Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 38

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 38
bara horfir út um gluggann eins og hún sjái eitlhvað úti í þokunni. Hann skrúfar fyrir kranann og lítur einnig út um gluggann. Golan blæs framan úr dalnum, svo að fannkrýndur tindurinn kemur í ljós. — Þetta er fögur sýn, Hervör: Tindurinn mjallhvít- ur ofan, með grábláa hamraspöng í miðju og þoku- reifi við fæturna! — Já, svarar konan, — þetta er fögur sýn. En það lifir enginn á einni saman fegurð, bætir hún við eftir nokkra þögn. — Það voru ekki mín orð, svarar hann undrandi og nokkuð dapurt. — Nei, ég veit það, svarar konan. — En mér finnst stundum eins og þið haldið það. — Mér er fegurðin fyrir öllu öðru, svarar prestur- inn — án fegurðar ekkert líf. — Hefurðu nokkurn tíma þurft að velja á inilli þess tvenns? spyr konan. Væri ekki þessi röð orðanna viturlegri: An lífsins engin fegurð? Það eru ýmis skil- yrði nauðsynleg til að menn geti notið fegurðarinnar. — Állir hafa jafnan rétt til að horfa á fjöllin, svarar presturinn. — Maður, sem er soltinn og klæðlaus, sér ekki feg- urð þeirra. Hann sér aðeins kalt og óætt grjótbákn þar sem þau eru. Hið fegursta, sem hann getur hugsað sér, er feitur magáll og svellþæfðar vaðmálsbuxur. Svo margbreytileg er fegurðin! svaraði konan. Og hún hélt áfram eftir nokkra stund: — Heiðarlegt starf og réttlát umbun þess er undirrót allrar fegurðar. Og er það þá ekki fegurst alls hins fagra? — Þú ert hálfönug í dag, Hervör mín, segir frí- kirkj upresturinn hlýlega. —- Já, það getur verið, segir húsfreyjan nokkru mildari, en það átti ekki að bitna á þér — þú átt ann- að skilið. — Hún þagnaði við, en hélt svo áfram, og það var þungi, en þó æðruleysi í röddinni: — Það á að selja ofan af okkur húsið eftir klukku- tíma. Það fer snöggur kippur um herðar prestsins. Hann verður vandræðalegur eins og hann iðrist þess að hafa komið hingað, en kunni þó ekki við að fara strax. — Jæja, á það nú að fara undir hamarinn líka, seg- ir hann svo. — Já, svarar konan stutt. — Það er eins og heiðarlegt starf hrökkvi ekki alltaf til, segir hann hógværlega. —- Jú, svarar konan ákveðin, aðeins ef allir ynnu heiðarleg störf. — Ég veit, að gæði jarðarinnar eru yfirfljótanleg, segir presturinn. og mér dettur ekki í hug að ætla, að fátæktin sé guði þóknanleg. En samt er eins og forsjón- in hagi því svo, að fátæktin komi í flestra hlut. — Ég held, að ef við aðeins vörpuðum frá okkur þessu skálkaskjóli, sem menn kalla forsjón, þá lærðist okkur fljótt að skilja orsök og eðli fátæktarinnar. Og ég trúi því, að þá myndi hugtak þessa orðs, fátækt, sem er tákn svívirðilegustu milljónamorða, sem um getur, bráðlega hætta að vera til í raun. —- Er nokkurn hægt að saka um fátæktina? sagði presturinn — eða hví taka ekki hinir fátæku höndum saman og uppræta hana, ef það er hægt? —- Af því að þeir láta blekkja sig -— og fátæktin á einnig sök á því. Það er ekki hægt að vænta mikils and- legs þroska af þeim, sem ættlið fram af ættlið hafa verið þrælkaðir og smáðir, lengst af ekki verið gefinn kostur á að læra lestur og skrift, svaraði konan. — Þú sagðir áðan, að gæði jarðarinnar væru yfirflj ótanleg, hélt hún áfram. ■— En í Ritningunni segir: Fátæka hafið þér jafnan á meðal yðar. Við verðum að viður- kenna, að það er fjarstæða að halda því fram, að svo þurfi að vera, nema við höfum gefið upp alla von um réttlætið. Hún gengur að eldavélinni og opnar eldholið, skarar niður öskunni, raðar nokkrum spýtum langs og þvers inn í vélina og hellir olíu á víð og dreif um spýtna- köstinn. Síðan mokar hún kolum ofan á, kveikir undir og setur ketilinn yfir eldinn. Því næst gengur hún greitt að vaskinum og þvær sér um hendurnar undir bun- unni. Hún segir, og röddin er styrk og stolt: — Annars ætla ég ekki að kvarta. Það er enginn fá- tækur, sem hefur búið í eigin húsi í sjö ár, því að hann veit þó alltaf fyrir hverju hann á að berjast! Presturinn hefur gengið um gólfið og spýtt nokkr- um sinnum í kolaskj óðuna í leiðinni og einu sinni beint upp í loftið. Hann veit, að ef hann maldar frekar í mó- inn, muni hún aðeins sækja í sig veðrið og fara að tala um „höfðingjana“, „hina ríku, sem lifi í munaði og mergsjúgi hið vinnandi fólk.“ Og hann er nærgætnari en svo, að hann fari að stæla við sóknarbarn sitt og ná- býliskonu, sem á að missa ofan af sér húsið eftir nokkr- ar mínútur. Þess vegna spýtir hann bara einu sinni enn í vaskinn niður með vanga húsfreyjunnar og geng- ur síðan til dyra. — Ætlarðu ekki að bíða eftir kaffi, Guðlaugur? spyr konan — það er alveg að sjóða í katlinum. — Þakka þér fyrir, en ég þarf víst bráðum að fara að opna símann, svarar hann og grípur um snerilinn. — Vertu sæl, Hervör mín! — Og dyrnar lokast að baki honum — — — Göfug sál og gáfuð, hugsar Hervör, er hún sér hinn þrekna þul stika niður götuna og sveifla löngum hand- leggjunum — seint mun ég eignast slíkan granna, enda þótt hann kunni ekki við að viðurkenna hina raun- verulegu orsakir fátæktarinnar. En það er kannski ekki svo auðvelt fyrir mann í hans stöðu. . . . ? Framh. 96 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.