Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 163

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 163
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS162 úr fegurð og gæðum sóknarkirkjugarðsins. Fleiri ástæður voru einnig reifaðar og þá helst sú að þegar jörð með heimagrafreit skipti um eiganda vilji nýi eigandinn ekkert með heimagrafreitinn gera.56 Frumvarpið var tekið til fyrstu umræðu 18. apríl 1958 og kynnti Sigurvin Einarsson þingmaður Framsóknarf lokks efni þess.57 Það var tekið af dagskrá 22. apríl sama ár og sent kirkjuráði, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, skipulagsnefnd ríkisins og bæjarstjórn Reykjavíkur til umsagnar. Ári seinna var óbreytt frumvarpið aftur lagt fyrir þingið og hafði enginn umsagnaraðilanna skilað af sér áliti nema kirkjuráð.58 Menntamálanefnd treysti sér ekki til þess að mæla með því að það yrði tekið fyrir óbreytt59 og sendi frá sér nefndarálit þess efnis.60 Var þeirri ákvörðun fagnað í efri deild þar sem frumvarpið var kallað ,,óskapnaður“.61 Endalok þessa frumvarps urðu þau að þegar það var tekið af dagskrá í maí 1959 fór þingið fram á að það yrði sent öllum söfnuðum til álitsgerðar og síðan yrði samið nýtt frumvarp með hliðsjón af þeirri vinnu.62 Kirkjuþing tók aftur við frumvarpinu til lagfæringar sama ár (þ.e. 1959) og þá voru aðalbreytingarnar gerðar á greinum 15, 30 og svo á grein 31 sem sneri að veitingu leyfis fyrir heimagrafreit. Samkvæmt þessu nýja frumvarpi átti alveg að banna upptöku nýrra heimagrafreita.63 Í greinargerðinni sem fylgdi þessu frumvarpi komu fram svipaðar ástæður og áður, sem sé að heimagrafreitir væru aðeins tískufyrirbrigði sem yrðu að vandamáli þegar jörð skipti um eigendur.64 Eftir breytingar samþykkti Kirkjuþing frumvarpið einróma. Þóttust menn hafa vandað svo til verksins að ekki þyrfti að senda til safnaðanna það en þess aftur á móti óskað að það fengi hraða afgreiðslu á Alþingi.65 Frumvarpið fékk mjög f ljóta afgreiðslu, aðra þó en menn höfðu vonað. Var frumvarpið lagt fyrir Alþingi í febrúar 1961 og tekið af dagskrá rúmri viku seinna.66 Kirkjumálaráðherra skipaði nýja nefnd til að fara yfir frumvarpið þá um haustið.67 Þessi nefnd gerði mun meiri breytingar á 56 Alþingistíðindi 1957, A-deild, bls. 730. 57 Alþingistíðindi 1957, C-deild, dálkur 321. 58 Alþingistíðindi 1958, C-deild, bls. 56. 59 Alþingistíðindi 1958, C-deild, dálkur 59-60. 60 Alþingistíðindi 1958, A-deild, bls. 1047. 61 Alþingistíðindi 1958, C-deild, dálkur 56-60. 62 Alþingistíðindi 1958, C-deild, dálkur 60-62. 63 Alþingistíðindi 1961, A-deild, bls. 922. 64 Alþingistíðindi 1961, A-deild, bls. 926. 65 Alþingistíðindi 1961, A-deild, bls. 924. 66 Alþingistíðindi 1961, C-deild, dálkur 511-512. 67 Alþingistíðindi 1962, A-deild, bls. 914.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.