Vinnan - 01.12.1976, Síða 2
Avarp Björns Jónssonar\ forseta ASI
Sextíu ára barátta
Hinn 12. mars 1916 komu saman í Bárubúð í Reykjavík
fulltrúar nokkurra verkalýðsfélaga og ákváðu stofnun Al-
þýðusambands íslands og hinn 19. nóv. sama ár var fyrsta
sambandsþing þess háð á sama stað. Þetta ár er því afmælis-
ár heildarsamtaka íslenskrar verkalýðshreyfingar og á slíkum
tímamótum er mjög við hæfi að gera hvort tveggja í senn,
að renna huganum til baka og spyrja hvem árangur hið
sextuga starf hafi borið, og þá einnig þess hvernig á þeim
árangri megi byggja framhald þeirrar baráttu, svo að verða
megi til aukinna áhrifa og valds alþýðuhreyfingarinnar, sem
nýtt verði verkalýðsstéttum til hagsældar og heilla.
Þessum spumingum verður ekki svarað með neinum full-
nægjandi hætti í örfáum inngangsorðum þessa afmælisblaðs,
en svo mikið er víst, að fundimir í Bámbúð fyrir sextíu ár-
um mörkuðu tímamót I sögu þjóðarinnar og leiðin, sem þar
var mörkuð, hefur valdið aldahvörfum fyrir verkafólk á Is-
landi og þjóðina alla.
Þeir sem saman komu í Báruhúsinu, höfðu ekki neinn stór-
an liðsafla sér að baki og stofnendur ASÍ vom aðeins um
650 talsins. En þeir sem þar stóðu að verki, menn eins og
Ottó N. Þorláksson, Jón Baldvinsson og Jónas frá Hriflu,
áttu sér sterka hugsjón, tendraða af eldi jafnaðarstefnunnar,
sem um þessar mundir lýsti þjáðum verkalýð braut barátt-
unnar. Og þeir völdu einnig hið rétta augnablik til aðgerða
sinna, tímamót, þegar þjóðfélagið var að breytast úr svo til
hreinu bændasamfélagi í stéttaþjóðfélag, þar sem átök vax-
andi verkalýðsstéttar og stórauðvalds í kjölfar togaraútgerðar
og vélvæðingar hlutu að marka þjóðfélagsgerðina. Og enn
kom hér til, að tveggja ára heimsstyrjöld hafði geisað, en hún
hafði m.a. í för með sér óhemjulega dýrtíð, samfara því að
kaupgjaidi var haldið niðri með harðri hendi útgerðarauð-
valdsins. Líf verkalýðsstéttarinnar var martröð örbirgðar,
húsakynni hennar hreysi, klæðin tötrar og mataræði í sam-
ræmi við það.
Og hvemig hefur svo miðað í þá átt, sem fmmherjar bentu
til? Vissulega hefur sú urðin ekki verið greið til áfangans
þar sem við nú stöndum. I baráttunni hafa skipst á skin og
skúrir, sigrar og á stundum undanhald, en áfram hefur verið
brotist og um flest er ólíku saman að jafna það hlutskipti,
sem vinnandi fólk bjó við fyrir 60 árum og nú. Þann mun
sjá allir heilskyggnir og dylst ekki að margt og mikið hefur
á unnist, þótt því fari fjarri að brautin sé brotin til enda.
Við búum enn í stéttaþjóðfélagi, þar sem þrífst margvíslegt
misrétti, auðsöfnun fárra og fátækt og umkomuleysi margra.
Lögmál stéttabaráttunnar em því í fuMu gildi eftir 60 ára
stríð og henni mun ekki linna fyrr en alþýða manna og sam-
tök hennar, hinn stóri meirihluti þjóðarinnar, skilur jafnvel
og fmmherjarnir að vandamál verkalýðsstéttarinnar og verka-
lýðshreyfingarinnar verða ekki leyst nema fyrir baráttu þess-
ara afla, sem geta þegar þau vilja og hætta að láta villa sér
sýn, orðið það vald, sem mótar þjóðfélagið og það líf, sem
í því er lifað.
Liðsaflinn, sem stóð að baki þeim fulltrúum örfárra verka-
lýðsfélaga, sem stofnuðu Alþýðusamband Islands í mars 1916,
var eins og áður segir um 650 manns. I dag skipa Alþýðusam-
bandið um 47 þúsund manns. Þannig er ASl orðið mesta
fjöldahreyfing í landinu og við hlið þess starfa nokkur fá-
mennari sambönd Iaunamanna, en stærst þeirra er BSRB með
um 12000 félagsmenn, en launþegasamtökin öll hafa innan
sinna vébanda yfir 60 þúsundir félagsmanna. Hin fámenna
sveit frá 1916 er orðin að skipulögðum en lýðræðislega upp-
byggðum her, sem ekkert fær staðist, ef hann sækir fram
jafnt á faglega sviðinu, sem hinu stjórnmálalega. Faglega er
hreyfingin sterk en stendur enn höllum fæti er að því kemur
að verja faglega sigra sína með stjórnmálalegum aðgerðum og
valdi. Það að ná þeim áhrifum og valdi, hlýtur að vera stærsta
mál hennar á komandi árum.
Þetta hefur sjaldan verið ljósara en á allra síðustu árum
og einnig nú á afmælisárinu. Þrátt fyrir miklar kauphækkanir
í krónum og aurum taldar, hafa lífskjör alls almennings farið
hríðversnandi og ofan á svarta kjaraskerðinguna hafa stjórn-
völd uppi ráðagerðir um að bæta skerðingu á helgasta rétti
hreyfingarinnar — verkfallsréttinum — og þrengja þannig
að á vígstöðvum frjálsra samninga á vinnumarkaðinum. Það
á víst að verða afmælisgjöf landsfeðranna til verkalýðsfélag-
anna á merkisári heildarsamtaka þeirra. „Vituð þér enn eða
hvað?“
En alþýðan á Islandi getur líka gefið sjálfri sér og sam-
tökum sínum afmælisgjafir, sem verða henni því heilladrýgri
sem tímar líða. Hún getur a.m.k. lagt drög að því að efla enn
faglega einingu sína og styrkja hinar stjórnmálalegu greinar
sínar. Fyrsta skrefið tU þeirrar áttar er það að draga ísland
á sem skemmstum tíma upp úr því láglaunafeni, sem það er
nú sokkið í, þrátt fyrir einar hæstu þjóðartekjur á mann,
sem þekkjast í heiminum. Baráttan fyrir því getur ekki að-
eins verið reiptog um krónur, sem áður en varir eru orðnar
að einseyringum í heimatilbúinni óðaverðbólgu. Sú barátta
verður að samtvinnast stríðinu fyrir réttindum verkalýðsstétt-
arinnar á öUum sviðum, og umfram allt eUífri baráttu verka-
lýðsstéttarinnar fyrir réttlátu og betra þjóðfélagi — þjóðfélagi
frelsis, jafnréttis og bræðralags.
Undir þeim kjörorðum hófu frumherjarnir merkið og þau
kjörorð munu marka braut verkalýðsstéttarinnar á kom-
andi tímum.
2 VINNAN