Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 10
eitthvað smávegis, en það er þá
gert til þess aó kaupa á sig frið
og er venjulega nauðaómerki-
legt og lítils virði fyrir verkalýð-
inn, þegar alt kemur til alls. Svo
mikið er víst, að á þingi fást
engar endurbætur aðrar en þær,
sem eru þannig vaxnar, að auð-
valdið stendur jafn-föstum fót-
um eftir sem áður.“
Ársæll Sigurðsson.
(Alþýðublaðið 20. april 1926).
Þingræðið.
„ — Stjómin skipar menn í þau
embætti og störf, er sett eru á
stofn eða losna. Hafi jafnaðar-
menn meirihluta á löggjafar-
þingi, þá ráða þeir, hvaða lög
eru samþykkt, og þeir ráða því,
hverjir skipa iandsstjómina, og
stjórnin aftur þeim framkvæmd-
um ríkisins, sem þingið vill láta
hana ráða. Sé ég því ekki betur
en að jafnaðarmenn geti „með
þingstarfsemi einni saman“ náð
völdunum í þjóðfélaginu. Þetta
er líka sú ríkjandi skoðun hjá
jafnaðarmönnum á Norðurlönd-
um, Englandi og annars staðar
í Vestur-Evrópu, og að þetta
megi takast, byggja jafnaðar-
menn einmitt á hinum almenna
kosningarétti. Hann er jafnað-
armönnum það „hjálparmeðal“,
sem dugir til þess að ná völdun-
um í þjóðfélaginu. Nægur meiri
hluti atkvæða. kjósenda við þing-
kosningar veitir meiri hluta at-
kvæða á þinginu. En það er auð-
vitað rétt, að það má ekki vera
nein tilviijun, að jafnaðarmenn
fái atkvæði meiri hluta kjós-
endanna, því að slíkt yrði
ekki haldgott. Með eflingu
alþýðusamtakanna (verkalýðs-
og stjórnmálafélögum) verð-
ur að tryggja jafnaðarmönn-
um varanlegt fylgi til kosn-
inga, og þetta hefir verið gert í
nágrannalöndunum. Það er ekki
nema stutt tímaspursmál, þang-
að til jafnaðarmenn í Danmörku
og Svíþjóð hafa einir yfirráðin
í löggjafarsamkomum þessara
landa, og þróun alþýðusamtak-
anna og efling jafnaðarmanna-
flokkanna í þessum löndum
ríkisvaldi, varð verkalýðshreyfingin að
beita valdi til að hindra að verkföll
yrðu rofin. Þessi valdbeiting kom til
er atvinnurekendur reyndu að láta
hef ja vinnu með verkfaUsbrjótum. Slíkt
ógnaði tilverurétti félaganna og því
var valdbeiting nauðsyn. Á þessum
tíma (1916—38) kom nokkrum sinn-
um til tals að komið yrði á ríkislög-
reglu er beita mætti í verkfallsátökum.
Á Alþingi 1925 lagði ríkisstjórn
Jóns Magnússonar fram frumvarp um
stofnun varalögreglu. Samkvæmt því
skyldi ríkisstjórninni hehnilt „að koma
á fót sveit varalögreglumanna í hverj-
um kaupstað landsins, — eftir því er
við verður komið — til þess að vera
til taks, lögreglustjóra til aðstoðar,
ef nauðsyn krefði, og hinir föstu lög-
reglumenn reynast eigi einhlítir eða
fyrirfram er sjáanlegt, að þeir séu
ckki einhlítir.“12) Líklega eru það tíð-
ari vinnudeilur og átökin í sambandi
við Blöndalsslaginn 1923 er valda því
að frumvarp þetta er flutt. Það mætti
mikilli andstöðu innan þings og utan
og litu verkalýðssamtökin svo á að
stofnun varalögreglu væri beint gegn
fslenskir þjóðemissinnar 1. maí 1934 og samfylkingarganga Kommúnistaflokksins
i Reykjavík 1. maí 1935.
10 VINNAN