Vinnan


Vinnan - 01.12.1976, Page 25

Vinnan - 01.12.1976, Page 25
bestu og réttlátustu menn þjóðanna, og þeir munu erfa ríkið og völdin. . . . Ég geri ráð fyrir að ykkur sé það nú ljóst orðið af því sem ég hefi sagt, að samtök og samvinna verka- lýðsins sé óumflýjanleg, ef hann á ekki að verða troðinn undir fótum, og lifa af náð því lífi, sem auðvaldi og ráðandi stéttum þykir nægja“. Þorsteinn Erlingsson á Dagsbrúnar- fundi i desember 1912. ÞÓRBERGUR ÁVARPAR BÆNDUR „Þið slítið kröftum ykkar I baráttu við verkamenn í kaupstöðum og sjó- þorpum. Þið hatið þá, er vilja rétta ykkur hjálparhönd, af því að þið haf- ið ekki hugmynd um, hvað þið eruð að gera. Þið eigið að taka höndum saman við verkamenn. Þorri ykkar hefir nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta og þeir. Ykkur er báðum álíka ábótavant í þekkingu og menntun. Þið hafið hvorki efni né tíma til að bæta úr því böli. Þið eruð báðir ör- eigar og ánauðugir þrælar. Og það er sami óvinurinn, sem kúgar ykkur báða og féflettir. Verkamenn hafa komið auga á óvininn. Þeir efla sem óðast samtök gegn honum. Þeir berj- ast ekki aðeins fyrir sínu eigin frelsi. Frelsun þeirra er lausn ykkar. Samt veitist þið að þeim. Það er fáfræðin, sem blindar augu ykkar. „Drottinn! Fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gera“. Bændur og búalið! Takið ekki Morgunblaðið trúarinnar augum. Les- ið dagblöð jafnaðarmanna. Aflið ykk- ur rita um jafnaðarstefnuna og lærið af þeim. Veltið þessum viðfangsefnum fyrir ykkur. Hugsið um þetta sýknt og heilagt, við þúfnaslétturnar í tún- inu, orfið ykkar á enginu, lambsburð- inn í haganum. Minnist þess að tvær þúfur af hverjum þremur sléttið þið í þágu auðvaldsins. Látið ykkur aldrei gleymast, að tvö strá af hverjum þrem- ur svelgir auðvaldið upp frá ykkur. Setjið ykkur það glöggt fyrir sjónir, að tveim lömbum af hverjum þremur rænir auðvaldið ykkur. Og þegar þið röltið heim frá vinnu ykkar á kvöld- in, þreyttir og svangir eftir fimmtán stunda erfiði, þá skuluð þið finna þann bitra sannleika fossa gegnum hverja æð í líkama ykkar, að þennan dag og alla fimmtán stunda vinnu- daga hafið þið stritað tíu klukkutíma fyrir hít auðvaldsins. Bændur og búalið! Brjótið lífskjör ykkar rækilega til mergjar. Kastið frá ykkur fordómum og stéttahatri“. Þórbergur Þórðarson: úr „Bréfi til Láru“. ÞEKKINGIN Það er fallegt og nauðsynlegt að vinna, því það gefur rósemd og ánægju í hjartað og venjulega láta þeir manni í té eitthvað að bíta og brenna. Og ef maður vinnur alla ævi sleitulaust, sýknt og heiílagt, þá getur farið svo, að maður eigi fyrir jarðarförinni sinni, þegar maður deyr. En trú mér til, barnið gott, það verður enginn ríkur á því að vinna. Þeir fáu ríkismenn, sem ég sá um mína daga unnu aldrei neitt, en fátæktin svarf að jafnaði fastast að þeim, sem mest þræluðu og svo býst ég við að það sé í öðrum kaupstöðum. En þekkingin og sú skemmtun, sem býr í góðri bók, er betra en ríkidæmið, og þess vegna mundi ég í þínum sporum leggja meiri rækt við lestur og skrift. Og það er það, sem þeim þykir verst, ef þeir vita, að þú hefur þekkingu. Halldór Laxness: úr „Sölku Völku“. FÉLAGSANDI „Þannig löguð samtök miða að því að varðveita einstakan verkamann eða iðnaðarmann gegn samkeppni eða undirboði stéttarbræðra sinna og um leið að halda uppi réttu hlutfalli milli þess hagnaðar, sem vinnuveit- andinn hefur og þeirra launa, sem hann geidur fyrir vinnuna. Því meiri sem fátæktin er meðal verkamanna og því lægra sem allar vinnuafurðir eru metnar til peninga, því nauðsynlegri er þessi fólagsskap- ur og því meiru góðu getur hann komið til leiðar . . . Nýr og betri félagsandi kemur fram, hvar sem þessi samtök eru stofnuð sé vel og hyggilega farið að öllu. . . . Ef verkamennimir færu að halda saman, mundu auðmennimir vanda sig betur og græða það á dugn- aði og fyrirhyggju, sem þeir vinna nú á ódýrleik allra starfsmanna við fram- leiðslu og iðnað. Og því fyrr sem fé- lagsskapur verkamanna byrjar, því fyrr kemst hinn starfandi arðberandi kraftur í þjóðinni til þeirra valda sem honum ber með réttu, jafnt hér eins og annars staðar í heimi“. Einar Benediktsson. Dagskrá 31. okt. 1896. BÖRN ÖREIGANS „Maðurinn er fagnaðarboðskapur hinnar nýju menningar, maðurinn sem hin fullkomnasta líffræðilega tegund, maðurinn sem félagsleg einíng, mað- urinn sem lífstákn og hugsjón, hinn eini sanni maður, — Þú. Þessvegna skaltu ekki leggja trúnað á það sem sagt er í kristilegum bókum, að þeg- ar lítilmagninn er fótum troðinn þá sé verið að beita bræður þína ráng- læti; nei, það er alvarlegra en svo: það ert þú. Þar sem böm öreigans em mergsogin til ágóða fyrir varga auð- valdsins, — þar er verið að traðka sjálfan þig niður í sorpið, hinn eina mann, hina æðstu opinberun lífsins, Mg“. Halldór Laxness: „Alþýðubókin“ 1929. SAMFYLKING „Nei, eina vopnið sem dugir hér á landi, það er sama vopnið og dugði á Spáni. Það er samfylking. Það er bandalag vinstri flokkanna. Það er pólitík í anda kjörorðsins: enga óvini til vinstri, sem var kjörorð frönsku samfylkingarinnar. Gagnkvæm til- hliðrun, gagnkvæmt traust. Öll önnur vinstri pólitík, sem rekin er fyrir þess- ar kosningar er vitfirring. Verra níð- ingsverk gagnvart alþýðu í landinu er ekki hægt að vinna en rjúfa grið milli vinstri flokkanna, eins og nú standa sakir. Þeir sem vixma að fjandskap milli vinstri flokkanna í landinu fyrir þessar kosningar, em hættulegustu umboðsmenn íhaldsins í landinu“. Halldór Laxness: „Vinstri menn, fylkið ykkur þéttar saman“ 1937. VINNAN 25

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.