Vinnan


Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 20
Hluti af kröfugöngunni 1. maí 1947. ránið og tollahækkanirnar komið léttar niður á þér, af því þú ert venjulega með flibba við vinnu þína heldur en verkamanninum sem vinnur flibbalaus á eyrinni? Þér finnst þetta vera hlægilegar spurningar, því þeg- ar þú hefur athugað þær, getur svarið ekki orðið nema á einn veg: Allar þessar kröfur verkalýðssamtakanna, og aðrar sem hér hafa ekki verið nefndar, eru bornar fram af því þú og félagar þínir vilja heill og hamingju þess fólks sem með vinnu sinni skapar allt það sem velmegun íslenzku þjóðarinnar byggist á. En hvers vegna eru þá blöð auðmannastéttarinnar að reyna að blekkja þig, ljúga að þér? Það er til a.ð simdra þér og félögum þínum í andstœða, hópa, því þegar það hefur tekizt œtlar auðmannastéttin að taka af ykkur aftur ýmsar þœr kjarabœtur, sem þið hafið náð fram á und- anförnum árum. Þess vegna lætur þú og félagar þínir ekki fortölur auðmannastéttarinnar tvístra ykkur í and- stœða hópa. Hagsmunir allra vinnandi stétta, — hvort sem þú ert sjálfstœðismaður, sósíalisti, alþýðuflokks- maður eða framsóknarmaður — eru sameiginlegir. — Þess vegna skipar þú þér við hlið félaga þinna 1. maí og endranœr um hin sameiginlegu hagsmunamál ykkar, stendur óbilandi vörð um hina stéttarlegu einingu, fylk- ir þér um kröfuna um réttlæti fyrir það fólk, þœr stéttir, sem með vinnu sinni framleiða öll þau verðmœti sem velmegun og framtíð íslenzku þjóðarinnar byggist á, það fólk sem með baráttu sinni og starfi hefur helgað sér ísland og elskar það heitast — ÞAÐ FÓLK SEM Á ÍSLAND. Af alþjóðavettvangi Framh. af bls. 70. Verkamönnum í iðnaðarframleiðslunni fjölgaði á árinu um 1.200.000 og afköst hvers verkamanns jukust um 13% miðað við árið áður. Launagreiðslur jukust um 23%. Verknámsskólar verksmiðjanna og járnbrautanna útskrifuðu á árinu 790.000 unga menn, auk þess að 2.200.000 verkamenn tóku þátt í æfinganámskeiðum í sinni atvinnugrein. Iðnaðarframleiðsla héraðanna er hernumin voru af Þjóðverjum tók miklum framförum. Steypujárns-fram- leiðslan varð 30%, plötujárns 35%, kola 19%, raf- orku 35%, sements 48% og sykur 123% meiri en 1946. I borgum herteknu héraðanna voru endurbyggðir eða byggðir frá grunni yfir 5 milljónir flatarmetra af íbúðarhúsnæði. 370.000 íbúðarhús voru byggð í sveit- um þessa landsvæðis. f lok ársins var skipt um'mynt. Hin nýja rúbla, sem sett var í umferð, hefur nú fullt verðgildi. Þessi ráð- stöfun kemur til með að hafa geysilega þýðingu fyrir efnahagslega uppbyggingu Ráðstjórnarríkjanna. Fyrir forgöngu verkalýðsins í Leningrad er nú vakn- aður mikill áhugi meðal verkalýðsins um öll Ráð- stjórnarríkin, fyrir því að ljúka 5 ára áætluninni á 4 árum. ÞjóSnýtingin í Tékkóslóvakíu Stærsta fyrirtæki Tékka, Skoda-verksmiðjurnar, hafa nú lokið fyrra ári tveggja ára áætlunarinnar með þeim árangri að heildarframleiðsla þeirra fór 206,2% fram úr áætlun. Hér eru nokkrar tölur er sýna árangur í einstökum greinum: Stálbræðsla .................... 132% Dráttarvélar ................... 102% Járnbrautarvagnar ............... 102% Rafmagnsmótorar ................ 120% Raforka ........................ 120% Á árinu var að fullu lokið við að endurbæta þær skemmdir er urðu á verksmiðjunum í stríðinu. Enn- fremur var .reist ný verksmiðja í Pilsen, sem fram- leiði járnbrautarvagna. * I ágúst í sumar heldur sænska verkalýðssambandið hátíðlegt 50 ára afmæli sitt. Það var stofnað í Stokkhólmi 5.—7. ágúst 1898. Stofnþingið sátu 268 fulltrúar fyrir yfir 50 þús. verka- menn. Nú er meðlimatala þess 1.200.000, þar af yfir 200.00 konur, úr 8.900 félögum, er sameinuð eru í 45 landsfélög. 78 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.