Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 35

Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 35
myndin að almennum slysatrygging- um hafði verið rædd á allmörgum þingum og var Jón Baldvinsson öt- ulasti baráttumaður fyrir henni. Hafði oft verið skorað á ríkisstjórnina að leggja fram frumvarp um þetta efni, en af því hafði aldrei orðið. I athuga- semdum allsherjarnefndar segir m.a. að með vaxandi notkun véla verði þörfin brýnni með ári hverju og kröf- urnar háværari. Lögð er áhersla á hve mikil réttarbót fdist í að taka upp greiðslu dagpeninga. Það sé að vísu galli að lögin nái ekki til allra verka- manna, en talað um að það verði næsta skref í baráttunni. Aðalatriðið sé, að með þessum lögum verði lögð undirstaða að tryggingastarfsemi, sem síðan verði hægt að byggja ofan á. Bætur almennra slysatrygginga voru þrenns konar, þ.e. dánarbætur, ör- orkubætur og dagpeningar. Með lög- um um alþýðutryggingar 1936 má segja að langmestur hluti erfiðisvinnu- fólks sé slysatryggt, en þó var fólk við landbúnaðarstörf ekki tryggt enn- þá. Árið 1928 flytja þeir Ásgeir Ás- geirsson og Bjarni Ágeirsson tillögu til þingsályktunar um ellitryggingar. Er þar skorað á ríkisstjórnina að láta fara fram rannsókn og undirbúning á að koma á almennum ellitrygging- um í landinu. Árið 1929 er lögð fram tillaga til þingsályktunar um skipun miUiþinga- nefndar til þess að undirbúa og semja frumvarp til laga um almannatrygg- ingar. Flutningsmenn voru Haraldur Guðmundsson, Héðinn Valdimarsson og Sigurjón Á. Ólafsson. Sama ár er lagt fram þingmanna- frumvarp, sem Ingibjörg H. Bjarna- son mælti fyrir. Var þetta breytingar- tillaga við lögin frá 1909 sem fjölluðu um almennan ellistyrk. Var frum- varpið fellt. Breytingartillagan gerði ráð fyrir Fiskbreiðsla á Kirkjusandi i Reykjavík um 1912. hækkun iðgjalda um helming. Héð- inn Valdimarsson mótmælti harðlega og sagði slíkt frumvarp einungis tefja sómasamleg lög um almennar trygg- ingar. Árið 1930 kemur enn fram tillaga til þingsályktunar um almannatrygg- ar. Eru hér enn flutningsmenn Haraldur Guðmundsson, Héðinn Valdimarsson og Sigurjón Á. Ól- afsson. Miklar og harðar um- ræður urðu sem áður. Magnúsi Jóns- syni þykir þetta vera „fallegt á papp- írnum“ eins og margt annað hjá jafn- aðarmönnum. Hann vitnar í bækling eftir íslenskan lækni, sem lengi hef- ur dvalist í París. „Hann sýnir fram á það, hversu sjúkratryggingarnar séu demoraliserandi með dæmum úr reynslu sjúkrahúsanna í þessum efn- VINNAN 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.