Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Side 15

Vinnan - 01.12.1976, Side 15
 » /æ í':(: u fl Úr verslun Zimsen í Reykjavík. arflutiiingi var beitt sérstaklega gagn- vart þeim er höfðu sýnt þá djörfung að taka forystu í verkalýðsbaráttunni í sínu plássi. Þannig vofði sveitarfiutn- ingur yfir formanni Verkalýðsfélags Bolungarvíkur vorið 1932 eftir að hann, vegna veiikinda um veturinn, hafði orðið að leita aðstoðar hreppsfélags- ins. Fékk hann bróf frá hreppsnefnd- inni þess efnis að ef hann tryggði ekki, að hann þyrfti ekki að leita á náðir sveitarinnar, þá yrðu börnin tafarlaust tekin af honum og komið fyrir á „góð- um heimilum“. Ekki er að efa að þeir hefðu framfylgt þessari hótun, enda var Hannibal Valdimarsson fluttur nauðugur frá Bolungarvík er hann var þar í erindagjörðum fyrir verkalýðs- hreyfinguna á þessu sama ári. At- vinnurekendur staðarins og hrepps- nefndin urðu að láta undan í báðum þessum málum vegna eindreginna mót- mæla verkalýðsins. 20) Baráttan gegn sveitaflutningunum hafði mikið að segja í atvinnuleysis- baráttu verkalýðsins 1930—40. 1 þeirri baráttu fundu mörg alþýðuheimilin, að það voru hin pólitísku og faglegu samtök verkalýðsins sem voru brjóst- vöm alþýðuheimilanna. Þegar Alþýðu- flokkurinn vann sinn mikla kosninga- sigur 1934, þá setti hann það sem skil- yrði við myndun ríkisstjómar,, hinna vinnandi stétta“, að lögin um sveita- flutninga yrðu afnumin og menn misstu ekki kosningarétt sökum fá- tæktar. Alþjóðleg samstaða verkalýðsins Að líkindum hefur alþjóðahyggja verkalýðsins aldrei verið meiri en á kreppuárunum og svo var einnig hér á landi. Þá beittu íslensk verkalýðsfé- lög samtakamættinum til að sýna stéttarbræðrum sínum eriendis sam- hug. Skýrast birtist þetta í þeim að- gerðum hafnarverkamanna að neita að vinna undir hakakrossfána nasista í þýskum skipum, þeim sama fána er var tákn ofbeldisaðgerða gegn þýskum verkalýð. Andfasistabaráttan var eink- um áberandi hjá Kommúnistaflokki fslands og einnig Alþýðuflokknum, en hvað verkalýðsfélögin snertir voru að- gerðir hafnarverkamanna í Díönu- slagnum í Reykjavík, Siglufirði, Akur- eyri, Eskifirði og Vestmannaeyjum skeleggastar. Þar var neitað að vinna undir hakakrossfánum, þeir ýmist skornir niður eða neitað um afgreiðslu á viðkomandi skipum. Þá birtist bar- áttan gegn ógnunum fasismans í sam- hug verkalýðsins með baráttu alþýðu Spánar í borgarastyrjöldinni 1936—39 og vaxandi samfylkingartilraunum verkalýðsflokkanna á þeim tíma hér á landi. Á eftirstríðsárunum hefur heldur minna farið fyrir alþjóðahyggj- unni en þó einna helst orðið vart við skilning á nauðsyn alþjóðlegrar sam- stöðu varðandi glímuna við fjölþjóða- fyrirtækin. Nauðsyn pólitískrar samstöðu Þegar Alþýðusamband fslands var stofnað fyrir 60 árum var sambandið jafnframt Alþýðuflokkurinn. Er Kommúnistaflokkur fslands var stofn- aður 1930, var kommúnistum meinuð VINNAN 15

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.