Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 22

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 22
þegar hann tók eftir henni. Hann sneri ér viS og at hugaði, hvort hann sæi ekki sumarsvip á andliti stúlk- unnar, en þar var enginn sumarsvipur. Svipur hennar var gersamlega tjáningarlaus. — Elsa, sagði hann. — Ég var aðg tala um það við frú Montaigne, hvað það væri dásamlegt, ef við gætum farið út í sveit og synt í á. Gamla konan settist og lét hugann hvarfla til horfinna ára. Það var eins og símastúlkan væri bæði heyrnar- laus og mállaus. Hún leit ekki einu sinni á hann. — Mundir þá vilja koma út í sveit með nrér? spurði ungi maðurinn. — Hvað? sagði stúlkan. — Langar þig að koma út í sveit með mér á sunnu- daginn? spurði hann. — Til hvers? spurði stúlkan. — Við gætum borðað undir beru lofti, sagði hann. — Og kannski líka fundið á til að synda í. — Allsber, sagði frú Montaigne við símastúlkuna. — Allsber? sagði stúlkan. — Ja, mér datt nú svona í hug, að það gæti verið skemmtilegra, sagði ungi maðurinn. — Annars gætum við náttúrlega verið í baðfötum. Gamla konan varð döpur á svipinn. — Ég held það yrði miklu skemmtilegra að vera allsber, sagði hún. — Af hverju? spurði símastúlkan. — Ég er viss um það, Elsa, sagði gamla konan. — Af hverju ferðu ekki. — Jæja, sagði stúlkan. — Sama er mér. Hún sneri sér frá unga manninum og gömlu kon- unni. — Ég hafði ekkert illt í hyggju, sagði ungi maður- inn. — Þú ert óforbetranlegur heimskingi, sagði gamla konan við ungu stúlkuna. — Heimskingi? sagði unga stúlkan? — Jæja, þá það. — Ég átti ekki við, að þú yrðir að gera það, sagði ungi maðurinn. — En mér datt svona í hug, að þér mundi þykja gaman að fara úr öllum fötunum og stinga þér í vatnið og synda. — Mig langar ekki, sagði stúlkan. — Jæja, þá það, sagði ungi maðurinn. Herra Douglas kom inn, og ungi maðurinn flýtti sér að skrifborðinu sínu. Veðrið var himneskt fram til klukkan þrjú um dag- inn. Þá fór að draga í loft, og um klukkan fjögur tók að rigna. Ungi maðurinn stóð við gluggann og horfði á regndropana detta. Hann gekk til stúlkunnar, sem sat við skiptiborðið og horfði á hana vinna stundarkorn. —- Ég var bara að stríða, sagði hann. — Grunaði mig ekki, sagði hún. ---------------------------- s Vilhjálmur frá Skáholti: Einvaldsherrann Þú hefur mörgu hjarta búið hana, og blindað okkar vitru þjóð. Þinn draumur var að deyða mig og hana, og drekka sjálfur okkar blóð. Og vitund þína ógn sú undir lagði en eitt var stöðugt þér um megn. Að fella mig, þú féllst á eigin bragði, varst fyrri til að leggja þig í gegn. Þitt heimsstríð var að sýnast sjálfur dyggur og sverta þann, sem einskis bað. Því hefi ég kvalizt meir en margur hyggur, og maður skrifar nokkurn tíma á blað. í brjósti þínu blóðugt sverðið liggur, í brjósti þínu er og verður það. v______________________________________________) — Hvað ættum við líka að gera úti í sveit? sagði hann. Það er strax farið að rigna. A sunnudaginn verð- ur sennilega komin hríð. —- Hríð? sagði stúlkan. -7- Það snjóar aldrei í San Francisco. — Þú veizt við hvað ég á, sagði ungi maðurinn. — Okkur langar ekkert út í sveit. Við skulum fara í bíó í kvöld. —- Olræt, sagði stúlkan. — Er góð mynd? — Hún heitir „Eik á bersvæði,“ sagði ungi mað- urinn. — Hverjir leika? spurði unga stúlkan. — Sylvia Sidney, Fred MacMurray og Henry Fonda, sagði ungi maðurinn. — Fred MacMurray er draumur, sagði stúlkan. —- Hann rignir, sagði ungi maðurinn dapurlega. — Það má nú segja, sagði unga stúlkan. Hann gekk að skrifborðinu sínu, rólegum skrefum, og hafði náð fullkomnu jafrivægi á ný. Sumarið hafði komið og farið aftur. Dýrðarstundin var liðin. Yndi lífsins var horfið, jafnvel úr hjartanu. Veröld hvers- dagsleikans var umhverfis hann og í honum. Hann var aftur orðinn bókari í skrifstofu í borginni og vann fyrir sér. Hann brosti dapurlega, meðan hann horfði á skild- ingana í lófa sínum. Hann var að athuga, hvort hann ætti fyrir aðgöngumiðunum. 80 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.