Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 163
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS162
úr fegurð og gæðum sóknarkirkjugarðsins. Fleiri ástæður voru einnig
reifaðar og þá helst sú að þegar jörð með heimagrafreit skipti um eiganda
vilji nýi eigandinn ekkert með heimagrafreitinn gera.56
Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 18. apríl 1958 og kynnti Sigurvin
Einarsson þingmaður Framsóknarf lokks efni þess.57 Það var tekið af dagskrá
22. apríl sama ár og sent kirkjuráði, Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
skipulagsnefnd ríkisins og bæjarstjórn Reykjavíkur til umsagnar. Ári
seinna var óbreytt frumvarpið aftur lagt fyrir þingið og hafði enginn
umsagnaraðilanna skilað af sér áliti nema kirkjuráð.58 Menntamálanefnd
treysti sér ekki til þess að mæla með því að það yrði tekið fyrir óbreytt59 og
sendi frá sér nefndarálit þess efnis.60 Var þeirri ákvörðun fagnað í efri deild
þar sem frumvarpið var kallað ,,óskapnaður“.61 Endalok þessa frumvarps
urðu þau að þegar það var tekið af dagskrá í maí 1959 fór þingið fram á
að það yrði sent öllum söfnuðum til álitsgerðar og síðan yrði samið nýtt
frumvarp með hliðsjón af þeirri vinnu.62
Kirkjuþing tók aftur við frumvarpinu til lagfæringar sama ár (þ.e. 1959)
og þá voru aðalbreytingarnar gerðar á greinum 15, 30 og svo á grein 31 sem
sneri að veitingu leyfis fyrir heimagrafreit. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi
átti alveg að banna upptöku nýrra heimagrafreita.63 Í greinargerðinni
sem fylgdi þessu frumvarpi komu fram svipaðar ástæður og áður, sem sé
að heimagrafreitir væru aðeins tískufyrirbrigði sem yrðu að vandamáli
þegar jörð skipti um eigendur.64 Eftir breytingar samþykkti Kirkjuþing
frumvarpið einróma. Þóttust menn hafa vandað svo til verksins að ekki
þyrfti að senda til safnaðanna það en þess aftur á móti óskað að það fengi
hraða afgreiðslu á Alþingi.65
Frumvarpið fékk mjög f ljóta afgreiðslu, aðra þó en menn höfðu vonað.
Var frumvarpið lagt fyrir Alþingi í febrúar 1961 og tekið af dagskrá rúmri
viku seinna.66 Kirkjumálaráðherra skipaði nýja nefnd til að fara yfir
frumvarpið þá um haustið.67 Þessi nefnd gerði mun meiri breytingar á
56 Alþingistíðindi 1957, A-deild, bls. 730.
57 Alþingistíðindi 1957, C-deild, dálkur 321.
58 Alþingistíðindi 1958, C-deild, bls. 56.
59 Alþingistíðindi 1958, C-deild, dálkur 59-60.
60 Alþingistíðindi 1958, A-deild, bls. 1047.
61 Alþingistíðindi 1958, C-deild, dálkur 56-60.
62 Alþingistíðindi 1958, C-deild, dálkur 60-62.
63 Alþingistíðindi 1961, A-deild, bls. 922.
64 Alþingistíðindi 1961, A-deild, bls. 926.
65 Alþingistíðindi 1961, A-deild, bls. 924.
66 Alþingistíðindi 1961, C-deild, dálkur 511-512.
67 Alþingistíðindi 1962, A-deild, bls. 914.