
þeir skila inn túnakortunum. Í bréfinu kemur fram að nota megi í verkið
alls kyns minnisbækur, „varanlegar skrifbækur“ en mælingamenn þurfi að
kaupa þær sjálfir.18
Ráðning mælingamanna
Í reglugerð um túnamælingar er kveðið á um að sýslunefndir geri tillögur
að mælingamönnum í samvinnu við búnaðarfélögin en að það sé svo
Stjórnarráðsins að útnefna þá. Svo virðist sem búnaðarfélögin hafi ýmist
gert tillögur að mælingamönnum eða samþykkt þá mælingamenn sem
sýslunefndir lögðu til og skrifað bréf þess efnis til sýslumanns. Hann sendi
svo tillöguna til Stjórnarráðs sem þurfti að samþykkja hana formlega og
tilkynna um mælingamanninn.
Af bréfaskriftum að dæma virðist æði misjafnt hvernig var staðið að
ráðningu mælingamanna eftir sýslum. Í reglugerð um túnamælingar er
kveðið á um að sýslunefndum sé heimilt að fela búnaðarfélögum umsjón
með mælingunum svo lengi sem þau hlíti reglum Stjórnarráðsins. Þetta
nýttu nokkrar sýslunefndir sér og fól sýslunefnd Þingeyjarsýslna Ræktunar-
félagi Norður lands að sjá um mælingar í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu,
í Suður- og Norður-Múlasýslu tók Búnaðarsamband Austurlands að
sér mælingar og Búnaðar samband Vestfjarða í Norður-Ísafjarðarsýslu.19
Búnaðarsamband Borgar fjarðar sýslu bauðst til að taka að sér mælingar í
sýslunni fyrir jafnvel lægra kaup en þeir mælingamenn sem hlutu starfið og
lýsir sambandið undrun sinni á því að ekki hafi verið tekið tillit til tilboðs
þess í bréfaskriftum til Stjórnarráðsins en ekki er ljóst hvað olli.20
Í mörgum sýslum landsins útnefndu sýslunefndir einn mælingamann
18 Bréf Búnaðarfélags til Stjórnarráðs Íslands undirritað af Guðmundi Helgasyni, dagsett 29. maí 1916.
Tilskipun Stjórnarráðs Íslands frá 3. ágúst 1916 og bréf Stjórnarráðs Íslands til sýslunefndar Mýra- og
Borgarfjarðarsýslu, dagsett 21. febrúar 1917.
19 Útdráttur úr aðalfundargerð sýslunefndar í Suður-Þingeyjarsýslu 1.-4. mars 1916, dagsett 14. mars
1916 og bréf Stjórnarráðs Íslands til sýslunefndar í Þingeyjasýslum (minnisblað), dagsett 31. ágúst
1916. Bréf Búnaðarsambands Austurlands til sýslumanns í Suður-Múlasýslu, dagsett 20. júní 1916 og
bréf Búnaðarsambands Vestfjarða til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 4. júní 1916.
20 Bréf Búnaðarsambands Borgarfjarðar til sýslumanns Borgarfjarðarsýslu, dagsett 1. júní 1916.