Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 37

Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 37
Netahnýting á verkstæði Sigurjóns Péturssonar. Jakob Möller: „Það er mikið skvaldrað um, hvað þetta sé stórfellt mannúðarmál, það sé svo mikill stuðningur að styrktarstarfseminni í landinu; nú eigi að hjálpa öllum“. Jakob sagði ennfremur, að fólk hér á landi sé alls ekki í örþrifavandræð- um, því að það eigi alltaf heimtingu á brýnustu þörfum. Þess vegna sé eng- in knýjandi nauðsyn á þessari löggjöf. (Alþ.tíð. bls. 1570). Gísli Guðmundsson: Hann taldi þetta mál ekkert einkamál sósíalista. Margar menningarþjóðir hafa komið á slíkri löggjöf og það þó að sósíalist- ar hafi ekki verið við völd. Þess vegna geti Framsóknarflokkurinn talið þetta almennt umbótamál. (Alþ.tíð. bls. 1574). Jóhann Þ. Jósefsson: Taldi að sósí- alistar væru að hóta stjórnarslitum ef framsóknarmenn ekki styddu frum- varpið. (Alþ.tíð. bls, 1591). Frumvarpið að lokum afgreitt sem lög um alþýðutryggingar og tóku þau gildi 1936. Tryggingastoí'nun ríkisins stofnuð til að framkvæma lög um alþýðutrygg- ingar. Samkvæmt alþýðutiyggingalögun- um voru nú allir kaupstaðabúar 16 ára og eldri skyldaðir til að vera í sjúkrasamlagi. Þau voru þó aðeins í kaupstöðum, en sveitarfélög gátu stofnað sjúkrasamlög, ef meira en helmingur atkvæðisbærra manna sam- þykkti það. Réttinda nutu aðeins þeir, sem höfðu tekjur undir ákveðnu lág- marki. Greidd var sjúkrahússvist, læknis- hjálp, lyf og dagpeningar. Slysatryggingar voru að mestu ó- breyttar frá 1925. Stofnaður skyldi sjóður til greiðslu á elli- og örorkulífeyri. Greiðslur voru háðar tekjum. Félög, sem stofnað höfðu atvinnu- leysistryggingasjóði áttu rétt á ákveðn- um greiðslum frá ríki og bæ. Fyrstu lög um almannatryggingar árið 1945 I málefnasamningi ríkisstjórnarinn- ar, en Finnur Jónsson var þá félags- málaráðherra, var svo ákveðið, að komið verði á svo fullkomnu almanna- tryggingakerfi, að það nái til allra þjóðfélagsþegna, án tillits til stéttar og efnahags. Að samningu þessa frumvarps unnu mikið þeir Jón Blöndal, hagfræðingur, og Jóhann Sæmundsson, læknir og ráðherra. Auk þess sem sjúkratryggingar, elli- og örorkulífeyrir verða nú öllum heim- ilar koma nú nýir bótaflokkar al- mannatrygginga til sögunnar: barna- lífeyrir til munaðarlausra barna, barna ekkna, gamalmenna og öryrkja, fæðingarhjálp, ekkjubætur og jarðarfararstyrkur og ekkjulífeyrir, fjölskyldubætur með fleiri börnum en þremur. Tryggingastofnunin tekur að sér greiðslu meðlaga. Hinar ýmsu reglur um bætur hafa breyst síðan, en að þessum lögum bú- um við enn í dag. Tryggingastofnun ríkisins er með þessurn lögum fjármögnuð með ið- gjöldum og ríkisframlagi. Kostnaður VINNAN 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.