Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 109

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 109
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS108 Vettvangsvinna Ekki er vitað hvernig ábúendur tóku mælingamönnum og engin gögn hafa fundist á Þjóðskjalasafni sem varpa ljósi á samskipti mælingamanna og bænda. Í upphafi var gert ráð fyrir að mælingamenn hefðu aðstoðarmann með sér en síðar var fallið frá því og sagt að þess í stað gætu þeir leitað aðstoðar á bæjum og greitt þóknun fyrir það ef þyrfti.34 Engar heimildir fundust um hvort slíkar þóknanir voru greiddar og þá hversu háar. Í bréfaskriftum kemur fram að leitast var við að nota unglinga til þessara verka. Ekki er ólíklegt að bændur hafi haft nokkuð misjafnar skoðanir á mælingunum, sér í lagi þar sem greiðslur fyrir verkið lentu að talsverðu leyti á þeim. Nokkrar vísbendingar fundust í bréfasafni um að bændur hefðu ekki alltaf tekið vel í mælingu túna. Eigandi Arnarholts í Stafholtstungnahreppi vildi til að mynda ekki láta mæla hjá sér og sagðist ætla að gera það sjálfur og því voru öll tún í hreppnum nema Arnarholt send inn en Arnarholt skilaði sér aldrei. Svipað virðist hafa gerst með eiganda Höskuldsstaða í Laxárdal sem fékk leyfi mælingamanns til að mæla sitt tún sjálfur en gerði það svo ekki en þar gerði mælingamaðurinn sér sérstaka ferð til að mæla það síðar.35 Í fyrirspurn frá Búnaðarsambandi Austurlands frá 1917 er leitað álits á því hvort landeigandi geti neitað því að mælt sé sérstaklega fyrir hvert býli á jörð hans en Búnaðarfélagið sem fengið var til umsagnar um fyrirspurnina segir í svari sínu að það geti hann ekki en minnir á að aðeins verði krafist greiðslu frá honum fyrir þau býli sem metin séu til dýrleika.36 Þrátt fyrir einstaka dæmi um að ábúendur/landeigendur hafi ekki tekið vel í mælingarnar bendir f lest til að mælingamönnunum hafi víðast verið vel tekið og er t.d. ekki að finna neinar vísbendingar um að þeir hafi átt í vandræðum með að fá aðstoðarmenn á bæjunum. Mælingaaðferðir og -bækur Við rannsókn á túnakortum var farið yfir allar mælingabækur sem fundust á Þjóðskjalasafni Íslands, þ.e. frumgögn, sem og túnakortin sjálf. Mælingabækurnar eru mikilvægar til að meta þær aðferðir sem notaðar voru við mælingarnar og áreiðanleika túnakortanna og skýra að hluta þann breytileika 34 Fylgiskjal með drögum að reglugerð um túnamælingar, frá Búnaðarsambandi Íslands til Stjórnarráðs, dagsett 29. desember 1915. 35 Bréf frá skrifstofu Mýra- og Borgarfjarðarsýslu til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 26. ágúst 1917 og bréf Jóhannesar Guðmundssonar mælingamanns til Þorsteins Þorsteinssonar sýslumanns í Dalasýslu, dagsett 5. desember 1920. 36 Bréf Búnaðarsambands Austurlands til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 16. júní 1917 og bréf Búnaðarfélags Íslands til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 16. nóvember 1917.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.