Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 52

Vinnan - 01.12.1976, Blaðsíða 52
Verkalýðsbaráttan og bókmenntirnar. VERKAMAÐUR Hann var eins og hver annar verkamaður, í vinnufötum og slitnum skóm. Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður og átti ekki nokkurn holgidóm. Hann vann á eyrinni aila daga þegar einhverja vinnu var hægt að fá, en konan sat heima að stoppa og staga og stugga krökkunum til og frá. Svo var það eitt sinn þann óratíma að enga vinnu var hægt að fá. Hver dagur varð harðsótt og hatrömm glíma við hungurvofuna, til og frá. Þá ólgaði hatrið sem öldur á sænum, og auðvaldsins harðstjórum ristu þeir níð. Og loksins kom að því þeir börðust í bænum um brauð handa sveltandi verkalýð. Þann dag var hans ævi á enda runnin og enginn veit meira um það. Með brotinn hausinn og blóð um munninn og brjóst hans var sært á einum stað. Hans fall var hljótt eins og fóm í leynum, í fylkinguna sást hvergi skarð. Að stríðinu búnu, á börum einum þeir bám lík hans upp í kirkjugarð. Og hann var eins og hver annar verkamaður, í vinnufötum og slitnum skóm. Hann var aldrei hryggur og aldrei glaður og átti ekki nokkurn helgidóm. Engin frægðarsól eða sigurbogi er samantengdur við minning hans. En þeir segja að rauðir logar logi á leiði hins fátæka verkamanns. Steinn Steinarr. STUND MILLI STRlÐA Það ár, sem ég fæddist, var friður saminn, er fávísir menn settu grið. En áfram var haldið og barist og barist og búið við vopnaðan frið. Og vestur á fjörðum var friðnum shtið, og fátækir daglaunamenn börðust þar fyrir betri heimi og berjast þar sumir enn. Mín ævi er aðeins stund milli stríða. — Nú stríða þeir enn. Ég bíð og trúi á heiminn og fegurð og frelsi og friðinn — og þetta stríð. Jón úr Vör. KALT STRlÐ Þetta er ekki blóð. I>etta er ekki sú sanna uppspretta hjartans þetta er ekki straumfall ástarinnar þetta er ekki lækurinn ekki áin ekki fljótið ekki hafsjórinn sem litar líf vort rautt. Þetta mórauða skólp sem hnígur þyngslalega um æðar vorar það er ekki mannsblóð ekki hinn skapandi lífsflaumur kynslóðanna heldur tóbak og kaffi og brennivín. Þurfum vér þá svipuhögg í andlitið þarf að brenna land vort svívirða konur vorar henda böm vor á byssustingjum til þess að blóð vort verði rautt og heitt til þess að blóð vort verði lifandi til þess að blóð vort verði ósvikið mannsblóð? Verður blóð vort þá fyrst rautt og heitt og lifandi þegar vér liggjum helsærðir í valnum og það fossar niður í rúst vorrar glötuðu ættjarðar? Jóhannes úr Kötlum. 52 VINNAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.