Vinnan - 01.12.1976, Page 40
r
Isðensk verkalýðshreyfing
1920-1930.
Saga verkalýðshreyfingarinnar
á íslandi hefur lítt verið
rannsökuð af sagnfræðingum
og þjóðfélagsfræðingum.
Margt bendir þó til að áhugi
á rannsóknum á þessu
sviði sé mjög að aukast
ekki síst með tilkomu kennslu í
þjóðfélagsfræðum við
Háskóla íslands.
Um mánaðamótin nóvember-
desember mun koma út
á vegum Félagsvísindadeildar
Háskólans og Bókaútgáfunnar
Örn og Örlygur rit sem
nefnist „íslensk verkalýðs-
hreyfing 1920-1930“.
Er ritið í ritröð þessara aðila
um íslensk þjóðfélagsfræði.
Höfundur er Svanur
Kristjánsson lektor í stjórn-
málafræði. Sérstök ástæða
er til að vekja athygli
á riti þessu, en hér verður
gerð örstutt grein fyrir efni
þess og vitnað í það með
leyfi höfundar.
Fyrsti kaflinn nefnist Efnahags-
grundvöllur og verkalýðshreyfing. Þar
er fjallað ítarlega um atvinnuhætti á
áratugnum og þá fjölgun sem varð
í verkalýðsstéttinni. Ennfremur er gerð
grein fyrir atvinnuástandi, einkum við
sjávarsíðuna og því mikla öryggis-
leysi, sem verkafólk bjó við. Annar
kaflinn fjallar um baráttu verkalýðs-
hreyfingarinnar.
1 honum er leitaö svara við eftir-
töldum spurningum:
1) Hver var hugmyndafræði íslenskrar
verkalýðshreyfingar á árunum 1920
til 1930?
2) Hver voru markmið baráttu verka-
lýðshreyfingarinnar og hvaða bar-
áttuaðferðum beitti hún?
3) Hver var árangur þessarar bar-
áttu?
Höfundur segir m.a.:
„TiJ að skilja sögu íslenskrar verka-
lýðshreyfingar á árunum 1920—1930
er nauðsynlegt að gera sér glögga grein
fyrir, hve átakasvið verkalýðs og at-
vinnurekenda voru skýrt afmörkuð.
Verkalýðshreyfingin og atvinnurek-
endur voru sammála um það grund-
vallaratriði að takmarka átök sín á
milli við deilur um framfærslukostn-
að; þannig er yfirleitt ekki deilt um
hvort kaupið eigi að lækka, þegar
framfærslukostnaður minnkar, heldur
hvenær og hve mikil hæikkunin verði.
Á áratugnum 1920—1930 fylgir
kaup yfirleitt framfærslukostnaði án
neinna meiriháttar átaka eða verk-
falla. Dagvinnukaup Dagsbrúnar, fé-
lags verkamanna í Reykjavík, var ár-
ið 1919 90 aurar, hækkaði í kr. 1,30
árið 1920 og kr. 1,48 árið 1921. Sama
ár lækkaði kaupið niður í kr. 1,20 og
hélst svo fram til ársins 1924 en hækk-
aði þá í kr. 1,40. Árið 1927 lækkaði
kaupið í kr. 1,20 aftur og var óbreytt
til 1930. Árið 1930 var því tímakaup
verkamanns í Reykjavík 10 aurum
lægra en árið 1920.
Baráttumál verkalýðsfélaganna á
þessu tímabili má greina í fjóra höf-
uðþætti:
1) Að afla viðurkenningar atvinnu-
rekenda og ríkisvaldsins á samn-
ingsrétti verkalýðsfélaga.
2) Að laun verkamanna séu sam-
kvæmt taxta verkalýðsfélaganna.
3) Að félagar verkalýðsfélaganna
gangi fyrir um vinnu.
4) Að allir verkamenn séu í verka-
lýðsfélögum“.
I framhaldi af þessari greiningu á
baráttumálum hreyfingarinnar i fjóra
höfuðþætti er gerð grein fyrir hverj-
um þeirra um sig.
Um viðurkenningu og samningsrétt
segir að verkalýðsfélögunum hafi að
mestu tekist að afla sér samningsrétt-
ar, þótt í raun hafi verkalýðsfélögin
ekki almennt verið viðurkennd sem
samningsaðilar fyrr en eftir samþykkt
vinnulöggjafarinnar á Alþingi 1938.
Síðan er þróun kauptaxta rækilega
rakin og nefnd fjölmörg dæmi um
baráttuna fyrir því að kaup væri greitt
eftir taxta verkalýðsfélaganna, og
dæmi um misræmi í kaupi verka-
manna eftir atvinnugreinum, búsetu,
árstíma og kynferði.
Höfundur segir m.a.:
„I heild má segja, að mikið mis-
ræmi hafi verið á kaupi verkafólks
eftir (1) atvinnugreinum (2) búsetu (3)
kyni og (4) árstíma (lægra á vetrum).
Árin 1920—1930 minnkaði mismun-
ur kaups milli atvinnugreina. Árið
1930 var sagt að „í byggingarvinnu og
öðrum stöðum er taxti Dagsbrúnar
nú genginn í gildi. Má nú segja að nú
sé að mestu úr sögunni það misræmi
í kaupi, sem viðgengist hefur undan-
farin ár“.
Meira samræmi varð einnig á kaupi
verkamanna milli staða á landinu.
Launamunur eftir búsetu hvarf þó
engan veginn og var af mörgum álitinn
eðlilegur vegna mismunar á fram-
færslukostnaði.
Um 1930 var mismunur á kaupi
eftir árstíðum orðinn mikið fátíðari
en áður og t.d. tekur Verkamannafé-
lag Akureyrar upp það nýmæli 1930
að auglýsa einn kauptaxta fyrir allt
árið.
Þegar litið er á þróun kaupgjalds-
mála árin 1920—1930, kemur í ljós,
að mismunur á kaupi eftir atvinnu-
greinum, búsetu og árstíðum hefur
minnkað verulega eða horfið. Hins
vegar hélst mismunur kaups verka-
manna og verkakvenna nær óbreyttur
40 VINNAN