Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 16
JÓN BJARNASON: Dagur hins vinnandi fólks Einn vordag á ári hverju dunar jörðin af fótataki hinna vinnandi milljóna. Þeirra milljóna sem jörðina erja í sveita síns andlitis, vinna í námum málma og kola, smíðar vélar og skip, byggja hús og aflstöðvar. sigla um höfin, veiða fiskinn, framleiða brauð. Þessi dagur er fyrsti maí. Hann er reikningsskiladag- ur vinnandi manna um heim allan. Hátíðardagur og baráttudagur þess fólks er framleiðir þær nauðsynjar sem nútíma menningarlíf byggist á. Án starfs þessa fólks væru engin lífsþægindi, engin menning, maðurinn enn einungis eitt af dýrum merkurinnar, verkfæralaus. nakinn, hefðist við í hellisskútum og undir trjábolum. Það er vinnan sem hefur skapað þau verðmæti og lífs- þægindi sem mannkynið í dag nýtur og dásamar. Án vinnu engin lífsþægindi, ekkert menningarlíf, aðeins umkomulaust volæði skepnunnar sem á líf sitt undir veðrum og vindum. Enginn hlutur virðist eðlilegri og sjálfsagðari en það, að á hátíðardegi þess fólks sem með starfi sínu skapar allt það sem nútíma menningarlíf byggist á, ríki einróma fögnuður og gleði. Það er þó síður en svo sé. 1. maí er ekki aðeins hátíðardagur vegna unninna af- reka, dagur fagnaðar og gleði, hann er jafnframt og miklu fremur dagur baráttu. heitstrenginga, liðssafn- aðar. — Margan 1. maí hefur jörðin litazt blóði þess fólks sem framleiðir lífsgæðin. Það er vegna þess að þeir er lífsgæðin framleiða eru ekki eigendur þeirra, né njótendur nema að takmörk- uðu leyti. Það eru aðrir sem „eiga“ og njóta. Það eru þeir menn sem slegið hafa eign sinni á jörðina og auð- lindir hennar, mennirnir sem ;,eiga“ verksmiðjurnar, skipin, framleiðslutækin, hverju nafni sem þau nefnast. Án vinnandi manna er vélin aðeins máhnur sem stend- ur kyrr; án vinnu verða engin föt til, ekki matvæli né hús, engin verkfæri, ekkert þeirra nauðsynja sem nú- tíma mannfélag þarfnast. En í þjóðfélagi kapitalismans fær hið vinnandi fólki ekki þau verðmæti sem það skapar með vinnu sinni, heldur greiðir „eigandi" fram- leiðslutækjanna því kaup. Það kaup er ekki nema nokk- ur hluti þess verðmætis sem verkamaðurinn hefur skap- Kröfugangan I. maí 1947 að staðnœmast á Lœkjartorgi áður en útifundurinn hefst. 74 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.