Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 17

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 17
Útijundur verkalýðsfélaganna á Lœkjartorgi 1. maí 1947. að, meginhluta þess stingur „eigandinn“, atvinnurek- andinn, kapitalistinn, í sinn eigin vasa. Aður fyrr var vinnutíminn kominn undir geðþótta og duttlungum kapitalistans, var ótakmarkaður og kaup- ið miðað við það að verkamennirnir gætu haldið kröft- um til að framleiða meiri verðmæti og jafnframt aukið kyn sitt til þess að nýtt vinnuafl væri til staðar til á- framhaldandi framleiðslu þegar hinir féllu í valinn af slysum, elli eða ofþrælkun fyrir aldur fram. Þannig var þetta unz vinnustéttirnar fundu það ráð að bindast samtökum til að fá bætt kjör, aukna hlutdeild í arði vinnu sinnar, hækkað kaup og styttri vinnutíma. Skap- endur verðmætanna, lífsgæðanna, heimtuðu réttlæti. Þannig varð 1. maí til sem baráttudagur verkalýðs- ins, dagurinn þegar allt vinnandi fólk ber frarn kröfúr sínar um réttlæti. — Orlögin eru stundum kaldhæðin og það kann að vera að það hljómi nöturlega í eyrum þeirra sem nú mæna heitustu vonaraugum í vestur og setja allt sitt traust á kapítalismann í Bandaríkjunum, að baráttudagurinn 1. maí rann raunverulega í vestri, ólíkt öllum öðrum dögum. Það voru bandarískir.verka- menn sem fyrstir ákváðu að gera 1. maí að baráttudegi til að knýja fram 8 stunda vinnudag, og á þingi II. Al- þjóðasambandsins í París 1898 var ákveðið að 1. maí skyldi vera alþjóðabaráttudagur vinnandi fólks fyrir auknu réttlæti, og þá fyrst og fremst 8 stunda vinnudegi. Engir hafa orðið réttlæti oftar á vörunum en auð- mannastéttin. Engir menn í heiminum óttast réttlæti jafnmikið og auðmennirnir. Það er vegna þess að ef réttlætið réði rnyndi það fólk sem vinnur fá óskertan arð vinnu sinnar; kapitalistinn yrði að afsala sér for- réttindum sínum, hann yrði að hætta að lifa á arðinum af vinnu annarra manna. Þess vegna óttast kapítalistarnir réttlæti og hata það. Þess vegna beita þeir öllum ráðum, allt frá fortölum til vopnavalds til að halda réttlætinu fyrir hinu vinnandi fólki. Kapítalistarnir hafa ekki aðeins hæðzt að hátíð- ar- og baráttudegi vinnustéttanna, spottað vinnuklæddu mennina sem eru „með sigg í lófum, skökk og bogin bök“ af því að hafa skapað auðmannastéttinni allsnægt- ir; kapítalistarnir hafa sent lögreglu og her til að banna vinnandi mönnum að bera fram kröfur sínar um aukið réttlæti, bannað þeim að fara um göturnar sem þeir höfðu sjálfir lagt, varpað þeim í fangelsi fyrir að krefj- ast réttlætis, skotið á þá. Þess vegna hefur jörðin svo margan 1. maí litazt blóði verkamanna sem kröfðust réttlætis — þótt eftirminnilegastur slíkra daga sé hinn blóðugi fyrsti maí í Berlín 1929, þegar lögreglustjór- inn, sósialdemókratinn Zörgiebel, lét vopnaða lögreglu skjóta á 1. maí kröfugöngu verkamanna; 33 verkamenn voru drepnir. En ekkert vopnavald getur nema um stundarsakir stöðvað baráttu fyrir réttlætinu. Verkamenn héldu á- frarn kröfum sínum og fengu þeim framgengt. Hin „byltingasinnaða" og „glæpsamlega“ krafa um 8 stunda vinnudag er nú fyrir löngu viðurkennd og kapítalist- arnir hafa löngu sætt sig við hátíðahöld verkalýðsins 1. maí. Sá dagur er nú í öllum svokölluðum menning- arlöndum heims dagur hins vinnandi fólks. Vinnandi stéttirnar eru hvarvetna orðnar afl sem hvert þjóðfélag verður að taka tillit til. Afl sem verður sterkara með hverju ári sem líður. VINNAN 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.