Vinnan - 01.12.1976, Síða 24
Verkalýðsbaráttan
og bókmenntirnar.
MFA, Rvík 1970. Bemska reykvískr-
ar verkalýðshreyfingar frá 1887-1916,
Reykjavík í 1100 ár útg. Sögufélagið
og Reykjavíkurborg, Rvík 1974, bls.
204-225. Ágrip af sögu Félags jám-
iðnaðarmanna afmælisrit 1970. Þættir
úr baráttusögu Sóknar, afmælisrit ár-
ið 1975. Svipmyndir úr 60 ára baráttu
ASÍ, Þjóðviljinn 12. mars 1976. Stjórn-
málaágreiningur innan verkalýðshreyf-
ingarinnar í Reykjavík 1916-30,fjölrit á
vegum Norræna sumarháskólans 1975.
íslensk verkalýðshreyfing 1930-40, at-
hugasemdir um skipulag og stjórnmála-
ágreining, fjölrit á vegum Norræna
sumarháskólans 1976.
Pétur G. Guðmundsson: Tíu ára starfssaga
Sjómannafélags Reykjavíkur, Rvík
1925.
Skúli Þórðarson: Félög verkamanna og at-
vinnurekenda, grein í Félagsmál á ís-
landi, Rvík 1942 bls. 223-247. Sjó-
mannafélag Reykjavíkur 50 ára, Rvík
1965. Alþýðusambandið fimmtugt,
Vinnan, afmælishefti 1966, bls. 16-31.
Stefán Jóh. Stefánsson: Endurminningar
I-n, Rvík 1973.
Svanur Kristjánsson: Islensk verkalýðs-
hreyfing 1920-30, fjölrit á vegum Nor-
ræna sumarháskólans 1975. íslenskt
þjóðfélag 1930-40, nokkrar athuga-
semdir, fjölrit á vegum Norræna sum-
arháskólans 1976.
Sverrir Kristjánsson: Félagsmál á Islandi,
Rvík 1942 (ásamt Jóni Blöndal). Al-
þingi og félagsmálin, Rvík 1954 (í
samvinnu við Jón Blöndal). Dagsbrún
60 ára, Réttur 1966. Fjöldi greina í
Vinnunni um sögu íslenskrar og evr-
ópskrar verkalýöshreyfingar.
Auk ofangreindra heimilda og rita má
benda á fróðleik um sögu íslenskrar verka-
lýðshreyfingar í eftirtöldum ritum og blöð-
um (og er listinn þó engan veginn tæm-
andi): Nýja ísland 1904-1905, Alþýðublað-
iö 1906, Verkamannablaðið 1913, Dags-
brún 1915-18, Réttur 1916-76, Alþýðublað-
ið 1919-1976, Rauði fáninn, Verkamaður-
inn á Akureyri frá 1921, Alþýðumaðurinn
á Akureyri frá 1930, Verkalýðsblaðið 1929
- 36, Þjóðviljinn 1936-76, Vinnan 1943-76,
Vinnan og verkalýðurinn. Einnig má benda
á endurminningar alþýðufólks, afmælisrit
einstakra félaga, afmælisgreinar í blöðum
tengdar stórafmælum, bæklinga, flokkstíð-
indi og þingtíðindi alls konar, en þó sér-
staklega Þingtíðindi ASÍ 1926-72. Þá er
einnig að finna í Andvara tímariti Þjóð-
vinafélagsins merkar greinar um látna
stjómmálaleiötoga, einnig úr röðum verka-
lýðshreyfingarinnar. Ýmis bókmenntaverk
tímabilsins frá 1924 til þessa dags fjalla
einnig um stöðu verkalýðsstéttarinnar og
gefa glögga mynd af baráttu verkalýðsstétt-
arinnar.
AUÐVALD
Auðvald er það vald, sem ræður
yfir auði og stjórnar með auði. Það
skiptir engu máli, hvort það á auð-
inn að lögum eða hefir hann að láni.
Er til slíkt vald hér á landi? Já. Vér
vitum að megin-peningaráð landsins
eru í höndum útgerðarmanna og nokk-
urra stórkaupmanna. Vér vitum einn-
ig, að þeir nota þessi umráð sín sem
vald. Og enn fremur vitum vér, að
þeir beita þessu valdi til þess að
vernda hagsmuni sjálfra sín. Þeir
verja stórfé í að gefa út blöð og bæk-
linga, sem eiga að skapa pólitískar
skoðanir í landinu. Þeir eyða miklum
peningum í kosningar og kosningaund-
irróður. Þeir eiga meiri hluta þingsins,
og með tilstilli þess hafa þeir mikil
áhrif á löggjöfina og menntamálin, og
framkvæmdavaldið er í þeirra hönd-
um. Þeir stjórna landi og atvinnuveg-
um eftir meginreglum, sem eru undir-
staða auðvaldsskipulags um allan
heim. Og valdið, sem þeir vinna öll
þessi afrek með, er peningar. Þetta er
það, sem vér jafnaðarmenn meinum
með auðvaldL
Þórbergur Þórðarson: úr „Bréfi til Láru“.
SJÁLFIR MENN
Blindi glæpamaðurinn sagði:
Haldið frið góðir bræður meðan
við bíðum eftir kóngsins súpu. Við
erum múgurinn, lægsta skepna jarð-
arinnar. Biðjum hverjum valdsmanni
heilla, sem kemur að hjálpa þeim
6varlausu. En réttlæti verður ekki
fyren við erum sjálfir menn. Aldir
munu líða. Sú réttarbót sem var gefin
okkur af síðasta kóngi mun verða
tekin frá okkur af þeim næsta. En
einn dagur mun koma. Og þann dag
sem við erum orðnir menn mun guð
koma til vor og gerast vor liðsmaður.
Halldór Laxness: úr „Hinu ljósa mani“.
BYLTING
Áður lifðu menn af jörðunni eða
sjónum. Lifibrauð þeirra lá undir fót-
um þeirra á jörðinni eða fyrir neti
þeirra og öngli í sjónum. Þá voru góð-
ir tímar og engir höfðingjar. Seinna
tóku menn að lifa af öðru en jörð-
unni og sjónum, sköpuðu lifibrauð
úr hlutum gjörðum af höndum og hug-
um manna. Þá komu höfðingjar og
tímarnir urðu vondir. Og því ríkari
sem höfðingjarnir urðu og voldugri
urðu tímarnir verri. Og það eru hinir
síðustu og verstu tímar, með kreppu
sem kemur úr vestri og byltingarbliki
úr austri, rauðu, blóðugu bliki, sem
kastar bjarma yfir alla veröld. Bylting
hinna snauðu og kúguðu í fjarlægum
stað, varpar rauðu bliki sínu á hreysi
hinna snauðu og hallir hinna ríku og
voldugu, rautt af blóði hinna kúguðu
og kúgaranna sjálfra, sem sópast eins
og fis af jörðunni fyrir stormi hefnd-
arinnar og réttlætisins. Um alla ver-
öld er horft í austur. Og hinir snauðu
sjá glóandi fyrirheit í blikinu: Sjá,
þetta er það sem koma skal. Og hinir
ríku og voldugu líta einnig upp og
skelfast og taka að hugsa ráð sitt af
alvöru. Því einnig hér gæti það gerst
Þegar hinir snauðu og fáorðu hætta
að trúa því, að guð hafi skapað hinn
ríka ríkan og hinn fátæka fátækan, þá
getur það allsstaðar gerst.
Jakobína Sigurðardóttir:
úr „Lifandi vatninu".
ERFA RÍKIÐ
„En kynslóð sem vinnur á daginn
og ver öllum kvöldum sínum og htl-
um frístundum til þess að mennta sig
og sínum litlu fátæklingsaurum til
menningar sér og félagsnauðsynju, og
ennfremur elur böm sín upp í því
að vera sjálfum sér og félaginu trú
og réttlát við alla. — Slíka menn ótt-
ast æðri stéttir og stjómvöld ríkjanna.
Því að þéir vinna í lið með sér alla
24 VINNAN