Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 14
Um 200 milljónir Kínverja hafa einnig heimt frelsi sitt. Nýlenduþjóðirnar eru nú sem óðast að skilja vitj- unartíma sinn, og Vestur-Evrópa er tapað fé heimsauð- valdinu senn hvað líður, ef þjóðir þessar fá ótruflaðar að ákveða örlög sín á grundvelli lýðræðisins. En einn hinn mesti þyrnir í augum hins fasistiska auðvalds er verkalýðshreyfingin í landi hverju og hið sterka alþjóðasamband hennar, sem nú telur um 85 milljónir meðlima. Af öllu þessu má sjá, að voröfl mannkynsins eru nú í mikilli sókn og að haug-ganga lífsins á hendur dauð- anum og forneskjunni um allan heim, sækist vel. Er nú furða þótt auðstétt heimsins bregði í brún og grípi af meiri áfergju en nokkru sinni fyrri til gald- ursins? Vissulega ekki. Svo langt sem vald hins ameríska dollars nær hefur nú mátt heyra bumbur barðar og horn þeytt til heilags stríðs gegn einhverju hroðalegu, hryllilegu, hróplegu og djöfullegu sem skeð hefur í Tékkóslóvakíu fyrir til- stilli kommúnista að undirlagi Rússa! Andstæðingablöð alþýðunnar, frá „Alþýðublaðinu‘‘ til Vísis hafa með hárreisandi fyrirsögnum og stóryrða- flóði birt frásagnir um „ógnaröld“ komúnista í þessu landi og hættuna sem gjörvöllum heimi stafar af því, sem þarna er að gerast. Hvað er það sem í rauninni er að gerast, spurðu menn, sem létu sér ekki nægja aðeins ókvæðisorðin og feitu fyrirsagnirnar til að æsast upp gegn íslenzku kommunum. — Og sjá, þegar hinar miklu umbúðir stóryrðanna og fyrirsagnanna voru teknar af kom þetta í lj ós: í Tékkóslóvakíu hafði komizt upp um samsæri til að steypa hinni löglegu ríkisstjórn, eftir fyrirmynd Franco- fasistanna á Spáni, og miklar birgðir vopna fundust á vegum samsærismanna. Ýmsir háttsettir náungar úr borgaraflokkunum voru við þetta riðnir og erlent ríki. Samsærismennirnir eru sviptir trúnaðarstöðum í rík- isstjórn og þingi samkvæmt lögum og stjórnarskrá þessa lands. Stjórnarkreppan, sem samsærismenn skipulögðu er leyst lögum samkvæmt á þingræðisgrundvelli og ný stjórn mynduð með þátttöku allra flokka sem áður. — Almennar þingkosningar eru boðaðar nú í maí. Og þetta gengur allt fyrir sig án nokkurra vopna- viðskipta eða mannfórna. Stúdentadrápin, sem mjög var haldið á lofti sem dæmi hinnar „kommúnistisku“ grimmdar tékknesku lögreglunnar reyndist, þegar að var gætt, sár af slysa- skoti á fæti eins ungs manns o. s. frv. Elskaður og virtur maður af þjóð sinni, Jan Masaryk, ræður sér bana. Hann hafði ekki fengizt til að fyllá hóp samsærismanna, en reynzt trúr þjóð sinni á örlaga- stundu, hafði setið kyrr í ráðherrasæti sínu og tekið þátt í lausn stjórnarkreppunnar, en bakað sér þess vegna persónulegar árásir „vinanna“ í vestri. Þótt erfitt sé með augum ótruflaðrar skynsemi að sjá neitt við þessa atburði sem gæti gefið ástæðu til að fólk óskaði eftir alheimsstríði, eru það eigi að síður þessir atburðir, sem haugbúum nútímans hefur þótt gefa tilefni til glórulausrar gjörningahríðar gegn ríkj- um alþýðunnar og samtökum hennar í öllum löndum. Ástæðan er þessi: Tékkneska þjóðin hafði lært það mikið af reynslu þeirra ára, er nazisminn ríkti þar og var enn það minnug þess hvaðan þeir komu er sviku hana í hendur nazismanum með Múnchen-samningun- um, að hún lét ekki hinn nazistiska galdur villa sér sýn, þótt hann kæmi að þessu sinni vestan um haf og sama lagið væri kyrjað á engilsaxneska tungu. Hinn vestræni fasismi, með lýðræðið og þingræðið á vörunum, byggði von sína á samsæri og vopnaðri uppreisn gegn löglegri stjórn og löglegu þingi Tékkó- slóvaka, eins og möndulríkin forðum í sambandi við Franco-uppreisnina á Spáni, en varð uppvís að glæpn- um áður en tími vannst til að kotna honum í framkvæmd. Það er hinn misheppnaði galdur, það er ósigurinn fyrir ótruflaðri skynsemi menningarþjóðarinnar í Tékkóslóvakíu, Það er óttinn við að lýðræðið í Italíu og öðrum grannríkjum Tékkanna haldi sömu leið, er kemur nú haugbúum tuttugustu aldarinnar til að magna seið sinn um allan heim, ef takast mætti enn um skeið að tefja sókn lífsins og sigur mannvitsins yfir forn- eskjunni, um gjörvalla jörð. Með kynjamyndum úr ríkjum alþýðunnar er það hlutverk galdursins að réttlæta það, að undir forystu Bandaríkja Norður-Ameríku hefur verið riðað net her- stöðva umhverfis alþýðulýðveldin, frá Alaska austur og hringinn suður og vestur og norður til íslands, en ekki hvað sízt, að fá heiminn til að gleyma því, að í Bandaríkjunum fer nú fram nazistisk hreinsun af öll- um „óamerískum“ skoðunum, sem sé skoðanakúgun, sem stefnt er, eftir fyrirmynd Hitlers, fyrst og fremst að samtökum verkalýðsins og beztu forystumönnum þeirra. í Bandaríkjunum hefur auðstéttin þegar hafið árás á hagsmuni vinnandi fólks og hyggst að velta hinni komandi kreppu yfir á herðar þess með enn stærri árás. Þetta gráðuga og grimma auðvald hefur sem kunn- ugt er með skipulagningu svonefndra Marshall-landa ýmist ginnt eða kúgað hóp þjóða inn í kreppukerfi sitt og skipuleggur nú fjárplógsstéttirnar þar til hungur- árása á alþýðu þessara landa. Undir áhrifum galdursins er alþýðu auðvaldsland- anna ætlað að stara skelfdum augum á kynjamynd- 72 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.