Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 32

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 32
BJORN BJARNASON: Alþjóðasambandið og ráðstefnan í London 9.-10. marz Borgarablöðin hér hafa látið sér mjög tíðrætt um þá ákvörðun Alþýðusambands íslands að hafna þátttöku í ráðstefnu þeirri um Marshalláætlunina, er boðuð var í nafni brezka verkalýðssambandsins og verkalýðs- sambanda Beneluxlandanna svonefndu og haldin var í London dagana 9. og 10. marz síðastliðinn. Hafa blöð þessi komið fram með hinar furðulegustu ásakanir á hendur miðstjórninni, talað um landráðastarfsemi, hót- að klofningi í samtökum verkalýðsins og fleira þvílíkt. Allur þessi bægslagangur út af því, að Alþýðusam- band íslands skuli ekki taka þátt í skyndiráðstefnu nokkurra verkalýðssambanda er í fljótu bragði lítt skiljanlegur, en ef við hins vegar athugum tilgang þeirra er frumkvæði áttu að því, að þessi ráðstefna var haldin, förum við að eiga hægara með að átta okkur á vonbrigðum andstæðinga verkalýðssamtakanna yfir því að Alþýðusamband Islands var ekki í þessum hópi. Hugmyndin um að verkalýðssambönd Marshallland- anna svonefndu héldu ráðstefnu um Marshalláætlun- ina kom fyrst fram í okt. síðastl. frá bandaríska verka- lýðssambandinu, American Federation of Labour (A. F. L.), en það er sem kunnugt er utan Alþjóðasam- bands verkalýðsfélaganna (W. F. T. U.) og svarinn fjandmaður þess. Síðan 1946 hefur A. F. L. haft erindreka sinn, Irving Brown, í Evrópu beinlínis í þeim tilgangi að reyna að koma á sundrungu innan Alþjóðasambandsins. Það hefur með fégjöfum reynt að kaupa einstök verkalýðs- sambönd til fylgis við sundrungarstefnu sína, og með tilkomu Marshalláætlunarinnar fengu þessar sundr- ungartilraunir fast form. Að þessar fullyrðingar séu ekki fleypur eitt mun ég nú sanna með nokkrum dæmum: 1. í janúar 1946 var sendinefnd frá Alþj óðasamband- inu á ferð í Þýzkalandi til að kynna sér ástand verka- lýðshreyfingarinnar þar. Um þá ferð skrifar Irving Brown meðal annars: „Allt þeirra ferðalag var með því sniði, er stórhöfðingjar ferðast . . . Mestur tími nefndarinnar fór í át- og drykkj uveizlur með her- námsyfirvöldunum.“ —- 1 þessari sendinefnd voru meðal annarra þeir Kupers og Jouhaux, sem nú upp á síðkastið hafa gengið í þjónustu sundrungarafl- anna innan Alþjóðasambandsins, svo að þessi um- mæli Browns hafa ekki átt að sverta þá persónulega, heldur skapa almenna tortryggni í röðum þess. 2. 18. marz 1947 stendur eftirfarandi í blaði A. F. L.: „Davíð Dubinsky, forseti sambands kvenfatasaumara (A. F. L.) afhenti hollenzka sendiherranum í Banda- ríkjunum, Alexander Loudon ávísun að upphæð 100.000 dollara, er var gjöf til hollenzka verkalýðs- sambandsins N. V. V., gefin eins og hr. Dubinsky tók fram, vegna skoðanalegs skildleika. Rás viðburðanna hefur nú sýnt árangur þessa skoðanalega skildleika, því að Kupers forseti N. V. V. var einn af boðendum ráðstefnunnar í London. 3. I mánaðarriti A. F. L. jan. 1948 skrifar Irving Brown lariga grein undir fyrirsögninni: „Góð tíð- indi frá Frakklandi“. Þar ræðir hann um stofnun hins nýja klofningssambands hægri-kratanna, Force Ouvriere, sem hann gerir sér vonir um að muni ná örari vexti en raun hefur orðið á. I þessari grein hvetur hann A. F. L. til að veita þessu nýja klofn- ingssambandi allan þann stuðning er það megi, bæði siðferðilegan og fj árhagslegan, og ennfremur að beita verði Marshalláætluninni út í æsar til að ná forystunni í alþjóðamálum verkalýðssamtakanna, og til þess beri að nota þau verkalýðssambönd er standi utan Alþjóðasambandsins. 4. Ennfremur segir þessi sami erindreki A. F. L. í viku- blaði þess frá 6. jan. 1948, þar sem hann ræðir um ráðstefnuna í London: „Upp úr þessari ráðstefnu á að rísa nýtt alþj óðasamband er taki við af W. F. T. U.“ (Alþjóðasambandi verkalýðsfélaganna). Þessi dæmi ættu að nægja til að sýna að það er ég sagði í upphafi var sízt ofmælt, og um tilgang þeirra er frumkvæði áttu að þessari ráðstefnu þarf ekki að fara í neinar grafgötur, hann var sá að efna til sundrungar og, ef hentugt þætti, klofnings í Alþjóðasambandinu, enda undirbúningur allur í samræmi við þann tilgang. Fulltrúum á ráðstefnunni var ætlað að taka afstöðu til málsins á tveggja daga ráðstefnu, án þess að hafa átt þess nokkurn kost að kynna sér málið áður. Að undirlagi A. F. L. koma þeir Deakin frá Bret- 90 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.