Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 103

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 103
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS102 nauðsynlegt að allir lokauppdrættir væru dregnir með teiknibleki þótt ekki hafi fundist tilskipun um það til mælingamanna. Í reglugerðinni og skrifum í kjölfar hennar kemur ekkert fram um mælingabækur, frumgögnin sem urðu til á vettvangi og virðist einfaldlega ekki hafa verið hugað að því. Það var því ekki fyrr en í ágúst sama ár að Stjórnarráðið sendi bréf til allra sýslumanna landsins þar sem þeim er tjáð að mælingamönnum sé skylt að skila inn mælingabókum sínum um leið og þeir skila inn túnakortunum. Í bréfinu kemur fram að nota megi í verkið alls kyns minnisbækur, „varanlegar skrifbækur“ en mælingamenn þurfi að kaupa þær sjálfir.18 Ráðning mælingamanna Í reglugerð um túnamælingar er kveðið á um að sýslunefndir geri tillögur að mælingamönnum í samvinnu við búnaðarfélögin en að það sé svo Stjórnarráðsins að útnefna þá. Svo virðist sem búnaðarfélögin hafi ýmist gert tillögur að mælingamönnum eða samþykkt þá mælingamenn sem sýslunefndir lögðu til og skrifað bréf þess efnis til sýslumanns. Hann sendi svo tillöguna til Stjórnarráðs sem þurfti að samþykkja hana formlega og tilkynna um mælingamanninn. Af bréfaskriftum að dæma virðist æði misjafnt hvernig var staðið að ráðningu mælingamanna eftir sýslum. Í reglugerð um túnamælingar er kveðið á um að sýslunefndum sé heimilt að fela búnaðarfélögum umsjón með mælingunum svo lengi sem þau hlíti reglum Stjórnarráðsins. Þetta nýttu nokkrar sýslunefndir sér og fól sýslunefnd Þingeyjarsýslna Ræktunar- félagi Norður lands að sjá um mælingar í Suður- og Norður-Þingeyjarsýslu, í Suður- og Norður-Múlasýslu tók Búnaðarsamband Austurlands að sér mælingar og Búnaðar samband Vestfjarða í Norður-Ísafjarðarsýslu.19 Búnaðarsamband Borgar fjarðar sýslu bauðst til að taka að sér mælingar í sýslunni fyrir jafnvel lægra kaup en þeir mælingamenn sem hlutu starfið og lýsir sambandið undrun sinni á því að ekki hafi verið tekið tillit til tilboðs þess í bréfaskriftum til Stjórnarráðsins en ekki er ljóst hvað olli.20 Í mörgum sýslum landsins útnefndu sýslunefndir einn mælingamann 18 Bréf Búnaðarfélags til Stjórnarráðs Íslands undirritað af Guðmundi Helgasyni, dagsett 29. maí 1916. Tilskipun Stjórnarráðs Íslands frá 3. ágúst 1916 og bréf Stjórnarráðs Íslands til sýslunefndar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, dagsett 21. febrúar 1917. 19 Útdráttur úr aðalfundargerð sýslunefndar í Suður-Þingeyjarsýslu 1.-4. mars 1916, dagsett 14. mars 1916 og bréf Stjórnarráðs Íslands til sýslunefndar í Þingeyjasýslum (minnisblað), dagsett 31. ágúst 1916. Bréf Búnaðarsambands Austurlands til sýslumanns í Suður-Múlasýslu, dagsett 20. júní 1916 og bréf Búnaðarsambands Vestfjarða til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 4. júní 1916. 20 Bréf Búnaðarsambands Borgarfjarðar til sýslumanns Borgarfjarðarsýslu, dagsett 1. júní 1916.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.