Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Side 35

Vinnan - 01.12.1976, Side 35
myndin að almennum slysatrygging- um hafði verið rædd á allmörgum þingum og var Jón Baldvinsson öt- ulasti baráttumaður fyrir henni. Hafði oft verið skorað á ríkisstjórnina að leggja fram frumvarp um þetta efni, en af því hafði aldrei orðið. I athuga- semdum allsherjarnefndar segir m.a. að með vaxandi notkun véla verði þörfin brýnni með ári hverju og kröf- urnar háværari. Lögð er áhersla á hve mikil réttarbót fdist í að taka upp greiðslu dagpeninga. Það sé að vísu galli að lögin nái ekki til allra verka- manna, en talað um að það verði næsta skref í baráttunni. Aðalatriðið sé, að með þessum lögum verði lögð undirstaða að tryggingastarfsemi, sem síðan verði hægt að byggja ofan á. Bætur almennra slysatrygginga voru þrenns konar, þ.e. dánarbætur, ör- orkubætur og dagpeningar. Með lög- um um alþýðutryggingar 1936 má segja að langmestur hluti erfiðisvinnu- fólks sé slysatryggt, en þó var fólk við landbúnaðarstörf ekki tryggt enn- þá. Árið 1928 flytja þeir Ásgeir Ás- geirsson og Bjarni Ágeirsson tillögu til þingsályktunar um ellitryggingar. Er þar skorað á ríkisstjórnina að láta fara fram rannsókn og undirbúning á að koma á almennum ellitrygging- um í landinu. Árið 1929 er lögð fram tillaga til þingsályktunar um skipun miUiþinga- nefndar til þess að undirbúa og semja frumvarp til laga um almannatrygg- ingar. Flutningsmenn voru Haraldur Guðmundsson, Héðinn Valdimarsson og Sigurjón Á. Ólafsson. Sama ár er lagt fram þingmanna- frumvarp, sem Ingibjörg H. Bjarna- son mælti fyrir. Var þetta breytingar- tillaga við lögin frá 1909 sem fjölluðu um almennan ellistyrk. Var frum- varpið fellt. Breytingartillagan gerði ráð fyrir Fiskbreiðsla á Kirkjusandi i Reykjavík um 1912. hækkun iðgjalda um helming. Héð- inn Valdimarsson mótmælti harðlega og sagði slíkt frumvarp einungis tefja sómasamleg lög um almennar trygg- ingar. Árið 1930 kemur enn fram tillaga til þingsályktunar um almannatrygg- ar. Eru hér enn flutningsmenn Haraldur Guðmundsson, Héðinn Valdimarsson og Sigurjón Á. Ól- afsson. Miklar og harðar um- ræður urðu sem áður. Magnúsi Jóns- syni þykir þetta vera „fallegt á papp- írnum“ eins og margt annað hjá jafn- aðarmönnum. Hann vitnar í bækling eftir íslenskan lækni, sem lengi hef- ur dvalist í París. „Hann sýnir fram á það, hversu sjúkratryggingarnar séu demoraliserandi með dæmum úr reynslu sjúkrahúsanna í þessum efn- VINNAN 35

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.