Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Síða 12

Vinnan - 01.12.1976, Síða 12
„Ekki rétt að breyta“ „Ég er mótfallinn breytingar- tillögu á þingskjali 468. . . . Þar er farið fram á að fella burt það skilyrði, að menn séu ekki í skuld fyrir þeginn sveitarstyrk og einnig er aldursmarkið fært niður í 21 ár. Mér sýnist ekki rétt að fara að breyta þessu. Ég tel rétt að halda svo lengi sem unnt er í aðalatriðum þeirri kjördæmaskipun, sem nú er í landinu". (Jón Þorláksson form. íhaldsflokks- ins í þingræðu 1927). Ákall í Alþýðublaðinu 5. nóv. 1932. „Konur, mæður, systur! Aldrei hefur ástandið á heimilum okk- ar verið eins slæmt og nú, aldrei höfum við haft eins litlu úr að spila, aldrei hefur verið eins svart framundan. Stjómvöld hafa ákveðið að lækka sultarlaun verkamanna um 36 aura á klukkustund og nú eiga feður okkar, synir og bræður, sem fá eina viku í már - uði í atvinnubótavinnunni, að fá einar 36 krónur á mánuði. Við höfum því engu að tapa, alþýðufólkið. Við getum alveg eins dáið drottni oikkar eða svelt á sveitarstyrknum, eins og að píra í okkur vatnsblandið fyrir þessar 36 krónur. Við skulum í einhuga sam- einaðri fylkingu hrópa dauða og dóm yfir það stjórnarfar er hung- urdrepur fólk“. Guðlaug Stefánsdóttir (Alþýðublaðið 5. nóv. 1932). „Ófyrirleitnir æsingaseggir“ „Því meðan kommúnistinn frá Hriflu ræður í þessu landi, félag ar hans úr flokki bolsa og „lydd- urnar“ úr hópi bænda, þá er hér í rauninni fullkomin ofbeld- isstjórn í landinu, stjórn Alþýðu- sambands Islands, sem þverbrýt- ur öll landslög og rétt manna eftir geðþótta ófyrirleitinna æs- ingaseggja“. (Morgunblaðið 31. jan. 1932). Árið 1910 er gerð fyrsta tilraunin til að fá Alþingi til að lögbinda 10 stunda vinnudag. Þar er að verki einn af hvatamönnum verkalýðssamtak- anna á Vestfjörðum, Ólafur Ólafsson, sem skýrir frá því í blaðinu Vestra að verkalýðsfélagið á Isafirði hafi far- ið þess á leit við þingmanninn Sr. Sig- urð Stefánsson í Vigur að fá löggjafar- valdið til að lögbjóða 10 stunda vinnu- dag. Segir blaðið að þetta sé í fyrsta sinn sem krafa þessi sé borin fram hér á landi.Séra Sigurður varð þó ekki við þessari beiðni og sneri Ólafur sér þá til Skúla Thoroddsen, sem lofaði honum að styðja málið ef það kæmi fyrir þingið. 1 lok greinarinnar segir Ólafur, að hann „leyfi sér . . . að skora á þáttvirtan þiugmann vom að fylgja kröfum vor verkamanna með ráðum og dáð á næsta þingi.“") Ekk- ert gerðist þó í þessu máli á Alþingi í þao sinn, en árið 1919 gerir fyrsti þingmaður alþýðusamtakanna Jör- undur Brynjólfsson tilraun til þess að fá lögfestan vinnutíma sjómanna. Þar með hefst baráttan fyrir setn- ingu vökulaga á togurunum, en tog- araútgerð var orðinn stór þáttur í at- vinnulífinu í Reykjavík og Hafnarfirði. Jörundur setti markið í frumvarpi sínu við 8 tíma hvíld háseta á botn- vörpungum. Málið mætti mikilli and- stöðu á þingi og var frumvarpið fellt, einkum vegna ótta bændaþingmann- anna við sams konar kröfur annarra stétta um 8 stunda vinnu, 8 tíma svefn og 8 tíma hvíld. Jón Baldvinsson, sem náð hafði kjöri í aukakosningum í Reykjavík 1921, endurflutti frumvarp- ið strax á sínu fyrsta þingi og var þá samþykkt ákvæði um 6 tíma hvíld á sólarhring og tóku lögin gildi 1. jan. 1922. Vökulögin höfðu mikla sögu- lega þýðingu í baráttu verkalýðssam- takanna fvrir betri lífsskilvrðum. Það er athyglisvert að frumvarpið um hvíldartíma háseta fékk stuðning hjá ýmsum helstu málsvörum borgara- stéttarinnar á Alþingi. Virðast þeir hafa dregið þá lærdóma af þróuninni í þessum efnum erlendis, að tilgangs- laust væri að streitast á móti, heldur væri eðlilegra og vænlegra að láta undan og jafnvel eigna sér hlutdeild í málinu. Vökulögin uku einnig trú Alþýðuflokksmanna á að ná mætti fram rtiiklum umbótum á íslensku samfélagi eftir þingræðislegum leið- um. Árið 1920 setja prentarar fram samningsuppkast þar sem í fyrsta sinn er gerð krafa um 8 stunda vinnudag. Þessi menningarkrafa hafði allt frá stofnun Annars Alþjóðasambands verkalýðsins 1889 verið helsta krafa verkalýðsins og 1. maí ár hvert verið helgaður þeirri kröfu alít frá árinu 1890. Prentsmiðjueigendur streittust á móti en létu loks undan er prentarar höfðu búist til verkfalls. Samþykkt var að 8 stunda vinnudagur gengi í gildi um áramótin 1920/1921. Þannig urðu Prentarar til að ríða á vaðið eins og svo oft í sögu íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Nokkur félög iðnaðar- manna náðu fram 8 stunda vinnudegi fyrir seinni heimsstyrjöldina. I hinum hörðu stéttaátökum ársins 1942 er fylgdu í kjölfar „gerðardóms- laganna“ 1942 reistu verkalýðssamtök- in kröfuna um 8 stunda vinnudag og náðu henni fram í hinum sigursælu samningum haustið 1942. En barátt- unni fyrir styttingu vinnudagsins var ekki lokið með 8 stunda markinu (þ.e. 48 stunda vinnuviku). Markið var næst sett við 44 stundir á viku og náði sú krafa almennt fram í samn- ingum árið 1965. Laugardagsfrí var almennt farið að innleiða og því eðli- /egt að verkamannafólögin settu sér það mark að koma á 5 daga vinnu- viku. Árið 1970 samdi ríkið við op- inbera starfsmenn um 40 stunda vinnuviku og í kjölfar þess kom kraf- an um 40 stunda vinnuviku án skerð- ingar á vikukaupi. Ýmis iðnaðar- mannafélög sömdu um þessa styttingu I áföngum, en í samningunum árið 1972 tókst að semja um fyrirkomulag vinnuvikustyttingarinnar og beitti vinstri stjórnin sér síðan fyrir lögfest- ingu 40 stunda vinnuviku. Þannig hefur verkalýðshreyfingin ineð áratugabaráttu náð að stytta daa- vinnutímann. Margsinnis hafa útgerð- armenn gert tilraun til að fá breytt á- kvæðum um hvíldartíraa háseta og sýnir það vel, að stöðugt þurfa sjó- mannasamtökin að vera vel á verði um þessi ákvæði og njóta til þess stuðnings heildarsamtakanna. En þó tekist hafi að stytta dagvinnutímann, þá hefur sú stytting í raun aðeins þýtt að menn komust fyrr á eftir- vinnutaxta. Á þessu sviði bíða verka- lýðssamtakanna mikil verkefni. 1 því sambandi má minna á athyglisverð- an atburð í sögu Dagsbrúnar árið 12 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.