Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 111

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 111
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS110 í einhverjum hreppum á Austurlandi og mögulega á Vestfjörðum. Í báðum tilfellum virðist hafa ráðið úrslitum að um mjög reynda mælingamenn var að ræða. Því miður hafa ekki varðveist frumgögn af umræddum svæðum og því ekki hægt að staðfesta hvort borðmæling var notuð og bendir reyndar sumt til að svo hafi á endanum ekki orðið.41 Keðjumæling felst í því að lögð er út ein grunnlína eða f leiri (e. baseline) og út frá henni er svo mældar fjarlægðir hornrétt, s.s. að túnjaðri, mannvirkjum eða öðru því sem mæla þarf. Við slíkar mælingar var stundum notaður hornspegill, til að auðveldara væri að miða út rétt horn.42 Mælingarnar voru skráðar í mælingabók en sjálf teikningin af túninu gerð síðar. Við borðmælingu (e. plain table) er notað mælingaborð sem er með miðpunkt og mælistiku með stjörnusigti (e. alidade). Borðið er sett upp í fullkomlega lárétta stöðu og blað fest á það. Frá því er svo miðuð átt og fjarlægð (með málbandi) að því sem teikna á og kortið teiknað í kvarða á staðnum. Misjafnt er hvort mælingaborðið er sett upp á einum stað og fjarlægðir mældar allt í kring eða hvort það var sett upp á tveimur eða f leiri stöðum. Stundum er sett upp grunnlína og mælingaborðið sett upp á báðum endum hennar en stundum á nokkrum völdum stöðum þar sem yfirsýn er góð.43 Öll frumgögn mælinga sem varðveitt eru á Þjóðskjalasafni bera vitni um keðjumælingar. Auk mælingabóka má álykta um mælingar í talsverðum fjölda hreppa m.a. út frá vísbendingum á sjálfum túnakortunum en merki grunnlína er að finna á um helmingi túnakortanna. Stundum voru grunnlínurnar blekaðar inn en víða má einungis greina óljós merki eftir útstrokaðar línur. Í miklum meirihluta hreppa, eða a.m.k. í 76% tilfella má því segja með vissu að mælt hafi verið með keðjumælingu. Í öðrum hreppum fundust ekki greinilegar vísbendingar um mælingaaðferð, þ.e. hvorki höfðu varðveist frumgögn né heldur fundust nokkrar vísbendingar á sjálfum túnakortunum eða í bréfasafni um mælingaaðferð. Líklegast er að flestir og mögulega allir þessir hreppar hafi verið mældir með keðjumælingu. Mælingabækurnar voru, eins og áður kom fram, eign mælingamanna og um þær giltu ekki aðrar reglur en að þær þyrftu 41 Bréf Búnaðarsambands Austurlands til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 3. mars 1917; bréf Stjórnarráðs Íslands til Búnaðarsambands Austurlands 11. maí 1917; bréf Búnaðarsambands Austurlands til Stjórnarráðs Íslands 28. febrúar 1918; bréf Stjórnarráðs Íslands til Búnaðarsambands Austurlands 15. apríl 1918; bréf Kristins Guðlaugssonar til Stjórnarráðs, dagsett 28. jan 1917; bréf Búnaðarfélags Íslands til Stjórnarráðs Íslands, dagsett 17. febrúar 1917; bréf Stjórnarráðs Íslands til Kristins Guðlaugssonar, dagsett 22. febrúar 1917. Enda þótt þessar bréfaskriftir hafi átt sér stað í upphafi árs 1917 virðist Kristinn ekki hafa mælt tún fyrr en 1921 samkvæmt dagsetningu á túnakorti. 42 Góða lýsingu á mælingaaðferðinni er að finna í A Practical Guide to Recording Archaeological sites 2011, bls. 39 og áfram. 43 A Practical Guide to Recording Archaeological sites 2011, bls. 51-60.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.