Vinnan - 01.12.1976, Síða 27
Hroðaleg vístarvera á kreppuárunmn. (Ljósm. Sig. Guttormsson).
kvæmdalán) að fjárhæð kr. 1143.000
000,00 til byggingar samtals 2183
íbúða í verkamannabústöðum, bæði
í „gamla“ og „nýja“ kerfinu.
Júní- og júlí-yfirlýsingarnar
1964 og 1965
Þegar kom fram á sjöunda áratug-
inn varð ljóst, að verkefni Bygginga-
sjóðs verkamanna voru honum með
öllu ofvaxin og fékk hann ekki að
gert. Var af og frá, að hann fengi
einn við ráðið að veita há lán til
íbúðabygginga á vegum verkamanna-
bústaðakerfisins. Af því leiddi að
sjálfsögðu það, að framkvæmdir voru
mjög hægar og sífellt dró úr verka-
mannabústaðabyggingum. Þetta gerð-
ist án þess að löggjafinn hefðist neitt
að. Hefur þetta ástand vafalaust átt
sinn ríka þátt í þeirri merku breyt-
ingu, sem verður á þróun mála með
júní- og júlí-yfirlýsingunum 1964 og
1965. Með þeim er blað brotið í sögu
„34 eins herbergis íbúðir“.
„Háttvirtri bæjarstjórn er án
efa fullkunnugt um ástandið í
þessum efnum. Sýnishom af því
em skýrslurnar um húsoæði
þeirra manna, sem leituðu á-
sjár bæjarstjómar síðasta haust
sökum húsnæðisleysis. Af 39
fjölskylduíbúðum voru 34 eins
herbergis íbúðir, meðalstærð
herbergisins 4x5 álnir, en með-
altal heimilismanna 4, húsbænd-
ur og 2 börn. Það komu því
að jafnaði tæpar 5 teningsstik-
ur á hvern mann eða ekki full-
ur helmingur þess, sem minst
er talið að megi vera. Þegar svo
þess er gætt, að 16 íbúðum
fylgdi ekkert eldhús og 8 íbúð-
um ekkert eldfæri, að 25 vom
kjallara- eða loftherbergi oft
köld og full af raka, þá liggur
það í augurn uppi, að hreinn
voði stafar af þessu, eigi aðeins
fyrir heilbrigði bæjarbúa, held-
ur og fyrir alla menningu
þeirra“.
(Erindi er Læknafélagið sendi bæj-
arstjóm Reykjavíkur, birt i Eim-
reiðinni 1926, bls. 197).
„En þó ég játi, að hér í bæ
sé búið í þeim íbúðum, sem
ekki eru mannabústaðir, . . . er
hitt víst, að frumvarp þetta er
vita gagnslaust . . . niðurstaðan
af slíkri löggjöf almenningi til
skaða, . . . ekki aðeins vita-
gagnslaust heldur beint skaðlegt
og aðeins flutt til að sýnast“.
(Ólafur Thors í þingræðu um frum-
varp Héðins Valdimarssonar um
verkamannabústaði 1929).
„Ekki j verkahring þess
opinbera“.
„Ein alvarlegasta ásökunin á
hendur Reykjavíkurbæ er sú, að
hann verji ekki nægu fé til að
koma upp ódýru húsnæði fyrir
almenning. Við Sjálfstæðismenn
teljum það yfirleitt ekki vera í
verkahring þess opinbera að sjá
fyrir þessum þiirfum manna“.
(Bjarai Benediktsson: ræða flutt 16.
jan. 1938 og birt i Mbl. 18. jan.
1938).
VINNAN 27