Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 161

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Side 161
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS160 aðaláherslan á umhirðu og viðhald kirkjugarðanna. Sveinbjörn Högnason lýsir því meira að segja yfir að útlendingar túlki hirðuleysið, sem hann vildi meina að Íslendingar sýni kirkjugörðum, sem vott um skrælingjahátt.39 Það var þó ekki fyrr en frumvarpið var á lokasprettinum sem það komst meiri hiti í umræðurnar, Jóni Jónssyni f lutningsmanni frumvarpsins til nokkurrar undrunar.40 Ástæðan var sú, eins og hér hefur komið fram, að það hafði f lotið í gegnum þingið svo til án umræðu en nú var svo komið að mestur styrinn stóð um heimagrafreitina og þá hversu auðvelt það ætti að vera fyrir jarðeigendur að koma sér upp heimagrafreit. Þeir sem létu sig málið varða voru áðurnefndir Jón Jónsson og Sveinbjörn Högnason sem báðir vildu setja hömlur á upptöku nýrra heimagrafreita en andsnúnir þeim voru Steingrímur Steinþórsson, Sveinn Ólafsson og Lárus Helgason sem einnig voru þingmenn Framsóknarf lokks. Aðalrökin sem reifuð voru gegn heimagrafreitum voru að þeir myndu falla í órækt.41 Sagðist Sveinbjörn Högnason sjálfur þekkja dæmi þess að þar sem ætt væri farin af jörðinni stæði garðurinn eftir í órækt42 og tilgangurinn með frumvarpinu var jú einmitt að færa viðhald og meðferð allra kirkjugarða í betra horf en þeir höfðu áður verið í.43 Steingrímur Steinþórsson og Sveinn Ólafsson, sögðust aftur á móti þekkja til margra heimagrafreita sem væru í mun betra ástandi en almennir kirkjugarðar.44 Þessi þekking þeirra var ekki síður persónuleg en þekking Sveinbjörns því að báðir höfðu þeir heimagrafreiti á jörðum sínum og áttu báðir eftir að vera jarðsettir í þeim. Steingrími og Sveini fannst sú upphæð sem krafist var í frumvarpinu, og átti að mynda eins konar viðhaldssjóð fyrir grafreitinn, allt of há en þar var farið fram á 600 kr.45 Þetta fannst þinginu greinilega líka því að breytingartillaga þeirra félaga um að lækka upphæðina í 150 kr. var samþykkt með miklum meirihluta.46 Kirkjugarðalögin voru samþykkt 23. júní 1932 og stóðu þau svo til óbreytt í yfir þrjátíu ár. Á þessu 30 ára tímabili urðu örfáar og kannski smávægilegar breytingar á lögunum sem sneru ekki beint að reglunum um heimagrafreiti en það er samt vert að minnast á þær. Snemma árs 1949 var samþykkt breytingartillaga við 16. gr. laganna sem snýr að fjölda fulltrúa 39 Alþingistíðindi 1932, B-deild, dálkur 1992-1993. 40 Alþingistíðindi 1932, B-deild, dálkur 1991. 41 Um þetta atriði fjölluðu bæði Jón Jónsson og Sveinbjörn Högnason í öll þau skipti sem þeir tóku til máls. Alþingistíðindi 1932, B-deild, bls. 1983-2010. 42 Alþingistíðindi 1932, B-deild, dálkur 1999. 43 Alþingistíðindi 1930, C-deild, dálkur 469 og Alþingistíðindi 1931, C-deild, dálkur 599-601. 44 Alþingistíðindi 1932, B-deild, dálkur 2006. 45 Alþingistíðindi 1932, B-deild, dálkur 2002. 46 Alþingistíðindi 1932, B-deild, dálkur 2010.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.