Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 18

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 18
Þegar vinnandi stéttir íslands tóku einnig að bera fram kröfur sínar 1. maí stóð heldur ekki á kapitalist- unum hér að fjandskapast við verkamenn og spotta samtök þeirra. I þá daga stóðu eignamennirnir á gang- stéttunum, æptu hrakyrði og hentu skít á hina fáliðuðu verkamannasveit fyrstu kröfugangnanna. Auðmanna- stéttin íslenzka hefur nú fyrir löngu séð að krafa vinn- andi fólks um réttlæti verður ekki stöðvuð með hæðn- isópum og skítkasti. Fylkingar verkalýðsins 1. maí hafa ár hvert verið stærri en þær voru árið næst á undan. Þess vegna hefur auðmannastéttin á síðustu árum jafn- vel smjaðrað fyrir verkamönnum þenna dag — fylk- ingar vinnandi stéttanna eru orðnar svo fjölmennar 1. maí, samtök þeirra eru orðin vald, vald sem auðmanna- stéttin óttast. Hugur auðmannastéttarinnar til verkalýðsins hefur samt ekki breytzt. Fjandskapurinn er enn til staðar. Það er einungis óttinn við fylkingar fólksins sem hefur neytt kapitalistana til að breyta um bardagaaðferðir. Nú standa þeir ekki lengur á gangstéttunum 1. maí og æpa ókvæðisorð. Þeir eru hættir að henda skít í verka- menn þenna dag. I þess stað er nú kominn fagurgali. I stað ókvæðisópa beita þeir nú fortölum. Ef þú lest blöð yfirstéttarinnar frá liðnum árum, þá sérðu að fyrst reyndu þau að skopast að þér og hræða þig frá því að fara út á götuna 1. maí, en að í réttu hlutfalli við það sem fylkingar verkalýðsins á götunni stækkuðu, minnk- aði hótunartónn auðvaldsblaðanna og fortölurnar uxu að sama skapi. Þau sögðu þér að ef þú krefðist þess að fá hærra kaup, 8 stunda vinnudag, mannsæmandi húsa- kynni o. s. frv., þá værir þú „óþjóðlegur“, þetta væru ekki íslenzkar kröfur, þér væri stjórnað af erlendu valdi. — Þú hefðir jafnvel mátt halda að enginn gæti verið „sannur Islendingur“, nema hann sæti heima 1. maí. En þó fór svo að engar fortölur gátu haldið þér kyrrum 1. maí. Þú skipaðir þér við hlið stéttarbræðr- anna á götunni. Var þetta rétt af þér? Hefði ekki verið betra fyrir þig að sitja heima? Hafa samtök stéttar þinnar fengið nokkru áorkað? Þér þykir furðu barna- lega spurt. Atta stunda vinnudagurinn, hækkað kaup og fjölmargar aðrar réttindakröfur þínar frá fyrstu kröfugöngunum eru orðinn veruleiki í dag -— vegna þess, og aðeins vegna þess að þú og stéttarbræður þínir beittuð mætti samtakanna ykkar til að knýja þær fram. Það var því ekki einungis rétt af þér að taka þátt í sam- tökum félaga þinna, bera sameiginlega fram með þeim kröfur ykkar, — það var skylda þín við stétt þína, vel- ferð fj ölskyldu þinnar, framtíð barna þinna. En voru þá blöð auðmannastéttarinnar að ljúga að þér? Við skulum athuga það nánar. Fannst þér ísland verða þér framandi þegar þú fékkst viðurkenndan 8 stunda vinnudag? Fannst þér þú ekki lengur vera Is- lendingur eftir að þú fluttir úr kjallara inn á hæð í verkamannabústað ? Fannst þér þú verða Rússi eða Bandaríkjamaður við það að fá kauphækkun. Nei, ekkert af þessu, nema síður væri. Blöð auðmannastétt- arinnar voru að ljúga að þér þegar þau sögðu að þetta væru ekki íslenzkar kröfur. Þú getur ævinlega gengið að því vísu að þegar blöð auðmannastéttarinnar reyna að telja þér trú um eitthvað undir yfirskini þess að vera að ráða þér heilt, þá eru þau að ljúga að þér. Og enn bjóða blöð auðmannastéttarinnar, blöð heild- salanna, þér fagurgala og fortölur. Aldrei fyrr hafa þau lagt sig eins fram um að Ijúga að þér og einmitt nú. Kannske finnst þér þetta nú fullmikið sagt. Þá skulum við athuga málið betur. Þú getur sjálfur strax gengið úr skugga um þetta. Þau segja þér stundum að það sé eiginlega engin auðmannastétt til á Islandi, auður á fárra manna höndum sé bara skröksaga Moskvakomm- únista. Er þetta rétt hjá þeim? Varst það kannske þú sem árið er leið, allt til síðustu stundar eignakönnun- ardagsins mikla, varst önnum kafinn við að breyta bankainnstæðum þínum í hús og jarðir, dregla, skart- gripi og aðra dýra muni — jafnvel brennivín? Ert það kannske þú sem klippir arðmiða af hlutabréfum alls- konar fyrirtækja og tekur allt að 25% í vexti af pen- ingunum er þú lánaðir manninum sem er að koma sér upp húsi inni í Kleppsholti? Varst það kannske þú sem falsaðir faktúrur og lagðir hundruð þúsunda króna inn í erlenda banka? Nei. En það finnast auðmenn á Is- landi þótt ekki sé lengi leitað. Auðmannastéttin leggur í dag mesta áherzlu á að sundra hinu vinnandi fólki í smáhópa. Hún gerir það vegna þess að nú hyggst hún að taka af þér aftur ýms- ar réttarbætur sem þér féllu í skaut á undanförnum árum. Hvers vegna reyna kapítalistarnir að sundra samtökum vinnandi stéttanna? Vegna þess að þeir treysta sér ekki í átökum við sameinaða verkalýðsstétt, þeir ætla sér að ráða niðurlögum hennar í tvístruðum hópum. Auðmannastéttin er frek; hún er ekki hugrökk. Er það rétt að auðmannastéttin reyni að sundra verkalýðssamtökunum, spyr þú kannske, og hvernig fer hún að því? Blöð auðmannastéttarinnar segja þér að verkalýðs- samtökunum sé stjórnað af kommúnistum, og komm- únistunum sé stjórnað frá Moskvu eða Belgrad, þess vegna séu allar kröfur verkalýðssamtakanna kommún- istiskar, óþjóðlegar, fyrirskipaðar af erlendu ríki. Þau segja þér að ef þú ert sjálfstæðismaður, framsóknar- maður eða alþýðuflokksmaður þá megir þú ekki beita þér fyrir þessum kröfum, því með því sért þú að ganga erinda erlends einræðisríkis. Þetta er mjög alvarlegt ef rétt væri. Þess vegna skalt þú íhuga þetta af fullkom- inni ró og mjög vandlega. Ert þú að ganga erinda erlends ríkis þegar þú krefst þess að fjármagni þjóðarinnar verði varið til að auka 76 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.