Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 138

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 138
137SVIPMYND AF MENNINGARLANDSLAGI – ÍSLENSK TÚNAKORT kálgarða og túna hartnær í stað á árunum 1922-1929. Árið 1930 þegar aftur var notað nýtt og uppfært mat á stærð túna og kálgarða úr Fasteignamati tók áætluð stærð túna hins vegar stökk upp á við um tæp 13% og stærð kálgarða um 7,3%. Það er því ekki að sjá að túnakortagerðin hafi haft afgerandi eða varanleg áhrif á mat á stærðum túna og kálgarða. Af þessu má álykta að stærð túna og kálgarða hafi í rauninni verið ágætlega áætluð áður en túnakortaverkefnið fór af stað og kerfisbundin uppmæling á túnum gerð. Árið 1930 var síðustu túnamælingunum skilað og mætti því segja að það ár marki verklok. Þá voru 14 ár liðin frá fyrstu mælingum og elstu kortin orðin of gömul til að teljast fullkomlega sambærileg við þau yngstu. Sama ár var hætt að nota mælingar af túnakortum í búnaðarskýrslum (nema þar sem yngri mælingar vantaði)71 og má því segja að túnakortin hafi orðið úreld sem mæligögn um leið og kortagerðinni lauk. Vægi túnamælinganna fyrir hagtölur reyndist því ekki eins mikið og gert var ráð fyrir í upphafi en túnakortin urðu engu að síður gríðarlega mikilvæg heimild, þrátt fyrir að það hafi orðið á annan hátt en gert var ráð fyrir í upphafi. Þrátt fyrir að túnakortin hafi f ljótt fallið úr gildi sem heimild um stærðir túna og kálgarða þá hafa kortin hlotið endurnýjun lífdaga á síðustu tveimur áratugum eins og áður hefur komið fram. Þau hafa orðið eitt helsta hjálpargagn fornleifafræðinga við að staðsetja minjar í túnum, sér í lagi þar sem yfirborðsummerki um fornar byggingar eru horfin. Áreiðanleiki túnakortanna Á Fornleifastofnun Íslands ses. hafa túnakort verið notuð við fornleifa- skráningu allt frá upphafi. Á síðustu tveimur áratugum hafa fornleifa- fræðingar á vegum stofnunarinnar skráð meira en 30.000 minjastaði á vettvangi.72 Við þessa skráningu hafa a.m.k. eitt þúsund túnakort verið notuð á vettvangi til að staðsetja minjar í túnum. Sú reynsla sem fengist hefur af notkun kortanna bendir til að túnakortin séu almennt merkilega áreiðanleg heimild hvað varðar megindrætti túna og grófa staðsetningu húsa og kálgarða. Þrátt fyrir það hafa fornleifafræðingar rekist á ýmis vandamál við notkun kortanna og verða hér nefnd nokkur dæmi. Við rannsókn á túnakortunum var rætt við tíu fornleifafræðinga hjá 71 Búnaðarskýrslur 1930, 1933, bls. 8-9. 72 Byggt á ÍSLEIFU: gagnagrunni Fornleifastofnunar Íslands ses. um fornleifar. Höfundur er starfsmaður á Fornleifastofnun Íslands og því miðast úttektin við reynslu hans og samstarfsmanna hans. Rétt er hins vegar að geta þess að fleiri fornleifafræðingar og stofnanir hafa notað túnakortin á undanförnum árum þótt ekki sé fjallað um reynslu þeirra í greininni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.