Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 39

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 39
Endurminning Smásaga eftir ELÍAS MAR Á kvöldin söng hún sálma og kyrjaði göinul stef og brot úr ljóðum. Oft fór hún með stefin og ljóðabrotin meira og minna afbökuð, og talaði við sjálfa sig. Ef að hún færði hlut úr stað, hafði hún yfir tilheyrandi máls- hátt, svo sem Mundu hvar ég læt þig, mundu bara hvar ég læt þig. Oftast var hún ein. Hver átti að koma til hennar? Allir vinir hennar voru ýmist dánir eða búnir að gleyma henni. Hún var eins og einstakt tré á bersvæði; vindar blésu, það var ekkert, sem hlúði að þessum ein- stæðingi. Stundum reyndi ég að fá svar við þeirri spurningu, hvað hafði getað gert hana svona skrítna. Hún var í flestu öðruvísi en allur þorri manna. Enginn í þorpinu var í ætt við hana. Og hvað var svo sérkennilegt við hana, þegar allt kom til alls? — Yar það kannske hlé- drægnin? — Var það þetta undarlega sambland af mannfælni og sjálfsbjargarviðleitni sem síðan kom fram í óviðj anfanlegum einstæðingsskap og munaðarleysi? Hún var orðin fjörgmul kona, heilsa hennar farin. Hugsanir hennar gátu í fljótu bragði virzt bundnar við líðandi stund. Eða lét hún ekki hverjum degi nægja sína þjáningu? Það veit reyndar enginn. Líklega átti hún ekkert áhugamál, en óefað var hún mjög trúuð. Allar gamlar konur eru trúaðar. Og skyldi hún ekki hafa átt sæg af minningum? Það hlaut að vera; nema hún hafi verið búin að steingleyma því hver hún var sumarið 1874. Nú bjó hún í kj allaraherbergi, innréttaðri geymslu fullri af slaga og spökum rottum, köngurlóar- vefjum og ryki. Hún varð ekki slagans vör, því hún sá svo illa. Af rottunum vissi hún heldur ekki. Því þeg- ar hún heyrði þær stökkva yfir gólfið eða ískra milli þilja, fann hún það bezt, að hún var í nálægð góðra anda; og hún var vís til að segja Fari þeir sem fara vilja og komi þeir sem koma vilja, endaþótt ekki væri gamlár. Og rotturnar átu smjörið upp úr krúsinni og nörtuðu í lýsusporð í skápnum. Eða voru það annars rottur? Guð blessi huldufólkið, sagði gamla konan. — Köngurlóin spann langan fíngerðan þráð milli mynd- anna af Hallgrími Péturssyni og ungu stúlkunni með brúnu augun. En rykið kom í smágerðum éljum þegar fólkið gekk urn á hæðinni fyrir ofan. Svo safnaðist þetta ryk fyrir, ár eftir ár. Gamla konan hafði hjá sér kertaljós á meðan hún raulaði sálmana. Og þegar hún slökkti á kertinu sínu á kvöldin, sagði hún Jesús minn um allt hús. Það hafði mamma hennar sagt, amma og langamma, svo mikið var víst, og varð engum að meini. Hún eldaði við rúmstokkinn sinn á gamalli þríkveikju. Og blessaða gufuna lagði upp. Það var ekki kuldi af henni. Klukka hékk á veggnum, gömul, með máða skífu og lítinn hraðfara pendúl. Annan vísinn vantaði. Gaml- ar og hnýttar hendur trekktu hana upp af vana, ekki vegna annars; því hvað varðaði gömlu konuna um það, hvort nær var nóni eða miðmunda? Ennþá sá hún mun dags og nætur. Slíkt var umhverfi hennar, slík var hún sjálf. Ég gerði mig stundum sekan í því að liggja á glugg- anum hennar eftir að dimma tók, og þeSs vegna veit ég það sem ég er að skrifa hér. Og svo heyrði ég oft talað um hana. Mér þótti hún fjarska skrítin. Ég hló stund- um að henni. En ég gerði henni aldrei neitt á móti. Mér þótti bara óumræðilega gaman að horfa á hana bærast í kjalaranum. Fólkið talaði um það, hvað hún væri orðin fjarska gömul. Enginn vissi hvenær hún var fædd, og enginn vissi hvar hún var fædd. Hún var bara orðin afar gömul og átti að vera dauð fyrir löngu. Fólk var mikið hissa á því, hvað hún hjarði. Hvað hún gat hjarað svona örvisa hró, já, það var nú meira. — Sumir vorkenndu henni, aðrar gerðu grín að henni, þó mjög sjaldan svo hún heyrði til. Hún var álitin göldrótt; sagt var, að hún kynni að spá í kaffibolla, lófa, spil og mislitar glerkúlur; hún gat jafnvel spáð í hvað sem fyrir varð, sagði fólkið. Sumir voru þeirrar meiningar, að hún væri sterkrík, ætti mörg þúsund krónur á banka í Reykjavík, eða í sængurverinu sínu sem var nú trú- legast; hún væri kannske búin að gleyma þeim eða tímdi ekki að eyða þeim. Allir vissu, að hún var á hreppnum, um það varð ekki deilt. En mikill óþarfi var nú að Iáta eina kerlingu safna peningum og þiggja af hreppnum á meðan máttarstólpar byggðarinnar sátu með sveitta skallana yfir sínum fjáröflunarplönum, em alltaf brugðust. Ég fór til Reykjavíkur og var þar í skóla í nokkur ár. Þegar ég kom í plássið aftur var mér sagt, að gamla konan væri dáin. Engir peningar höfðu fundizt; reynd- ar einn minnispeningur, sem einhverntíma hafði verið í festi, nú orðinn eyddur og dökkur af elli, gömul ensk mynt. Hvað af dótinu hennar varð, vissi ég ekki. Nema hvað húsmóðir hennar tók þríkveikjuna til handar- gagns. (í janúar 1942) VINNAN 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.