Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 6
nema með skipulegum fjöldaaðgerð-
um. Segja má að verðbólgusvipan
lemji menn inn í samtökin sem síðan
reyndu að halda í við verðlagið. Um
þetta leyti hafði hér á Faxaflóasvæð-
inu myndast borgarastétt, sem nokkuð
skyndilega hafði komist í efni og skák-
aði á vissan hátt valdastöðu gamla
embættisaðalsins. Þjóðfélagsþróunin
var komin á það stig að tími harðn-
andi stéttabaráttu var kominn, stétta-
vitund að vakna hjá verkalýðnum sem
tiltölulega nýlega var kominn á möl-
ina úr sveitum hins gamalgróna
íslenska bænda- og fiskimannasamfé-
lags.
Það er á þessurn umbrotatímum sem
Verkamannafélagið Dagsbrún tekur
ákvörðun um að snúa sér til annarra
starfandi verkalýðsfélaga í nágrenn-
inu og óskar eftir tilnefningu í und-
irbúningsnefnd að stofnun sambands
verkalýðsfélaganna. Þetta var 28. okt.
1915. Menn hafa væntanlega gert sér
grein fyrir að samstöðu þyrfti milli fé-
laganna, ef takast ætti í ört vaxandi
dýrtíð að hindra að kaupgjaldi og
fiskverði yrði endalaust haldið niðri.
Alla vega eru undirtektirnar alls stað-
ar góðar og fimm mánuðum síðar eða
12. mars er stofnfundur ASÍ haldinn
að viðstöddum um 20 fulltrúum frá
sjö félögum. Að þessu sinni voru að-
stæður allt aðrar en 1907 er fyrir-
rennari ASl — Verkamannasamband
Islands — var stofnað. Nú voru and-
stæðurnar í íslensku samfélagi og
stéttavitund verkalýðsins meiri en þá
og verkamenn í Reykjavík hófðu þá
þegar unnið eftirminnilegan sigur í
bæjarstjórnarkosningum. Menn vissu
hvers þeir voru megnugir og héldu ó-
trauðir út í baráttuna. Ljóst var að öll
stéttabarátta var jafnframt pólitísk
barátta. Verkalýðssamband var jafn-
framt gert að stjórnmálaflokki alþýðu
— Alþýðuflokknum.
Fjögur baráttumál
I dag finnst flestum sjálfsagt að þeir
sem selja vinnuafl sitt myndi félag og
semji síðan við atvinnurekendur um
kaup og kjör. En svo hefur ekki alltaf
verið. Að vísu þurftu íslenskir verka-
menn ekki að glíma við það, að vera
sviptir félagafrelsi og starfa leynilega
eins og stéttabræður þeirra víða er-
lendis þurftu og þurfa enn. Hér tryggði
stjómarskráin frá 1874 þessi mann-
réttindi og stjórnarskrárbreyting 1915
og 1920 gerði velflestum kleyft að
njóta þeirra mannréttinda er felast í
kosningarétti. En hvað sem lagabók-
stafir segja, þá þurftu stéttarfélögin
að glíma fyrst við það að öðlast við-
urkenningar á því, að þau hefðu samn-
ingsrétt fyrir félagsmenn sína og þeir
hefðu forgang að vinnu á viðkomandi
félagssvæði. Einnig var nauðsynlegt
að ná þessum áfanga til að fá alla
starfandi verkamenn til að ganga í við-
komandi stéttarfélag. Félögin þurftu
að helga sér verksvið. Það var ærið
misjafnt, hve stórhuga þau vom í þeim
efnum. Þannig ályktar t.d. Hásetafé-
lag Reykjavíkur á stofnárinu 1915 að
„það heyri undir verksvið sitt, að
kjósa alþýðumenn í bæjarstjóm og til
þingsetu, en ekki höfðingja, svokall-
aða, eins og verið hefur.“7) Dagsbrún
hafði þá þegar tekið þátt í kosning-
um í Reykjavík og boðið fram lista
verkamanna. En eftir stofnun ASl
varð fyrsta eldskím hreyfingarinnar
„Hásetaverkfallið“ vorið 1916. Þar er
deilt um lifrarhlutinn og hvort útgerð-
armenn eigi að hirða allan stríðsgróð-
ann af þeirri vöm. En ef nánar er að
gáð, þá er Hásetafélagið fyrst og
fremst áð berjast fyrir því að fá viður-
kenningu á samningsrétti. Útgerðar-
menn vom ekki reiðubúnir til að fall-
ast á það og er verkfallið dróst á
langinn, auglýstu þeir í málgögnum
sínum, hvaða laun hásetar ættu að
hafa, fremur en setjast að samninga-
borði við þá. Áður höfðu prentarar
orðið að setja á stofn eigið prentverk
til að knýja prentsmiðjueigendur til
að viðurkenna HlP sem samningsað-
ila.
Ef litið er á baráttumál faghreyfing-
arinnar á árunum fram til 1930, þá
má flokka þau í fjóra þætti:
1. að afla viðurkenningar atvinnurek-
enda og ríkisins á samningsrétti
verkalýðsfélaganna.
2. að kaup verkamanna sé greitt sam-
kvæmt taxta verkalýðsfélaganna.
3. að félagar verkalýðsfélaganna gangi
fyrir um vinnu á félagssvæðinu.
4. að allir verkamenn séu í verkalýðs-
félögum. 8)
Segja má að það takist að mestu að
ná fyrsta baráttumálinu fram á þriðja
áratugnum, þó í raun fáist ekki laga-
leg viðurkenning á því fyrr en með
vinnulöggjöfinni 1938. Á árunum 1920
til ’30 voru t.d. Hnífsdalsverkfallið
1924 og Baldursverkfallið á Isafirði
1926 nær einvörðungu um samnings-
rétt. Á einstaka stöðum utan þéttbýl-
Orð brautryðjandans!
„Smáfuglamir í stéttarþjóðfé-
lagi geta aldrei treyst handleiðslu
jarðneskra eða himneskra mátt-
arvalda og þeir verða að berjast
fyrir rétti sínum í þeim aðstæð-
um. Það gera þeir með samtaka-
mætti sínum og þeir edga að
uppskera framtíðarskipulag í
samræmi við hag þeirra.
Þar duga engin vettlingatök
og baráttan hefur ætíð verið
hörð, ef þeir eiga að uppskera
mannsæmandi lífskjör. Þegar
þeir slaka á klónni í þessari bar-
áttu þá fer strax að síga á ó-
gæfuhliðina fyrir þeim og órétt-
lætið heldur innreið sína.
Mér hefur alltaf fundist ég þurfa
að skipa mér yst til vinstri í hinni
pólitísku baráttu, — þar hef ég
öðlast samræmið í hlutunum.
Það er mikil gæfa að geta gefið
sig óskiptan í baráttu fyrir göf-
ugum málstað, — persónuleiki
manns hjaðnar niður, ef ósam-
ræmið býr inni fyrir og þar duga
lítið vegtyllur sem sárabætur. Sá
maður deyr ætíð óhamingjusam-
ur að leiðarlokum“.
Ottó N. Þorláksson á 50 ára afmæli
ASÍ. (Viðtal Þjóðviljinn 12. mars
1966).
6 VINNAN