Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Page 172
ÓLAFUR RASTRICK
RITDÓMUR: ÞJÓÐMINJAR
Margrét Hallgrímsdóttir. Þjóðminjar.
Rit stjóri: Anna Lísa Rúnarsdóttir.
Mynda ritstjóri: Inga Lára Baldvinsdóttir.
Reykjavík: Þjóðminjasafn Íslands og
Crymogea 2016. (Rit Þjóðminjasafns
Íslands 42), 352 bls.
Tileinkunarorð bókar Margrétar
Hallgrímsdóttur, Þjóðminjar, eru
sótt til Vigdísar Finnbogadóttur:
„Enginn framtíð er til án fortíðar.
Æskan er framtíðin. Besta vega-
nesti hennar til mannvits og
skilnings er að þekkja vel það
sem á undan er gengið, kjör og
athafnir þess fólks sem áður lifði
í landinu.“ Orð Vigdísar setja
tóninn fyrir verkið sem er ætlað að veita yfirsýn um og vekja athygli
á íslenskum þjóðminjum, umfangi þeirra og gildi eins og þær birtast í
safnkosti Þjóðminjasafns Íslands, varðveislu hans, rannsóknum og miðlun.
Verkinu er skipti í fimm megin hluta. Fyrst eru sögulegum þáttum úr
safnastarfinu frá því að safninu var komið á fót árið 1863 gerð skil, þá fjallað
um rannsóknir á íslenskri efnismenningu og svo miðlun menningararfsins.
Lengsti hlutinn fjallar um safnkostinn sjálfan þar sem veitt er yfirlit yfir
mismunandi f lokka hans og um leið veitt innsýn í ákveðnar tegundir
safngripa, einstakar minjar og munir teknir til umræðu auk annars sem
safnið varðveitir. Í lokin er vikið að samskiptum við útlönd, endurheimt
gripa erlendis frá og alþjóðlegri samvinnu á sviði safnamála. Bókin er í
stóru broti, vel á fjórða hundrað síður, prentuð á þykkan og áferðarfallegan
pappír, ríkulega myndsett vel unnum myndum og almennt hinn laglegasti
prentgripur. Umbrotið er í f lesta staði vel heppnað þótt einstaka þætti hefði
RITDÓMAR