Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 154
STEFÁN ÓLAFSSON
HEIMAGRAFREITIR Á ÍSLANDI
Inngangur
Elstu lög um greftrun manna á Íslandi er að finna í Kristinna laga þætti
Grágásar. Þar segir að lík skuli grafið í kirkjugarði en þó með fjórum
undantekningum: ef viðkomandi var óskírður, skógarmaður, sjálfsmorðingi
eða ef biskup bannaði að viðkomandi væri grafinn innan kirkjugarðs.1
Þessi lög eru að stofni til alveg þau sömu og birt voru í Kristnirétti Árna
Þorlákssonar frá 13. öld þó að orðalagið í lagasafni Árna sé nákvæmara.2
Svo virðist sem þessi lög haldist að stórum hluta óbreytt til 18. aldar því 9.
ágúst 1737 voru sett ný lög þar sem eingöngu glæpamenn sem voru af lífaðir
máttu ekki hvíla í kirkjugarði.3 Það var síðan ekki fyrr en öld seinna, 25.
júní 1869, að sett voru lög þar sem kveðið var á um að refsing glæpamanna
ætti ekki að ná út fyrir gröf og dauða og fengu þeir þá leg í kirkjugarði þótt
yfirsöngur væri enginn.4 Þær lagabreytingar sem hér verða til umfjöllunar
snerta þó endalok dæmdra sakamanna ekki neitt heldur snúast þær um
leyfi til sjálfseignabænda um greftrun fyrir sig og fjölskyldu sína annars
staðar en í sóknarkirkjugarðinum. Þessar lagabreytingar voru samþykktar
1901 og 1902 og fólst í þeim tækifæri fyrir þá sem það vildu, að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum, að jarða fólk í þar til gerðum heimagrafreit sem
var í þeirra eigin landi. Þessar reglubreytingar urðu í kjölfar umsókna frá
bændum til biskups og konungs á seinni hluta 19. aldar um að mega taka
upp slíka grafreiti. Hér verður rakin saga heimagrafreita á Íslandi, upphaf
þeirra og endalok, út frá því lagaumhverfi sem þróaðist um þá.
Greinin er afrakstur verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði
námsmanna árið 2011 og var hluti af rannsóknarverkefninu Gröf og dauði
undir stjórn Adolfs Friðrikssonar og Orra Vésteinssonar. Við rannsóknina
1 Grágás 1852, bls. 7-12
2 Járnsíða og Kristniréttur Árna Þorlákssonar 2005, bls. 156-158.
3 Lovsamling for Island 1721-1748, bls. 291-292.
4 Lovsamling for Island 1868-1870, bls. 176.