Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 36

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 36
BRAGI SIGURÐSSON: Af mönnum ertu kominn i Svalur morgunn í öndverðum maí. Þótt klukkan sé orðin rúmlega átta, sést enn fátt manna á ferli, en hug- ann grunar ys og þys við uppskipun úr kolaskipi, sem liggur falið inni í þokunni, sem grúfir þykk og úrg yfir þorpinu, firðinum og dalnum. Oðru hverju kemur snarpur blástur framan úr daln- um og sópar burtu þokudyngjunni nema þunnu lagi næst sjónum. Þá kemur í ljós, að Tindurinn, sem rís tiginn og brattur norðan fjarðarins, hefir skautað snæ- faldi um nóttina. Við og við stíga nokkrir mávar af þokuhafinu með lifur eða kútmaga hangandi í gogginum, rjúka saman með háværu gargi og steypa sér síðan niður aftur eftir fiskúrgangi, sem kastað hefur verið út af bryggjunum. Sumir tylla sér á dritflekkótta bryggjustaura og fjöru- steina til að hvíla sig. Utan úr þokunni heyrast lágir vélarskellir frá trillu- báti á leið inn fjörðinn. Þar er einhver árrisull fiski- maður að koma frá því að vitja um hrognkelsanet, sem hann hefur átt í sjó út með firðinum. í miðju þorpinu, drjúgu steinsnari ofan við aðalgöt- una, sem liggur eftir því endilöngu, stendur nýlegt timb- urhús á steyptum grunni. Það er tvílyft, klætt ómáluðu bárujárni og snýr stöfnum mót austri og vestri. Húsið inn, því að síðan hefur alltaf verið greitt sama kaup fyrir sláturvinnu og aðra vinnu hér á staðnum, eða kauptaxti félagsins, eins og hann hefur verið á hverj- um tíma. Um fundahöld félagsins er það að segja, að fyrstu árin voru fundir oft haldnir og æfinlega vel sóttir. Þó fór þetta nokkuð eftir hversu stjórn félagsins var vak- andi hverju sinni og áhugasöm um málefni félagsins. Eftir fyrsta starfsárið var ársgjaldið lækkað niður í 4 krónur, og á þriðja árinu fór það niður í 2 krónur. Var það að mestu því að kenna, að peningar voru hér mjög fáséðir og vinna engin, sem gaf beinar tekjur. Menn treystu sér bókstaflega ekki til að greiða hærra, þótt ósennilegt kunni að þykja nú. En til þess að afla félaginu tekna var það ráð tekið að halda opinberar skemmtanir. Til skemmtunar var þá alltaf valinn ein- hver sj ónleikur, eins og t. d. Skugga-Sveinn Matthíasar; hann var sýndur hér af félagsmönnum 1923. Eftir- það voru sýndir sjónleikir á hverjum vetri í nokkur ár með ágætum árangri. A þennan hátt tókst að safna nokkr- um sjóði, enda þurfti þess nú við, því að félagið tók þá ákvörðun að styrkja þá meðlimi sína, sem urðu fyrir atvinnutapi vegna meiðsla, veikinda og annarra óhappa. Og þótt lítið væri unnt að láta af mörkum í hverju ein- stöku tilfelli, munaði margan um þann stuðning, sem félagið veitti. Hæsta greiðsla á mann var 500 krónur, en sú lægsta 30 krónur. Til samans hefur félagið greitt til meðlima sinna í þessu skyni um 3000 krónur. Þessi upphæð er ekki há, en meðlimir félagsins voru engir stórlaxar og þorpið ekki fjölmennt. Stjórnmál voru framan af árum aldrei rædd á fund- um í félaginu, enda engin glögg skil milli manna í þeim efnum. Félagið var og er stéttarfélag en ekki flokksfélag. Þó hefur félagið ekki komizt hjá því að láta „stjórnmál“ byggðarlagsins nokkuð til sín taka. Félagið hefur tvisvar borið fram sérstakan kjörlista við hreppsnefndarkosningar og kom í bæði skiptin að einurn manni af 7, er skipa hreppsnefndina. í þessu sambandi má geta þess, að félagið hefur staðið illa að vígi í þessum málum, vegna þess að meðlimirnir og aðstandendur þeirra hafa ekki skilið nægilega vel hvaða þýðingu samheldni á þessum vettvangi gat haft fyrir stéttina. Einhvern þátt hefur einangrunin áreiðanlega átt í þessu. Og líklega er þetta félag ekki eitt um þá sögu, því miður. Verkamannafélag Vopnafjarðar hefur á þessum 25 ár- um fært meðlimum sínum margvíslegar kjarabætur og verið hlíf þeirra og baráttutæki. En enn er margt óunn- ið og nægileg verkefni fyrir félagið. Við sem stóðum fyrir stofnun þess óskum því gæfu og gengis í fram- tíðinni í tilefni af aldarfjórðungsafmælinu. 94 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.