Vinnan - 01.12.1976, Síða 16
. . . ef valdhafar landsins ætla
að einbeita sér að því einu að
fcúga launþegana til kauplækk-
unar með svipu atvinnuleysis og
öngþveitis yfir höfði þeirra, —
þá verður lítið sem ekkert af
þessu framkvæmt nú á næstunni,
Jþá kaupum við mat handa okk-
ur erlendis frá fyrir innistæðum-
ar“.
(Einar Olgcirsson form, Sósíalista-
flokksins í nýsköpunarræðu á al-
þingi 11. sept. 1944).
„Kommúnistar vinna mark-
visst að upplausn og eyðilegg-
ingu ríkjandi þjóðsikipulags".
(Tíminn, 15. sept. 1944).
„Og svo byrjaði hann (E.O.)
að telja upp, eins og eggjakonan
forðum, hvað hann ætlaði að
kaupa fyrir hina miklu fjárupp-
hæð, þegar hann væri búixui að
fá hana í hendur. Það voru „20
til 30 nýir dieseltogarar af bestu
gerð, 200—300 nýtísku vélbátar,
hentug millilandaskip til flutn-
ings á afurðum okkar, 4—5 stór-
virkar síldarverksmiðjur“ o.s.-
frv. Ræða Einars Olgeirssonar
stóð ekki nema í hálfa klukku-
stund. En svo lengi að minnsta
kosti fékk þjóðin að lifa í para-
dís þeirra skýjaborga, sem hann
var svo fljótur að byggja úr
froðunni einni saman. En þar
með var líka draumurinn bú-
• _ («
mn .
(Alþýðublaðið, sept. 1944).
„önnur meginstefna nýsköp-
unarstjómarinnar (Sjálfstæðisfl.,
Alþýðufl., Sósíalistafl. 1944-46)
var að tryggja það, „að allir
landsmenn gætu haft atvinnu
við sem arðbærastan atvinnu-
rekstur, og þessu markmiði ætl-
aði stjómin að leitast við að
ná m.a. með því að setja á sér-
stakan reikning jafnvirði eigi
minna en 300 millj. kr. af er-
lendum gjaldeyri bankanna í
Bretlandi og Bandaríkjunum,
og mátti ekki ráðstafa þeim
gjaldeyri án samþykkis ríkis-
stjómarinnar og eingöngu til
kaupa á eftirtöldum framleiðslu-
16 VINNAN