Vinnan - 01.12.1976, Síða 11
sér og efndu til mótmæla. Framsókn-
armennimir Tryggvi Þórhallsson og
Ágeir Ásgeirsson fluttu á þessu sama
þingi frumvarp um embætti' sátta-
semjara og náði það fram að ganga.
Frumvarpið um „varalögreglu“ dag-
aði hins vegar uppi á þingi, fyrst og
fremst vegna mikillar andstöðu er það
mætti.
En íslensk borgarastétt var ekki af
baki dottin. Eftir hin hörðu stétta-
átök kreppuppársins 1932 var gerð
önnur tilraun til að koma á ríkislög-
reglu og náði það frumvarp fram að
ganga. Þetta var á Alþingi 1933 er
Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn
töldu nauðsynlegt að styrkja lögregl-
una eftir ryskingar ársins á undan.
Alþýðuflokkurinn mótmælti þessari á-
kvörðun kröftuglega. Þegar Alþýðu-
flokkurinn gekk til kosninga árið
1934 birti hann róttæka 4 ára áætl-
un er var hugsuð sem starfsskrá
flokksins 1935—39. Þar segir m.a.„Að
afneina ríkislögregluna í vísu trausti
þess, að unnt sé að stjóma þessari frið-
sömu þjóð með þeirri mannúð og
réttlæti, að úr engum deilum þurfi
að skera með hemaði og ofbeldi.“13)
Þegar Alþýðuflokkurinn myndaði
„stjórn hinna vinnandi stétta“ með
Framsóknarflokknum var gengið að
því skilyrði Alþýðuflokksins að lögjn
um ríkislögreglu yrðu afnumin. Þann-
ig fór önnur tilraunin til stofnunar
ríkislögreglu út um þúfur vegna ein-
arðrar andstöðu verkalýðshreyfingar-
innar. Það er þó hægt að finna þess
dæmi á fjórða áratugnum að að lög-
regluyfirvöld boðuðu út „varalið“,
sem verkamenn kölluðu hvítliða. Var
sliku liði m.a. beitt í Nóvu-deilunni
á Akureyri, en eftir slík atvik neituðu
verkamenn að vinna með þcim er
starfað höfðu í slíkum hvítliðasveit-
um.
öðru hvoru má rekast á fullyrðing-
ar í málgögnum verkalýðshreyfingar-
innar alílt fram yfir síðari heimsstyrj-
öldina, þess efnis að lögregluyfirvöld
hafi viðbúnað vegna yfirvofandi verk-
falla. Þannig er t.d. fullyrt í kosninga-
baráttunni 1937, að lögreglan hafi
staðið í vopnakaupum og haft áætlan-
ir um handtökur eftir átökin 9. nóv.
1932, en ekkert orðið úr þeim. Síðar
er getið um skipun skipherra á varð-
skipi til að fara með lögreglumál í
Hafnarfirði er þar stóð yfir Hlífardeil-
an 1939. Ekki varð þó úr valdbeitingu
þar. Þá hafði breska setuliðið afskipti
af vinnudeilu er varð, þegar Dagsbrún
auglýsti nýjan launataxta í janúar 1941
og áttu afskipti hersins sinn þátt í
ósigri Dagsbrúnarmanna.
Það að hindra tókst myndun ríkis-
lögreglu og afskipti slíkra aðila af
vinnudeilum hefur haft mikið að segja
fyrir íslenska verkalýðshreyfingu. S.am-
taka mótmæli verkalýðshreyfingarinn-
ar bægðu þeirri vá frá dyrum íslensks
verkalýðs. Segja má, að frá því í sex
vikna verkfallinu 1955 hafi tiltölulega
lítið borið á tilraunum til að brjóta
verkföll á bak aftur með verkfalls-
brjótum.
Kröfur um takmörkun
vinnudagsins
Fyrir réttum 100 árum skrifaði
verkamaður á Norðurlandi í blaðið
Norðurfara á Akureyri um vinnulaun
verkamanna. Þar setur hann fram
kröfur um sanngjörn daglaun, þ.e. 2
kr. fyrir 12 stunda dagvinnu, en bend-
ir jafnframt á „hver vegur yrði bein-
astur til að fá þessu hrundið í lag, en
hann álítum vér, að einungis sé ein-
dreginn félagsskapur“.1'1) Verkamað-
urinn gerir sér grein fyrir að það er
aðeins hægt að knýja þessi mannrétt-
indi fram með samtakamætti og því
verði að mynda félagsskap. Þetta er
elsta íslenska heimildin, sem ég hef
rekist á þar sem krafist er afmörkun-
ar á dagvinnu. Þá voru tæp 30 ár lið-
in síðan breska þingið samþykkti lög
um 10 stunda dagvinnu barna og
kvenna.
Fyrstu almennu verkalýðsfélögin á
Islandi, sem stofnuð voru á Seyðis-
firði og Akureyri vorið 1897 settu
fram kröfur um 10 stunda vinnudag.
Við stofnun Dagsbrúnar fyrir 70 ár-
um voru ákvæði í aukalögum félags-
ins að binda almennan vinnudag frá
kl. 6 árdegis til kl. 6 síðdegis. Þegar
danskur verktaki við hafnargerðina í
Reykjavík reynir að lengja vinuudag-
inn bregðast verkamenn harðlega við
og hið fræga verkfall verður árið
1913. Það leynir sér ekki að í þessum
átökum magnar þjóðernistilfinningin
baráttuþrek verkamanna. Tveim mán-
uðum eftir að verkfallið hófst neyddist
danski verktakinn Kirk að nafni að
láta undan og gera skriflegan samning,
þann fyrsta í sögu Dagsbrúnar, um
kaup og kjör í samræmi við aukalög
félagsins.15)
bera þess einmitt beztan og
greinilegastan vott, að það
er ekki eingöngu mögu-
legt að ná völdum í þjóð-
félaginu með þingstarfsemi, held-
ur einnig ber það þess vott, að
það sé æskilegasta leiðin fyrir
alla alþýðu.
Alþýðuflokkurinn íslenzki
byggir einnig starfsemi sína á
þessum grundvelli“.
Jón Baldvinsson
(Alþýðublaðið 23. apríl 1926).
„Ekki nógur fatnaður“.
„Einn af forstöðumönnum
„Samverjans" var spurður að
því, hvort það væru sömu börn-
in sem kæmu dag eftir dag til
þess að fá ókeypis máltíð í
góðgerðastofnun þessari (starf-
rækt vetrarmánuðina á öðrum
tug aldarinnar á versta atvinnu-
leysistímanum):
Svarið var: „Nei, það er oft
svoleiðis, að helmingur af böm-
unum frá einni fjölskyldu kem-
ur í dag, hinn hdmingurinn á
morgun, og orsökin er sú, að
það er ekki nógur fatnaður til
þess, að þau geti komið öll í
einu“.
(Eimreiðin 1926, bls. 195).
„Að ástandið er lítið betra í
kaupstöðunum út um land, má
sjá af ýmsu, er birzt hefur í
blöðum, sem þar em gefin út,
og, t.d. á sögu þeirri, er hér fer
á eftir:
„Einn af starfsmönnum rík-
isins á Akureyri tók eftir því
einn vetrarmánuð, er hin miklu
þurrafrost gengu (sem eru svo
algeng á Norðurlandi), að aldrei
voru nema tvö af fjórum börnum
fátæks verkamanns, er þar bjó
nærri, úti í einu. Honum þótti
þetta kynlegt og fór að grensl-
ast eftir orsökinni, en hún var
þá þetta: Það vom aðeins til
tvær húfur handa fjómm börn-
um, en kuldinn of mikill til
þess að þau væm úti berhöfð-
uð“ “.
(Ólafur Friðriksson ncfnir þetta
dæmi í grein um jafnaðarstefnuna
í Eimreiðinni 1926, bls. 193-209).
VINNAN 11