Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 40

Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 40
r Isðensk verkalýðshreyfing 1920-1930. Saga verkalýðshreyfingarinnar á íslandi hefur lítt verið rannsökuð af sagnfræðingum og þjóðfélagsfræðingum. Margt bendir þó til að áhugi á rannsóknum á þessu sviði sé mjög að aukast ekki síst með tilkomu kennslu í þjóðfélagsfræðum við Háskóla íslands. Um mánaðamótin nóvember- desember mun koma út á vegum Félagsvísindadeildar Háskólans og Bókaútgáfunnar Örn og Örlygur rit sem nefnist „íslensk verkalýðs- hreyfing 1920-1930“. Er ritið í ritröð þessara aðila um íslensk þjóðfélagsfræði. Höfundur er Svanur Kristjánsson lektor í stjórn- málafræði. Sérstök ástæða er til að vekja athygli á riti þessu, en hér verður gerð örstutt grein fyrir efni þess og vitnað í það með leyfi höfundar. Fyrsti kaflinn nefnist Efnahags- grundvöllur og verkalýðshreyfing. Þar er fjallað ítarlega um atvinnuhætti á áratugnum og þá fjölgun sem varð í verkalýðsstéttinni. Ennfremur er gerð grein fyrir atvinnuástandi, einkum við sjávarsíðuna og því mikla öryggis- leysi, sem verkafólk bjó við. Annar kaflinn fjallar um baráttu verkalýðs- hreyfingarinnar. 1 honum er leitaö svara við eftir- töldum spurningum: 1) Hver var hugmyndafræði íslenskrar verkalýðshreyfingar á árunum 1920 til 1930? 2) Hver voru markmið baráttu verka- lýðshreyfingarinnar og hvaða bar- áttuaðferðum beitti hún? 3) Hver var árangur þessarar bar- áttu? Höfundur segir m.a.: „TiJ að skilja sögu íslenskrar verka- lýðshreyfingar á árunum 1920—1930 er nauðsynlegt að gera sér glögga grein fyrir, hve átakasvið verkalýðs og at- vinnurekenda voru skýrt afmörkuð. Verkalýðshreyfingin og atvinnurek- endur voru sammála um það grund- vallaratriði að takmarka átök sín á milli við deilur um framfærslukostn- að; þannig er yfirleitt ekki deilt um hvort kaupið eigi að lækka, þegar framfærslukostnaður minnkar, heldur hvenær og hve mikil hæikkunin verði. Á áratugnum 1920—1930 fylgir kaup yfirleitt framfærslukostnaði án neinna meiriháttar átaka eða verk- falla. Dagvinnukaup Dagsbrúnar, fé- lags verkamanna í Reykjavík, var ár- ið 1919 90 aurar, hækkaði í kr. 1,30 árið 1920 og kr. 1,48 árið 1921. Sama ár lækkaði kaupið niður í kr. 1,20 og hélst svo fram til ársins 1924 en hækk- aði þá í kr. 1,40. Árið 1927 lækkaði kaupið í kr. 1,20 aftur og var óbreytt til 1930. Árið 1930 var því tímakaup verkamanns í Reykjavík 10 aurum lægra en árið 1920. Baráttumál verkalýðsfélaganna á þessu tímabili má greina í fjóra höf- uðþætti: 1) Að afla viðurkenningar atvinnu- rekenda og ríkisvaldsins á samn- ingsrétti verkalýðsfélaga. 2) Að laun verkamanna séu sam- kvæmt taxta verkalýðsfélaganna. 3) Að félagar verkalýðsfélaganna gangi fyrir um vinnu. 4) Að allir verkamenn séu í verka- lýðsfélögum“. I framhaldi af þessari greiningu á baráttumálum hreyfingarinnar i fjóra höfuðþætti er gerð grein fyrir hverj- um þeirra um sig. Um viðurkenningu og samningsrétt segir að verkalýðsfélögunum hafi að mestu tekist að afla sér samningsrétt- ar, þótt í raun hafi verkalýðsfélögin ekki almennt verið viðurkennd sem samningsaðilar fyrr en eftir samþykkt vinnulöggjafarinnar á Alþingi 1938. Síðan er þróun kauptaxta rækilega rakin og nefnd fjölmörg dæmi um baráttuna fyrir því að kaup væri greitt eftir taxta verkalýðsfélaganna, og dæmi um misræmi í kaupi verka- manna eftir atvinnugreinum, búsetu, árstíma og kynferði. Höfundur segir m.a.: „I heild má segja, að mikið mis- ræmi hafi verið á kaupi verkafólks eftir (1) atvinnugreinum (2) búsetu (3) kyni og (4) árstíma (lægra á vetrum). Árin 1920—1930 minnkaði mismun- ur kaups milli atvinnugreina. Árið 1930 var sagt að „í byggingarvinnu og öðrum stöðum er taxti Dagsbrúnar nú genginn í gildi. Má nú segja að nú sé að mestu úr sögunni það misræmi í kaupi, sem viðgengist hefur undan- farin ár“. Meira samræmi varð einnig á kaupi verkamanna milli staða á landinu. Launamunur eftir búsetu hvarf þó engan veginn og var af mörgum álitinn eðlilegur vegna mismunar á fram- færslukostnaði. Um 1930 var mismunur á kaupi eftir árstíðum orðinn mikið fátíðari en áður og t.d. tekur Verkamannafé- lag Akureyrar upp það nýmæli 1930 að auglýsa einn kauptaxta fyrir allt árið. Þegar litið er á þróun kaupgjalds- mála árin 1920—1930, kemur í ljós, að mismunur á kaupi eftir atvinnu- greinum, búsetu og árstíðum hefur minnkað verulega eða horfið. Hins vegar hélst mismunur kaups verka- manna og verkakvenna nær óbreyttur 40 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.