Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 23

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 23
SOLVI BLONDAL: Rússar leysa dýrtíðarvandamál sín í desember 1947 var vöruskömmtun afnumin í Ráð- tjórnarríkjunum og samtímis því var kaupmáttur rúbl- unnar stórum aukinn með innköllun gamalla seðla og útgáfu nýrra og lækkun vöruverðs. í tilefni af þessu hafa blöð afturhaldsins í auðvalds- löndunum grátið krókódílstárum yfir því, hve þrengt væri að kosti almennings í Ráðstjórnarríkjunum, og notað þessar ráðstafanir til árása á sovétstjórnina. Borgarablöðin á fslandi hafa auðvitað vilja vera með í þessum kór, enda ekki smátt skammtað smjörið á íslandi af þeirri stjórn, sem þau eru málpípa fyrir. Ráðstafanir þær, sem sovétstjórnin gerði í desember 1947 voru til þess gerðar að ráða bót á verðbólgunni, sem stríðið hafði í för með sér. A stríðsárunum hafði að vísu tekizt að halda niðri verðlaginu á þeim vörum, sem skammtaðar voru og taldar voru til brýnustu nauð- synja almennings, en mikil verðhækkun varð á öðrum vörum, þar sem vinnuafl og framleiðslutæki voru fyrst <§bg fremst notuð í þágu stríðsins en ekki til friðsam- legrar neyzluvöruframleiðslu. Eftirspurnin eftir vörum varð meiri en hægt var að fullnægja og þær vörur, sem ekki voru skammtaðar hækkuðu því mikið í verði. Þær gífurlegu fúlgur af fölskum peningaseðlum, sem Þjóð- verjar gáfu út meðan á hernáminu stóð áttu sinn mikla þátt í þessu. Braskarar og annað úrþvætti notaði svo þetta ástand til þess að verzla með vörurnar á svörtum markaði eins og víða annars staðar, og drógu þannig til sín stórfé, sem þeir geymdu í „kistuhandraðanum“. Seðlaveltan var af þessum ástæðum óeðlilega mikil og ekki í samræmi við framléiðsluna. Hvernig fór sovétstjórnin að því að leysa þetta vanda- mál? Eins og áður er sagt voru allir gamlir seðlar inn- kallaðir og gefnir út nýir seðlar. Um reiðufé gillti að 1 ný rúbla var greidd fyrir hverjar 10 gamlar. Þetta kom fyrst og fremst niður á bröskurum, sem safnað höfðu fé með svartamarkaðsviðskiptum og geymt í .,handraðanum“. Sparisjóðsinnstæður, sem ekki námu meira en 3000 rúblum, en það var meginhluti allra inn- stæðna, voru að engur skertar, en því hærri sem inn- stæðurnar voru því meir var af þeim tekið. Fyrri ríkis- lánum var breytt í eitt nýtt lán, þannig að 1 ný rúbla kom fyrir hverjar 3 gamlar. Með þessu var að því stefnt að skerða sem minnst sparifé manna, sem þeir höfðu lánað ríkinu, og ekki lagt í „handraðann“ í því skyni að braska með það. Þess ber að gæta, að mikill hluti ríkisskuldanna stafaði frá stríðsárunum, þegar kaup- máttur rúblunnar hafði minnkað, og að í stað gömlu rúblanna fengu menn nýjar rúblur er höfðu meiri kaupmátt. Samtímis því sem gömlu seðlarnir voru ínnkallaðir var vöruskömmtunin afnumin og vöruverð mikið lækk- að. Allir Iaunþegar fengu hins vegar sömu laun og áður og bændur fengu sömu greiðslur fyrir afurðir sínar og áður. Þannig hefur kaupmáttur launanna aukizt til hagsbóta fyrir allan almenning. Hitt er svo annað mál að þeir, sem notað hafa sér erfiðleika stríðsáranna til þess að hagnast á þeim „eiga um sárt að binda“. Það er líka sennilegra, að afturhaldið beri þeirra hagsmuni fyrir brjósti fremur en almennings. „Lausn“ verðbólg- unnar á Islandi bendir ótvírætt til þess. r---------------------------------------------- Til áskrifenda og útsölumanna VINNAN vill minna áskrifendur sína og útsölu- menn á, að gjalddagi ritsins var 1. marz s.l. — Áskrifendur eru þvi vinsamlegast beðnir að greiða ritið hið allra fyrsta og útsölumenn hvattir til þess að hefja nú þegar innheimtu yf- irstandandi árgangs af fullum krafti. Einstakir kaupendur í dreifbýlinu, sem fá ritið sent beint frá afgreiðslunni eru minntir á að greiða póst- kröfu frá ritinu, strax og þeir fá tilkynningu um hana frá viðkomandi póstafgreiðslu. VINNAN er ódýrt rit þegar tekið er tillit til þess lesmáls, sem hún flytur. En möguleikarnir til þess að halda ritinu í þessu lága verði byggj- ast á skilvísi kaupenda. Vinnan hefur undan- tekningalítið mætt einstakri skilvísi af kaup- endum sínum og væntir að svo verði einnig nú og framvegis. _______________________________________________/ VINNAN 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.