Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 137
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS136
búnaðarskýrslum sem sendar voru inn var líka algengt að ekki væri fyllt út
í reiti um túnstærð og kálgarða og því þurfti annað hvort að nota gamlar
upplýsingar eða ágiskanir þegar stærð túna var áætluð í sumum hreppum
eða sýslum.68 Túnamælingunum var ætlað að bæta úr þessu.
Nýjar tölur um stærðir túna og matjurtagarða tóku að berast með
túnakortum árið 1917 og var byrjað að nota þær, eins langt og þær náðu,
við gerð búnaðarskýrslna strax sama ár. Túnakortin urðu helsta heimild
skýrslnanna hvað þessi atriði varðaði næstu ár.
Strax í upphafi 20. aldar unnu bændur víða að því að stækka tún sín og
matjurtagarða þótt aukningin hafi orðið enn meiri þegar komið var undir
miðbik aldarinnar og vélvæðing jókst. Á tímabilinu 1900-1940 stækkuðu
tún á landsvísu að meðaltali um 1-2% árlega en kálgarðar að meðaltali um
4%.69 Þegar skoðað er hvort hinar nýju mælingar hafi umbylt upplýsingum
um stærð túna og kálgarða hér á landi verður að hafa þessa árlegu aukningu
í huga. Þegar hún er höfð til hliðsjónar má sjá að einhverjar breytingar
verða á tölum um tún- og kálgarðastærðir umfram árlega meðaltalshækkun
fyrstu árin sem tölur úr túnamælingum koma inn. Þannig hækka tölur
um f latarmál túna hér á landi vel umfram meðaltal þrjú ár af fyrstu fimm
árunum sem kortunum var skilað inn.70 Önnur ár reyndist hækkunin
milli ára vera í kringum eða undir meðaltali. Svipaða sögu er að segja um
kálgarðana. Árið 1917, þegar upplýsingar um stærðir kálgarða voru fyrst
skráðar af túnakortum var fermetraaukning á milli ára tvöfalt meiri en í
meðalári (eða 9,4% í stað um 4%). Árin 1921 og 1923 var aukningin líka
umfram meðaltal en önnur ár sem túnakortum var skilað inn en annars
var hún áþekk og í meðalári. Samanlagt má gera ráð fyrir að á tímabilinu
1917-1921 hafi túnamælingarnar leiðrétt upplýsingar um stærðir túna og
kálgarða örlítið þar sem þær reyndust örlítið vanmetnar áður, en gera má
ráð fyrir að þessi leiðrétting hafi verið innan við 2% af meðaltali. Árin
eftir 1921 bættust hins vegar fáar skýrslur um túnamælingar við og því
var mat á stærð túna og kálgarða að mestu byggt á gömlum túnakortum
(þ.e. túnakortum sem höfðu verið send inn árin á undan). Sú leiðrétting á
stærðum túna og kálgarða sem gera má ráð fyrir að hafi átt sér stað á árunum
1922-1929 var því í f lestum tilfellum ekki skráð í búnaðarskýrslur (heldur
bara notast við gömlu túnakortin) og því stóðu landstölur um áætlaða stærð
68 Búnaðarskýrslur 1917, 1919, bls. 19
69 Umfjöllun um stærð túna og kálgarða sem fylgir hér á eftir byggir á búnaðarskýrslum frá 1900-
1940 sem annars vegar má finna í: Landhagskýrslur fyrir Ísland 1900-1912 og hins vegar í útgefnum
búnaðarskýrslum.
70 Um tæp 5% árið 1917, um 3,3% 1920 og 2,6% 1921.