Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 21

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 21
WILLIAM SAROYAN: Eg var bara að stríða Hann gekk inn ganginn. raulaði lagið Sumar eftir Gershwin, sveiflaði handleggjunum, steig dansspor, var kátur og hnarrreistur. Þetta var ungur maður af fá- tæku fólki kominn, en hefði átt að vera borinn til auð- æfa. Hann hefði aldrei átt að þurfa að vinna fyrir sér. Nítján ára gamall. Bókari. Sumarið var að koma, og þegar hann gekk inn gang- inn þennan morgun, var hann í sólskinsskapi, lék á als oddi og réð ekki við sig. Hann gekk inn í skrifstofuna, og frú Montaigne, aðalbókarinn, sem var löngu orðin ónæm á töfra sumarsins, vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Hann gekk dansandi skrefum að skápnum í horninu og fleygði frá sér hattinum sínum og frakkanum. Gamla konan stóð á fætur, nærri því titrandi. — Hvað gengur að yður? spurði hún. Hann sneri sér að henni, glaðlegur á svip og stríðn- islegur í senn. — Emilía, sagði hann. — Þér eruð yndisleg. Það lá við, að gamla konan ræki upp óp, því að hún hét raunar Emilía, en enginn hafði nokkru sinni ávarp- að hana með skírnarnefni hennar, ekki einu sinni þegar hún var ung stúlka, jafnvel ekki á þeim árum, þegar sumarkoman hafði kveikt í henni. Og nú var það heimskulegt, þegar hún var orðin gömul, líkaminn hrör- legur og hjartað kalið. En hún gat ekki æpt. Hún gat ekki einu sinni stunið, þegar hún minntist tómleika liðinna ára. Bros færðist yfir varir henni, en þá áttaði hún sig á því, að þessi athugasemd var mjög ruddaleg, ókurt- eisleg og fjarri því að vera viðeigandi. — Ég vil ekki, að þér ávarpið mig á þennan hátt, sagði hún. En hún sagði þetta þannig, að auðheyrt var, að hún var ekki reið. Ungi maðurinn lagði annað hnéð á hjólastól, ók honum fram og aftur um gólfið og við- hafði hræðilegan munnsöfnuð. — Þér eruð genginn af göflunum! hrópaði gamla konan. — Þér eruð örvita. Hvað haldið þér, að herra Douglas segi, þegar hann kemur? Þér ættuð að fara heim. Viljið þér láta reka yður úr vinnunni? Hann hætti að aka stólnum um gólfið og varð mjög hátíðlegur á svipinn. — Frú Montaigne, sagði hann. — Við erum hér saman komin til að fagna komu frels- arans. — Þér eruð veikur, Jón Jakob, sagði hin aldna heið- ursfrú. Hann brosti góðlátlega, og á augnaráði hans sá hún, að hann var hvorki veikur né geðbilaður. Hún vissi, að hann var heilbrigður og með fullu ráði. Hún varð of- urlítið sorgbitin. Nú var allt fallið í sinn gamla farveg. Engin tilbreyting. Það hefði þó verið dálítil upplyfting að hafa geggjaðan mann í skrifstofunni. Hann baðaði út höndunum eins og mælskusnillingur á ræðupalli. — Ég vildi að guð gæfi að ég væri kom- inn út í sveit að veiða og synda, sagði hann. Hann settist á stól og varð sorgbitinn á svipinn. Gamla konan varð sorgbitin á svipinn líka. — Þetta góðviðri stendur ekki lengi, sagði hún. — Ég veit það, sagði hann. — Það er meinið. Það verða eklci margir dagar svona, og þegar þeir koma, getum við ekki notið þeirra. Ef ég ætti bíl, mundi ég aka út á þjóðveginn, á áttatíu mílna hraða á klukku- stund. fara út í hólana, snara mér úr öllum fötunum, stinga mér í ána og hafa kvenmann með mér. Og hún ætti að vera allsber líka. — Hvað segið þér, Jón Jakob? sagði gamla konan. — Ég mundi hafa Elsu með mér, sagði hann. — Elsa mundi ekki vilja fara með yður, sagði gamla konan. — Hún mundi áreiðanlega ekki fara úr fötun- um úti í sveit. — Hvernig vitið þér það? spurði ungi maðurinn. — Ég veit svei mér ekki nema hún fengist til þess. — Jæja, sagði gamla konan. -— Þó svo væri, þá áttu hvorki bíl né peninga. — Veit ég það, sagði ungi maðurinn. Hann gekk út að glugganum og horfði niður í göt- una af sjötugustu hæð, og því næst upp í himinninn. Það var heiðskírt og hlýtt í veðri, og það var bein- línis hlægilegt að vera bókari í skrifstofu og eiga ekki bíl og ekki peninga. Símastúlkan kom inn í skrifstofuna, prúð og hæ- verskleg í framgöngu og gekk svo hljóðlega um, að hún var búin að hengja upp kápuna sína og hattinn, VINNAN 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.