Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 183

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2017, Blaðsíða 183
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS182 glöggvunar við lestur textans og sem samanburðarefni en standa þar fyrir utan auðvitað sem sjálfstæðar heimildir. Efnistökin og skipulag bókarinnar falla vel að þeim markmiðum sem henni eru settar, að koma niðurstöðum fornleifarannsóknanna á framfæri og setja efnið í víðara samhengi. Helst mætti kannski finna að því að samþætting fornleifa- og ritheimilda hefur heppnast misvel. Ágætlega tekst til í sjöunda kaf la þar sem niðurstöður fornleifarannsóknanna og ritheimildir eru leiddar saman til að upplýsa um mögulegt helgihald á staðnum á miðöldum. Hins vegar tekst þetta síður vel í kaf la fjögur sem fjallar um byggingaskeið og þróun kirknanna. Kaf lanum er skipt upp í tímabil sem ráðast af aðskildum byggingafösum kirknanna og þeim ritheimildum sem til eru. Texti kaf lans er að stórum hluta fornleifafræðilegs eðlis og byggir á lýsingum og túlkunum á jarðlögum og öðrum fornleifafræðilegum heimildum úr uppgreftrinum. Inn í hann er svo skotið upplýsingum og úrvinnslu úr ýmsum samtímaritheimildum sem ætlaðar eru til frekari glöggvunar og til að setja fornleifarnar í samhengi. Í kaf lanum má t.a.m. finna ítarefni um hvaða prestar sátu staðinn, úttektir kirknanna auk lýsinga á messuhaldi á 19. öld. Að mínu mati verður þessi nálgun til þess að kaf linn verður of sundurleitur. Áhugaverðar upplýsingar og túlkanir týnast í lýsingum á uppgraftarniðurstöðum sem teljast fremur þurr lesning á köf lum. Ef til vill hefði farið betur á því að hafa sérstakan kaf la með túlkun fornleifanna og niðurstöðurnar síðan settar í frekara samhengi við ritheimildir í öðrum kaf la. Þannig hefði á læsilegri hátt mátt nýta þessar margþættu heimildir til að draga upp heildstæða mynd af þróun kirkjubygginganna og sögu staðarins. Bókin um kirkjur Reykholts er vandað framlag til fornleifafræði sem ber gott vitni þeirri þverfaglegu nálgun sem Reykholtsrannsóknin byggði á. Hún er ekki bara mikilvæg viðbót við sögu Reykholtsstaðar heldur einnig við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu kirkjubygginga á Íslandi frá miðöldum fram á nýöld. Heimildir Guðmundur Ólafsson og Steinunn Kristjánsdóttir (ritstj.). 2009. Endurfundir. Fornleifarannsóknir styrktar af Kristnihátíðarsjóði 2001-2005. Þjóðminjasafn Íslands, Reykjavík. Hörður Ágústsson. 1990. Skálholt. Kirkjur. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.