Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 19

Vinnan - 01.12.1976, Qupperneq 19
Fjölmennur Dagsbrúnarfundur. Staða samvinnuhreyfingariniiar gagn- vart verkalýðshreyfingunni hefur hins vegar verið ólík því sem gerðist á hin- um Norðurlöndunum. Mest urðu von- brigði verkafólks er heyja varð harð- vítug átök við þessa hreyfingu sem sprottin er upp af sama meiði og verkalýðshreyfingin. Nægir í því sam- bandi að nefna „Garnaslaginn" í Reykjavík 1930 er Sambandsfyrirtæki reyndi að láta verkfalisbrjóta eyði- leggja verkfali verkakvenna í slátur- húsum. Sama var uppi á teningnum er kaupfélögin smöluðu smábændum úr nágrannasveitum Akureyrar til að láta þá vinna á lægri taxta en Verka- lýðsfélagið hafði samið um. Þetta gerðist t.d. í KEA-verkfailinu haustið 1932 og Iðju-verkfallinu á Akureyri 1937. 1 því síðamefnda vildu verk- smiðjur Sambandsins ekki viðurkenna samningsrétt Iðju á Akureyri og kaup- kröfur fólagsins. Dæmi um hið gagnstæða er hins vegar að finna úr verkfallinu 1961 er fyrirtæki Sambandsins fyrir norðan gerðu sérsamning við verkalýðssam- tökin þegar launafólk reyndi að rétta hlut sinn eftir kjaraskerðingu við- reisnarstjórnarinnar. Rétt er að nefna annað dæmi um lækkun vöruverðs fyrir tilstilli verka- lýðshreyfingarinnar. Haustið 1952 hafði náðst samstaða nokkurra fjöl- mennra verkalýðsfélaga um að knýja fram kauphækkun. Var boðað verk- fall í desemberbyrjun. Þá hafði at- vinnuleysi gert vart við sig á nýjan leik frá árinu 1950 og kjaraskerðingin var orðin mikil eftir gengisfellinguna 1950. Háð var þriggja vikna verkfaffl sem bitnaði illa á alþýðuheimilunum rétt fyrir jólin. En ástandið var þá líka orðið þannig, að kjaraskerðingin var það mikil að verkafólk hafði ekki efni á að fara ekki í verkfall. Samkvæmt skýrslum um mjólkursölu á höfuð- borgarsvæðinu kemur fram að mjólk- urneysla hafði dregist saman frá mars 1950 og sýnir það að alþýða manna var farin að neita sér um mjólkur- kaup. Mjólk hafði hækkað í verði og verkafólk varð að spara við sig í mjólkurkaupum.22) Lítið fékkst af beinni kauphækkun í þessu desember- verkfalli og ýmsir töldu launafólk hafa beðið mikinn ósigur. Aftur á móti sætti verkalýðshreyfingin sig við að fá verðlækkun á brýnustu nauð- synjavörum er jafngilti 5 vísitölustig- um, orlof var lengt úr 12 dögum í 15, orlofsfé aukið og fjölskyldubætur voru auknar. Vöruverðslækkunin kom m.a. fram í verulegri verðlækkun á mjólk og jókst mjólkurneyslan á ár- inu 1953 miðað við árin á undan. I seinni tíð hefur verkalýðshreyfing- in stundum boðið samninga á grund- velli aðgerða í verðlags- og efnahags- málum, en slíkum boðum lítið verið sinnt. Að skipa Alþingi fyrir verkum Áður hefur verið getið um það, að verkaJýðshreyfingin hafi gert lög sem Aiþingi hafði samþykkt að engu eða einskis nýtu pappírsgagni. En þess eru líka dæmi að verkalýðshreyfingin hafi með verkfallsaðgerðum knúið löggjaf- arvaldið til að setja lög, jafnvel sam- þykkja frumvörp sem þingið hafði hafnað í áraraðir. Hér á eftir verða tilgreind tvö skýrustu dæmin. Sigur verkalýðshreyfingarinnar í skæruhernaðinum árið 1942 og vax- andi styrkur verkalýðsfulltrúa á lög- gjafarsamkomunni hafði í för með sér að Alþingi samþykkti lög um orlof. Frumvarp um orlofsmál hafði í nokk- ur ár legið fyrir Alþingi en ekki hlotið afgreiðslu. En við samningana haustið 1942 skuldbundu atvinnurekendur sig VINNAN 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.