Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 15
 » /æ í':(: u fl Úr verslun Zimsen í Reykjavík. arflutiiingi var beitt sérstaklega gagn- vart þeim er höfðu sýnt þá djörfung að taka forystu í verkalýðsbaráttunni í sínu plássi. Þannig vofði sveitarfiutn- ingur yfir formanni Verkalýðsfélags Bolungarvíkur vorið 1932 eftir að hann, vegna veiikinda um veturinn, hafði orðið að leita aðstoðar hreppsfélags- ins. Fékk hann bróf frá hreppsnefnd- inni þess efnis að ef hann tryggði ekki, að hann þyrfti ekki að leita á náðir sveitarinnar, þá yrðu börnin tafarlaust tekin af honum og komið fyrir á „góð- um heimilum“. Ekki er að efa að þeir hefðu framfylgt þessari hótun, enda var Hannibal Valdimarsson fluttur nauðugur frá Bolungarvík er hann var þar í erindagjörðum fyrir verkalýðs- hreyfinguna á þessu sama ári. At- vinnurekendur staðarins og hrepps- nefndin urðu að láta undan í báðum þessum málum vegna eindreginna mót- mæla verkalýðsins. 20) Baráttan gegn sveitaflutningunum hafði mikið að segja í atvinnuleysis- baráttu verkalýðsins 1930—40. 1 þeirri baráttu fundu mörg alþýðuheimilin, að það voru hin pólitísku og faglegu samtök verkalýðsins sem voru brjóst- vöm alþýðuheimilanna. Þegar Alþýðu- flokkurinn vann sinn mikla kosninga- sigur 1934, þá setti hann það sem skil- yrði við myndun ríkisstjómar,, hinna vinnandi stétta“, að lögin um sveita- flutninga yrðu afnumin og menn misstu ekki kosningarétt sökum fá- tæktar. Alþjóðleg samstaða verkalýðsins Að líkindum hefur alþjóðahyggja verkalýðsins aldrei verið meiri en á kreppuárunum og svo var einnig hér á landi. Þá beittu íslensk verkalýðsfé- lög samtakamættinum til að sýna stéttarbræðrum sínum eriendis sam- hug. Skýrast birtist þetta í þeim að- gerðum hafnarverkamanna að neita að vinna undir hakakrossfána nasista í þýskum skipum, þeim sama fána er var tákn ofbeldisaðgerða gegn þýskum verkalýð. Andfasistabaráttan var eink- um áberandi hjá Kommúnistaflokki fslands og einnig Alþýðuflokknum, en hvað verkalýðsfélögin snertir voru að- gerðir hafnarverkamanna í Díönu- slagnum í Reykjavík, Siglufirði, Akur- eyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum skeleggastar. Þar var neitað að vinna undir hakakrossfánum, þeir ýmist skornir niður eða neitað um afgreiðslu á viðkomandi skipum. Þá birtist bar- áttan gegn ógnunum fasismans í sam- hug verkalýðsins með baráttu alþýðu Spánar í borgarastyrjöldinni 1936—39 og vaxandi samfylkingartilraunum verkalýðsflokkanna á þeim tíma hér á landi. Á eftirstríðsárunum hefur heldur minna farið fyrir alþjóðahyggj- unni en þó einna helst orðið vart við skilning á nauðsyn alþjóðlegrar sam- stöðu varðandi glímuna við fjölþjóða- fyrirtækin. Nauðsyn pólitískrar samstöðu Þegar Alþýðusamband fslands var stofnað fyrir 60 árum var sambandið jafnframt Alþýðuflokkurinn. Er Kommúnistaflokkur fslands var stofn- aður 1930, var kommúnistum meinuð VINNAN 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.